Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.12.1936, Blaðsíða 7

Hagtíðindi - 01.12.1936, Blaðsíða 7
1936 H A QTlÐIN DI 95 Manndauði. Árið 1935 dóu hér á landi 1402 manns eða 12.2 af hverju þús. landsmanna. Er það töluvert hærra manndauðahlutfall heldur en undan- farin ár, en lægst hefur það verið 10.3 (árið 1933). Á síðari árum hefur manndauðinn verið svo sem hér segir: Dánir Dánir 1916—20 meðaltal .. . 1 296 14.2 %o 1932 ........ 1 191 10 8 °/oo 1921-25 — ... 1 347 13.9 — 1933 1 159 10.3 — 1926-30 — ... 1 202 11.5 — 1934 1 181 10.4 — 1931—35 — ... 1 242 11.1 — 1935 1 402 12.2 — Af þeim, sem dóu 1935, voru 709 karlar en 693 konur. Á móts við hverjar 100 konur, sem dóu, dóu 102 karlar. Innan 1 árs dóu 173 börn árið 1935. Miðað við tölu lifandi fæddra á sama tíma hefur barna- dauðinn innan eins árs verið 6.8 °/o. Er það miklu meiri barnadauði en verið heíur hér næstu undanfarin ár, enda gekk kíghósti hér þetta ár og dóu úr honum 79 börn á 1. ári. Árið 1934 var tilsvarandi hlutfalls- íala 5.2 °/o, en 4.3 °/o árið 1933, 4.5 o/o árið 1932 og 4.9 o/o árið 1931. Barnadauði er annars orðinn minni hér en í ílestum öðrum löndum. Jafnvel hin óvenjuháa dánartala árið 1935 getur ekki talist mjög há í samanburði við önnur lönd í Norðurálfunni. Mannfjölgun. Hin eðlilega mannfjöigun eða mismunurinn á tölu lifandi fæddra og dáinna var 1416 árið 1935 eða 12.4 °/oo miðað við meðalmannfjöida árs- ins. Á undanförnum árum hafa þessi hlutföll verið: Fæddir umfram dána Fæddir umfram dána 1916-20 meðaltal ... 1 147 125 %o 1932 1 505 13.7 °/oo 1921 -25 — ... 1 220 12.6 — 1933 1 372 12.2 — 1926-30 — ... 1 460 14.1 — 1934 1 416 12.4 — 1931-35 — ... 1 394 12.4 — 1935 1 149 lO.o — Ef engir mannflutningar væru til landsins eða frá því, mundu þessar tölur sýna, hve mikið fólkinu fjölgaði á ári hjerju. En vegna flutninganna til og frá landinu getur fólksfjölgunin orðið ýmist meiri eða minni. Þegar litið er á tímabilð 1916—30 í einu lagi munar þetta þó sáralitlu, aðeins rúml. 100 manns, sem ættu að hafa flust frá landinu umfram tölu inn- fluttra ti! landsins, en á einstökum árum er munurinn töluvert meiri til beggja handa. Eftir 1930 er fólksfjölgunin hinsvegar töluvert meiri sam- kvæmt skýrslunum um fædda og dána, hvort sem það nú stafar af því, að mannflutningar til landsins hafi aukist eða þá að manntölin hafa verið nákvæmari og náð í fólk, sem áður hefur fallið úr manntali. Árin 1934 og 1935 stenst þó mannfjölgunin hérumbil á við mismuninn á tölu fæddra og dáinna. I eftirfarandi yfirliti er samanburður á mannfjölguninni sam-

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.