Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1939, Blaðsíða 2

Hagtíðindi - 01.10.1939, Blaðsíða 2
82 HAGTtÐINDI I939 er til um þetta leyti árs. Hækkun sú, sem varð á sykri og brauðum í októbermánuði þ. á., er hinsvegar ekki tekin hér með, því að miðað er við verðlag í byrjun októbermánaðar. Samkvæmt yfirlitinu ættu útgjöld slíkrar fjölskyldu, sem hér er mið- að við (og áætluð voru 1800 kr. með verðlagi í júlí 1914), að hafa numið 4874 kr. miðað við verðlag í byrjun októberm. þ. á. En haustið 1938 var tilsvarandi útgjaldaupphæð 4724 kr. Er hækkunin því rúmlega 3 °/o síðan í fyrra haust. Arið áður var tæplega 2 °/o hækkun. Matvöruútgjöldin í heild sinni, miðað við verðlag í okfóberbyrjun 1939, hafa hækkað um tæpl. 3 °/o síðan í októberbyrjun í fyrra. Stafar sú hækkun af verðhækkun á sykri, smjörlíki og kornvörum. Til eldsneytis og ljósmetis er talið aðallega kol, rafmagn og suðu- gas. Þessi liður hefur hækkað um rúml. 6 °/o síðan í fyrrahaust vegna verðhækkunar á kolum og rafmagni, en hinsvegar hefur gasverð lækkað. Reynt hefur verið að taka nokkurt tillit til þess, að margir hafa tekið upp notkun rafmagns í stað gass. Hefur því gasnotkunin í þessum reikn- ingi verið lækkuð um helming, en rafmagn sett í staðinn. Verðhækkun sú á kolum, sem varð í októbermánuði þ. á. er hér ekki talin með, þar sem miðað er við mánaðarbyrjun, og þá heldur ekki hækkunin á rafmagninu í haust, því að hún kemur ekki til framkvæmda fyr en í byrjun nóvem- bermánaðar. Um verðbreytingar á fatnaði og skófatnaði er bygt á upplýsingum frá nokkrum verslunum í Reykjavik. Eru þær upplýsingar nú orðnar meiri en áður vegna þess, að út af gengisbreytingarlögunum í aprílmán. síð- astliðnum var tekið að safna mánaðarlegum upplýsingum um verð á fatn- aðarvörum hjá allmörgum verslunum í Reykjavík. Þó veldur það nokkr- um erfiðleikum um ákvörðun verðhækkunar á þessum vörum, að sumar þær vörur, sem mest voru notaðar áður, eru orðnar Iítt fáanlegar eða alls ekki, og úrval er yfirleitt lítið, svo að erfitt er að fá áreiðanlegt meðalverð fyrir allan bæinn. Hefur fafnaðarliðurinn hækkað alls um tæpl. 6 °/o síðan í fyrra haust. Undir þessum lið hefur áður verið talið sápa og sódi, en þetta hefur nú verið flutt undir liðinn >önnur útgjöld*. Húsnæðisliðurinn hefur verið bygður á upplýsingum um húsaleigu í Reykjavík fyrir þriggja herbergja íbúðir, síðast árið 1930, en breytingu bygg- ingarkosfnaður síðan. Fyrir síðasta ár er þó ekki gerf ráð fyrir neinni hækkun, því að í gengisbreytingarlögunum var bannað að hækka húsa- leiguna, en samkvæmt upplýsingum frá húsameistara ríkisins hefur bygg- ingarkostnaður í ár, fram að stríðsbyrjun, verið rúml. 6 °/o hærri heldur en í fyrra. Húsaleiguhækkunin síðan 1914 mun ekki eingöngu vera verð- hækkun, heldur einnig að nokkru leyti viðbótargreiðsla fyrir meiri þæg- indi og betra húsnæði. Það virðist líka svo sem þessi liður í vísitölu-

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.