Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1939, Blaðsíða 3

Hagtíðindi - 01.10.1939, Blaðsíða 3
1939 HAGTfÐi ND I 83 reikningi Hagstofunnar hafi þanist meira út en góðu hófi gegnir. Upp- haflega var gert ráð fyrir, að 1914 hefði hann numið 1/6 (eða 17 °/o) af útgjöldunum, en nú er hann kominn upp yfir 30 °/o. Við athugún, sem gerð var síðastliðið vor á skattframtölum allmargra verkamanna, sjómanna og starfsmanna í Reykjavík með 2400—4800 kr. tekjur tvö síðastliðin ár, kom í ljós, að þeir greiddu í húsaleigu að meðaltali rúml. 20 °/o af tekjum sínum. Það virðist því svo sem húsaleiguliðurinn í vísitölureikn- ingnum sé nú orðið of hátt reiknaður og væri því ástæða til að taka hann til endurskoðunar. Sama mætti reyndar segja um allan vísitölu- reikninginn, þar sem skifting útgjaldanna er upphaflega bygð á áætlun og sú áætlun er auk þess orðin gömul, enda er í ráði að taka allan vísitölureikninginn til rækilegrar endurskoðunar, þegar heimilisgjaldareikn- ingar þeir, sem verið er að safna, eru komnir fyrir eitt ár, og búið er að gera yfirlit yfir þá. Þar sem húsnæðisliðurinn er óbreyttur frá því í fyrra, þá dregur hann niður heildarmeðaltal hækkunarinnar síðastliðið ár, og það gerir hann því meir, sem hann er hærri. En ef húsnæðisliðurinn væri lækk- aður, svo að hann yrði ekki nema 20 °/o af heildarútgjöldunum, þá lækk- uðu þau jafnframt það mikið, að skattarnir af þeim yrðu miklu lægri og hækkun þeirra miklu minni, og það lækkaði aftur meðaltalið, svo að út- koman yrði mjög svipuð eins og ef húsnæðisliðurinn væri látinn óhreyfður. Þetta sést á eftirfarandi yfirliti, þar sem húsnæðisliðurinn haustið 1938 er færður niður í rúml. 20 °/o af útgjöldunum og sköttunum breytt samkv. lækkun útgjaldaupphæðarinnar, sem af því leiðir. Ennfremur eru tilfærðir tilsvarandi liðir haustið 1939 og vísitölur miðaðar við haustið 1938, er sýna hlutfallslega hækkun á hverjum lið. Október Október Vísitölur okt. 1939 1938 1939 (otít. 1938 = lOO.o) Mafvörur kr. 1 615.32 kr. 1 659.63 102.7 Eldsneyti og ljósmeti . . — 181.90 — 193.30 106.3 Fatnaður — 765.90 — 808.70 105.6 Húsnæður — 800.00 — 800.00 lOO.o Skattar — 98.06 — 103.10 105.2 Onnur útgjöld — 482.60 —- 512.33 106.2 .Útgjöld alls kr. 3 943.78 kr. 4 077.06 103.4 Ef aðalvísitalan haustið 1938, sem var 262, er hækkuð hlutfallslega eins og þessi aðalvísitala (um 3.4 o/o), þá kemur út vísitalan 271 alveg eins og í töflunni að framan. Skattaliðurinn í aðaltöflunni hækkar um 13 °/o frá því í fyrra haust, og stafar það af hækkun á útsvari, en auk þess af því, að miðað er við hærri tekjuupphæð.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.