Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1939, Blaðsíða 7

Hagtíðindi - 01.01.1939, Blaðsíða 7
1939 HAGTÍÐTNDI 3 Manndauði úr farsóttum hefur verið með meira móti árið 1937 og er það inflúensa, sem orðið hefur langmannskæðust, því að manndauði úr henni einni hefur verið svipaður eins og manndauði úr öllum farsóttum árið 1936 og miklu meiri heldur en manndauði úr öllum farsóttum hverl árið 1931—34. Þó hefur manndauðinn úr farsóttum 1937 ekki komist í námunda við árið 1935, er kíghóstinn geisaði ásamt fleirum skæðum farsóttum. Af öðrum dánarorsökum, sem valdið hafa fleiri mannslátum árið 1937 heldur en undanfarið, má einkum nefna ellihrumleika, krabbamein og heilablóðfall. Mannslát úr krabbameini hafa orðið fleiri en nokkru sinni áður, eða 156. Áður hafa þau verið flest 147, árið 1935. Vfirleift sýna dánarskyrslur vaxandi manndauða úr krabbameini síðan skýrslur um dánarorsakir hófust 1911. Arin 1911—15 töldust þannig mannsláf úr krabbameini ekki nema 81.8 að meðaltali á ári eða 9.4 á 10 þús. íbúa. Árið 1937 var manndauði minni en vanalega af slysförutn, því að druknariir urðu með minsta móti. Manndauði úr berklaveiki var svipaður eins og árið á undan. Fór hann yfirleitt vaxandi alt til 1932, en síðan lækkaði hann árlega að miklum mun þar til 1936, að manndauði úr lungna- berklum hækkaði nokkuð aftur. Síðan 1932 hefur tala mannsláta úr berkla- veiki verið svo sem hér segir: 1932 1933 1934 1935 1936 1937 Lungnatæring............ 140 118 108 100 119 112 Heilaberklabólga ......... 44 24 26 27 23 28 Önnur berklaveiki ...... 36 31 31 22 15 15 Samtals 220 173 165 149 157 155 Gjaldþrot árið 1938. Samkvæmt innköllunum í Lögbirtingablaðinu urðu 17 gjaldþrot árið 1938. Er það meira en árið á undan, en minna en árin þar áður. A undanförnum árum hefur tala gjaldþrota verið þessi: 1808 —11 að meÖaltali 28.5 1933 ............... 24 1912—20 — — 5.g 1934 ............... 26 1921-25— — 20.6 1935 ............... 29 1926-30— — 20.o . 1936 ............... 23 1931—35— — 30.8 1937 ............... 12 1936—38— — 17.3 1938 ............... 17 Gjaldþrotin skiftast þannig 1938 eftir heimilisfangi gjaldþrota. Reykjavík ........... 8 Verslunarstaðir ....... 2 Aðrir kaupstaðir..... 6 Sveitir ............,.. 3 Meðal þeirra, sem urðu gjaldþrota 1938, voru 5 félög. Á árinu var leitað 3 nauðasamninga og einn nauðasamningur staðfestur

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.