Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1939, Blaðsíða 4

Hagtíðindi - 01.02.1939, Blaðsíða 4
12 HAatlÐI NDI 1939 Fiskafli áriö 1938. Samkvæmt þeim skýrslum, sem Fiskifélagið fær jafnóðum frá um- boðsmönnum sínum um fiskafla viðsvegar af landinu, hefur aflinn síðastl. ár verið svo sem hér segir. Er þar aðeins talinn saltfiskafli og hann miðaður við þyngd fisksins fullverkaðs, en ísfiskur er hér ekki meðtalinn, hvort sem hann er fluttur út á veiðiskipunum sjálfum eða öðrum skipum, né heldur fiskur, sem neylt er nýs innanlands. Til samanburðar er líka settur aflinn árið áður samkvæmt sömu skýrslum. Suðvesturland og Suðurland: 1937 Botnvörpungar ............... 6 982 340 kg Önnur skip .................. 12 209 680 — Vesfirðir ..................... 3 530 500 — Norðurland .................... 3 020 800 — Austurland .................... 2 215 170 — Á öllu landinu 27 958 490 kg 1938 8 340 360 kg 16 446 240 — 6 211 500 — 3 650 270 — 2 917 460 — 37 565 830 kg Samkvæmt skýrslum þessum hefur aflinn á saltfiskveiðum orðið rúml. þriðjungi meiri síðastliðið ár heldur en næsta ár á undan, en það ár og árið þar á undan var hann óvenjulega rýr. Hinsvegar var aflinn 1938 aðeins 3/4 af aflanum árið 1935. Nokkur hluti af afla bátanna var seldur nýr í togara og fluttur út sem ísfiskur og því ekki talinn hér með. Ekki er heldur talið það af afla togaranna, sem fer í herslu og til flök- unar. Afli togaranna á saltfiskveiðum var meiri heldur en árið á undan. sem eingöngu stafaði af því, að úthaldstími þeirra var lengri, því að afli var lakari. Samanlagður starfstími þeirra togara, sem þessa veiði stund- uðu, var við þessar veiðar 2035 veiðidagar árið 1938, en 1635 árið áður. Meðalafli á hvern veiðidag (miðað við verkaðan fisk) var 41 lestir árið 1938, en 4.2 lestir árið á undan. Samkvæmt ensku samningunum var leyfilegt að flytja til Bretlands síðastliðið ár 12 700 lestir af ísuðum fiski, en það leyfi var ekki notað til fulls. Fóru togarar alls 118 söluferðir til Bretlands, en 55 til Þýska- lands, eða alls 173 ferðir, og seldu samtals fyrir 218 þús sterl.pd. En árið á undan fóru þeir 146 ferðir og seldu fyrir 180 þús. sterl.pd. Meðal- sala í hverri ferð varð því 1262 sterl pd. síðastl. ár, en 1231 sterl.pd. árið á undan. Auk þess var flutt út nokkuð af kassafiski og hraðfrystum fiski. 16 togarar stunduðu karfa- eða upsaveiðar um tíma og öfluðu 9 086 lestir af fiski í verksmiðjur, auk 6 200 lifrarfata.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.