Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.08.1936, Blaðsíða 7

Hagtíðindi - 01.08.1936, Blaðsíða 7
1936 HAGTlÐINDI 63 eftir því, hvort þeir reka sjálfir atvinnu eða vinna hjá öðrum, annað- hvort sem starfsmenn eða verkamenn. Starfsmenn eru taldir þeir, sem vinna hjá öðrum, en ekki teljast til verkafólks í venjulegri merkingu, svo sem forstjórar, skrifstofufólk, afgreiðslufólk, embættismenn, yfir- menn á skipum o. fl. Vfirlitið neðst á næstu blaðsíðu á undan sýnir skift- inguna milli þessara flokka í hverjum atvinnuvegi. Sjálfstæðir atvinnurekendur eru tiltölulega flestir í landbúnaði, en fæstir í samgöngum, en þar til teljast, auk flutningastarfsemi á skipum og bílum, póst- og símastörf. Atvinnurekendur, sem ekki hafa í þjónustu sinni neitt vinnufólk utan fjölskyldu sinnar, kallast einyrkjar, við hvaða starf sem þeir fást. Skiftingin milli vinnuveitenda og einyrkja var þannig við manntalið 1930 í hverjum atvinnuvegi fyrir sig. Vinnuveitendur Einyrkjar Samtals Landbúnaður 3 858 2 762 6 620 Fiskveiðar og fiskverkun . 699 92 791 Iðnaður 573 900 1 473 Verslun 584 224 808 Samgöngur 77 135 212 Ólíkamleg atvinna 46 164 210 Samtals 5 837 4 277 10 114 42 o/o af öllum atvinnurekendum voru einyrkjar. Tiltölulega flestir voru þeir við ólíkamlega atvinnu (læknar, kennarar o. fl.), við samgöngur (bílstjórar með eigin bíl) og við iðnað (handverksmenn), en tiltölulega fæstir við fiskveiðar og fiskverkun. Skifting starfsfólksins í hverjum atvinnuvegi var svo sem eftirfar- yfirlit sýnir. Forstöðu- menn o. fl. Skrif- stofu- fólk Afgreiðslu- fólk Annað starfs- fólk Samtals Landbúnaður í » » 174 175 Fiskveiðar og fiskverkun 100 59 3 715 877 Iðnaður 42 86 20 85 233 Verslun 93 590 1 243 139 2 065 Samgöngur 22 88 23 375 508 Ólíkamleg atvinna 118 161 10 1 283 1 572 Samtals 376 984 1 299 2 771 5 430 Til annars starfsfólks teljast m. a. við landbúnað ráðunautar og ráðsmenn, við fiskveiðar og samgöngur yfirmenn skipa aðrir en skip- stjórar, við ólíkamlega atvinnu ýmsir embættismenn, svo sem prestar, læknar o. fl. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af starfsfólki og verkafólki voru í þjónustu einstakra atvinnurekenda (einstaklinga og fjelaga) og hve margir voru í þjónustu ríkisins og sveitarfjelaga.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.