Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.03.1943, Blaðsíða 2

Hagtíðindi - 01.03.1943, Blaðsíða 2
lð H AGTÍ Ð1 ND I 1943 frá næsta mánuði á undan, en er 43 °/o hærri heldur en í marzbyrjun í fyrra. Matvöruvísitalan var 349 í byrjun marzmánaðar eða 54 °/o hærri heldur en í marzbyrjun í fyrra. Er hún óbreytt frá næsta mánuði á undan. Eldsneytis- og Ijósmetisvísitalan er óbreytt frá næsta mánuði á und- an. Var hún 236 í marzbyrjun, og er það 13 °/o hærra heldur en í marzbyrjun í fyrra. Fatnaðarvísitalan hefur lækkað um 2 stig frá næsta mánuði á undan. Var hún 243 í marzbyrjun eða 44 °/o hærri heldur en í marzbyrjun í fyrra. Húsnæðisvísitalan er óbreytt, 25 °/o hærri heldur en fyrir stríð, sam- kvæmt hinni lögleyfðu hækkun húsaleigulaganna, en 12 o/o hærri en um sama leyti í fyrra. Vísitala fyrir liðinn »ýmisleg útgjöld* hefur hækkað frá næstu vísi- tölu á undan um 2 stig. Var hún 222 í marzbyrjun þ. á., eða 41 °/o hærri heldur en um sama leyti í fyrra. GrundvöIIur vísitölunnar. Grundvöllur framfærsluvísitölunnar, sem nú er reiknuð, er byggður á heimilisreikningum 40 fjölskyldna í Reykjavík, sem bókfærðu öll útgjöld sín í eitt ár, frá byrjun júlímánaðar 1939 til loka júnímánaðar 1940. Frá þessu er nánar skýrt í Hagtíðindum nr. 10 — 12, 1940. Síðar fór Kaup- lagsnefndin fram á það við þessar sömu fjölskyldur að fá frá þeim reikn- inga fyrir annað ár til, svo að fá mætti nokkra vitneskju um, hvaða breyt- ingar hefði orðið á neyzlu almennings vegna stríðsástandsins. Frá þriðj- ungi hinna upphaflegu fjölskyldna hafa fengizt reikningar fyrir tímabilið maí 1941 til apríl 1942, en auk þess hafa fengizt reikningar fyrir sama ttmabil frá nokkrum starfsmönnum Reykjavíkurbæjar. Meðal starfsmanna bæjarins hafði orðið vart við nokkurn ótta við, að vísitölureikningurinn væri þeim óhagstæður, vegna þess að hann væri aðeins miðaður við út- gjöld verkamanna, og óskuðu þeir því, að heimilisreikningar nokkurra starfsmanna bæjarins yrðu teknir til samanburðar. Það voru þannig alls 22 reikningar, sem komu til athugunar (13 verkamanna og 9 starfsmanna). Hefur nú verið gert yfirlit, sundurliðað eftir útgjaldaliðum, yfir þá, hvern í sínu lagi og alla samanlagða, svo að sjá má meðalútgjaldaskiptingu þeirra allra og bera saman við útgjaldaskiptingu hinna fyrri reikninga. Hefur Kauplagsnefnd með aðstoð Hagstofunnur tekið þetta til sérstákrar rannsóknar, til þess að komast að raun um, hvort hinir nýju reikingar gæfu tilefni til þess að ætla, að grundvöllur vísitölunnar, sem byggður

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.