Hagtíðindi

Årgang

Hagtíðindi - 01.01.1939, Side 7

Hagtíðindi - 01.01.1939, Side 7
1939 HAGTÍÐINDI 3 Manndauði úr farsóttum hefur verið með meira móti árið 1937 og er það inflúensa, sem orðið hefur langmannskæðust, því að manndauði úr henni einni hefur verið svipaður eins og manndauði úr öllum farsóttum árið 1936 og miklu meiri heldur en manndauði úr öllum farsóttum hvert árið 1931—34. Þó hefur manndauðinn úr farsóttum 1937 ekki komist í námunda við árið 1935, er kíghóstinn geisaði ásamt fleirum skæðum farsóttum. Af öðrum dánarorsökum, sem valdið hafa fleiri mannslátum árið 1937 heldur en undanfarið, má einkum nefna ellihrumleika, krabbamein og heilablóðfall. Mannslát úr krabbameini hafa orðið fleiri en nokkru sinni áður, eða 156. Áður hafa þau verið flest 147, árið 1935. Yfirleitt sýna dánarskýrslur vaxandi manndauða úr krabbameini síðan skýrslur um dánarorsakir hófust 1911. Árin 1911 — 15 töldust þannig mannslát úr krabbameini ekki nema 81.8 að meðaltali á ári eða 9.4 á 10 þús. íbúa. Árið 1937 var manndauði minni en vanalega af slysförum, því að druknanir urðu með minsta móti. Manndauði úr berklaveiki var svipaður eins og árið á undan. Fór hann yfirleitt vaxandi alt til 1932, en síðan lækkaði hann árlega að miklum mun þar til 1936, að manndauði úí lungna- berklum hækkaði nokkuð aftur. Síðan 1932 hefur tala mannsláta úr berkla- veiki verið svo sem hér segir: 1932 1933 1934 1935 1936 1937 Lungnatæring ............... 140 118 108 100 119 112 Heilaberklabólga ............ 44 24 26 27 23 28 Önnur berklaveiki ........... 36 31 31 22 15 15 Samtals 220 173 165 149 157 155 Gjaldþrot árið 1938. Samkvæmt innköllunum í Lögbirtingablaðinu urðu 17 gjaldþrot árið 1938. Er það meira en árið á undan, en minna en árin þar áður. Á undanförnum árum hefur tala gjaldþrota verið þessi: 1808 —11 að meðaltali 28.5 1933 24 1912—20 — — 5.9 1934 26 1921-25 — — 20.6 1935 29 1926—30 — — 20.o 1936 23 1931—35 — — 30.8 1937 12 1936—38 — — 17.3 1938 17 Gjaldþrotin skiftast þannig 1938 eftir heimilisfangi gjaldþrota. Reykjavík .......... 8 Verslunarstaðir ..... 2 Aðrir kaupstaðir ... 6 Sveitir .......... 3 Meðal þeirra, sem urðu gjaldþrota 1938, voru 5 félög. Á árinu var leitað 3 nauðasamninga og einn nauðasamningur staðfestur

x

Hagtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.