Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1930, Blaðsíða 7

Hagtíðindi - 01.10.1930, Blaðsíða 7
1930 HAGTÍÐINDl 59 Af lifandi fæddum börnum síðastliðið ár voru 1333 sveinar og 1254 meyjar. Andvana fædd börn voru 81 síðastliðið ár. Næsfa ár á undan var tala andvana fæddra barna 61, en 65 að meðaltali 1921—25. 43 tvíburar fæddust síðastliðið ár, næsta ár á undan voru þeir 40, en 36 að meðaltali 1921—25. Engir þríburar fæddust áiið sem leið. Síðan 1920 hafa aðeins fæðzt 4 þríburar hér á landi. Af öllum fæddum börnum, lifandi og andvana, síðastliðið ár voru 418 óskilgetin eða 15.7°/o. Er það töluvert hærra hlutfall heldur en verið hefir langa hríð. En nokkru fyrir aldamótin var það þó hærra. Af hverju hundraði fæddra barna voru óskilgetin: 1876-85 .... . . . . 20.2 o/o 1921-25 . . . . . . . . 13.5 O/o 1886—95 . . . . .... 19.3 — 1926 . . . . 13.5 - 1896-05 .... . . . . 14.8 — 1927 .... 13.6 — 1906-15 .... . . . . 13.2 — 1928 .... 14.8 — 1916-20 .... .... 13.1 — 1929 .... 15.7 — Árin 1916—20 var hlutfallið lægst, en hefir síðan farið hækkandi og langmest tvö síðustu árin. Af þeim, sem dóu síðastliðið ár, voru 580 karlar, en 658 konur. Er það gagnstæft því sem vant er að vera, því að venjulega deyja fleiri karlar en konur. Að vísu er kvenfólkið fjölmennara, en þó tekið sé tillit til þess, hefir samt manndauðinn verið meiri síðastliðið ár meðal kvenna heldur en karla. Af konum dóu 12.2 af þúsundi, en af körlum ekki nema 11.2 af þúsundi. Barnadauði var minni síðastliðið ár en nokkru sinni áður. Dóu aðeins 115 börn á 1. ári eða 44.5 af hverju þúsundi lifandi fæddra barna, og er það svipað eins og næsta ár á undan (1928), en 1927 varð barnadauðinn ó- venjulega mikill vegna kíghósta, sem þá gekk. Annars hefir yfirleitt dregið mjög úr barnadauða hér á landi. Arin 1871—80 dóu 188.8 börn af hverju þúsundi fæddra barna, en síðustu árin hefir barnadauðinn á 1. ári verið þessi: 1911- -15 .. . 1926 ... 1916- - 20 . . . . . . 68.5 — — 1927 .. . ... 83.2 — — 1921- -25 . . . . .. 52.3 — — 1928 . .. ... 45.2 — — 1929 ... . .. 44.5 — — Mun barnadauði varla í nokkru öðru landi, nema Nýja Sjálandi, vera minni heldur en hann hefir verið hér á landi tvö síðustu árin.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.