Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1939, Blaðsíða 6

Hagtíðindi - 01.02.1939, Blaðsíða 6
14 HAQTlÐI NDI 1939 Atvinnulausir í vinnu Samials í febr.byrjun í febr.byrjun skráöir Þar af ómagalausir 184 6 190 ómagamenn 289 38 327 Omagafjöldi þeirra 689 137 826 — á hvern ómagmann 2.4 3.6 2.5 Atvinnudagar þessara manna næsiu 3 mánuði á undan skráningu voru ialdir samtals 11 260 eða 21.6 á mann. 36 menn hafa verið taldir með engan aivinnudag næstu 3 mánuði á undan talningu. Fátækraframfæri árið 1937. Með lögum nr. 68. frá 1932 var svo ákveðið, að þau sveitarfélög, sem hefðu tiltölulega þyngst fátækraútgjöld, skyldu fá nokkurn hluta þeirra endurgoldinn úr ríkissjóði. Ef samanlögð fátækraútgjöld sveitar- félags færu meira en 15 °/o fram úr meðaltali fátækraútgjalda á öllu landinu, miðað að */3 hluta við tölu ellistyrktarsjóðsgjaldenda, að >/3 hluta við skaítskyldar tekjur, að Vð hluta við skuldlausar eignir og að V6 hluta við fasteignamat, þá skyldu 2/3 hlutar af því, sem þar er fram yfir, greiðast úr ríkissjóði. Samkvæmt þessurn reglum fengu sveitarfélögin tillag úr ríkissjóði til fátækraútgjalda þeirra áiin 1932— 1934, 172 þús. kr. árið 1932, 195 þús. kr. árið 1933 og 217 þús. kr. árið 1934. Með framfærslulögunum frá 1935 var þessu breytt nokkuð. I stað þess að miða við tölu ellislyrktarsjóðsgjaldenda, skal miða við tölu karla og kvenna á aldrinum 18 — 60 ára. Sveitarfélögunum er skift í tvo flokka og fundið meðaltal fyrir hvorn í sínu lagi. I öðrum flokknum eru kaupstað- irnir og þeir hreppar, sem í eru kauptún með 500 manns eða þar yfir, en í hinum eru allir aðrir hreppar. Tillagið úr ríkissjóði skyldi vera 2/3 af því, sem er fram yfir meðalfátækraútgjöld að frádregnum 10 °/o (nema að því er Reykjavík snertir miðast við meðalfátækraútgjöld án frádráttar). Eftir þessum reglum mundi ríkissjóðstillagið fyrið 1935 hafa komist upp í nál. 360 þús kr. En í lögunum var sú takmörkun sett, að tillagið úr ríkissjóði mátti ekki fara fram úr 250 þús. kr,, nema heimild kæmi lil í fjárlögum. Það varð því að bæta 15 °/o við meðaltalið, eða því sama eins og eftir eldri reglunni, til þess að koma ríkissjóðstillaginu niður í 250 þús. kr. Með lögum nr. 69 frá 1937 var svo ákveðið, að tillagið til fátækra- framfærisins skyldi greiðast úr jöfnunarsjóði bæjar- og sveitarfélaga, sem ríkissjóður greiðir í 700 þús. kr. árlega, og um leið var afnumið 250 þús. kr. hámarkið. Af tekjum jöfnunarsjóðs 1938 var greitt tillag fyrir bæði árin 1936 og 1937. Samkvæmt því var iillagið 314 þús. kr. fyrir

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.