Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 4

Hagtíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 4
68 HAOTÍÐINDI 1930 Húsnæðisliðurinn í vísitölureikningi Hagstofunnar. Húsnæðisliðurinn í vísiiölureikningi Hagstofunnar um breytingu framfærslukostnaðar í Reykjavík er miðaður við byggingarkostnað. Þegar Hagstofan byrjaði á þessum reikningi haustið 1922 voru ekki tiltækar aðrar skýrslur unr húsaleigu heldur en þær, sem safnað hafði verið sam- tímis manntalinu 1920. Sýndu þær, að húsaleiga hafði ekki yfirleiít vaxið að sama skapi sem byggingarkostnaðurinn, enda náði hann hámarki sínu það ár, en lækkaði aftur mikið á næstu árum. Hinsvegar lækkaði þá ekki húsaleigan, heldur þvert á móti fór hún hækkandi, en vegna vöntunar á skýrslum um húsaleiguna, var gert ráð fyrir, að hún væri kominn í sömu hæð sem byggingarkostnaður 1922 og mundi síðan breytast svipað og hann, og eftir þeirri reglu hefur húsnæðisliðurinn síðan verið reiknaður. En það er ótvírætt, að sú áætlun hefur ekki staðizt og veldur því hin afarmikla fjölgun bæjarbúa. Hefur húsaleigan því farið hækkandi síðan 1922, enda þótt talið sje, að byggingarkostnaður hafi lækkað dálítið. Það má sjá á skýrslum þeim, sem bæjarstjórnin ljet safna um húsnæði í Reykjavík árið 1928 og gefið hefur verið út um sjerstakt hefti á þessu ári. Samkvæmt þeim var meðalársleiga fyrir allar (leigðar) þriggja her- bergja íbúðir 1299 kr. En í skýrslu Hagstofunnar, þar sem miðað var við hækkun byggingarkostnaðar, var tilsvarandi leiguupphæð það ár talin 813 kr. Með því að setja hina athuguðu tölu í stað hinnar áætluðu má leiðrjetta skýrslu Hagstofunnar fyrir árið 1928. En það fer ekki vel á því að leiðrjetta aðeins það eina ár, en láta öll undanfarandi ár haldast óbreytt. Virðist því einfaldast og liggja hendi næst að skifta hinum athugaða mismun á húsaleigu 1920 og 1928 jafnt niður á árin, sem á milli liggja, og gera þannig ráð fyrir, að hún hafi vaxið jafnt og þjett á þessu tíma- bili. Kemur sú hækkun nokkurn veginn heim við það, sem áætlað hefur verið fyrir árin 1921 og 1922, svo að óþarft virðist að gera breytingu þar á. En fyrir árin þar á eftir breytist húsnæðisliðurinn og þar af leið- andi samtöluliðurinn þannig (A eldri tölurnar, B leiðrjettu tölurnar). Húsnæði Útgjöld samtals Upphæð Vísitölur Upphæð Vísitölur A B A B A B A B 1923 957 l<r. 1064 Itr. 319 355 4978 kr. 5025 ltr. 277 279 1924 993 - 1111 — 331 370 5772 — 5866 321 326 1925 930 - 1158 — 310 386 5088 — 5229 — 283 291 1926 870 — 1205 — 290 402 4453 — 4641 — 247 258 1927 822 — 1252 — 274 417 4094 — 4329 — 228 241 1928 813 - 1299 — 271 433 4060 — 4342 — 226 241 1929 795 — 1299 — 265 433 4047 — 4329 — 225 240 1930 813 — 1299 — 271 433 3980 — 4262 — 221 237 Tvö síðustu árin hefur verið reiknað með sömu húsaleiguupphæð eins og 1928, því að skýrslur um hana síðan eru eigi fyrir hendi fyr en búið verður að vinna úr skýrslum þeim, sem safnað var samhliða mann- talinu í þessum mánuði. Ef gert væri ráð fyrir sömu hækkun á húsa- leigunni eftir 1928 eins og á undan, þá mundi aðalvísitalan fyrir 1929 hækka við það upp í 243, en 1930 upp í 242. Ríkisprentsmiðjnn Gutenberg.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.