Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1943, Blaðsíða 2

Hagtíðindi - 01.04.1943, Blaðsíða 2
26' HAGTl ÐINDI 1943 Iægri heldur en í næsta mánuði á undan, en er 43 °/o hærri heldur en í aprílbyrjun í fyrra. Matvöruvísilalan var 348 í byrjun aprílmánaðar eða 1 stigi lægri heldur en næsta mánuð á undan. Er hún 53.°/o hærri heldur en í aprílbyrjun í fyrra. Eldsneytis- og Ijósmetisvísitalan er óbreytt frá næsta mánuði á und- an. Var hún 236 í aprílbyrjun, og er það 15 °/o hærra heldur en í aprílbyrjun í fyrra. Fatnaðarvísitalan hefur lækkað um 4 stig frá næsta mánuði á undan. Var hún 239 í aprílbyrjun eða 41 °/o hærri heldur en í aprílbyrjun í fyrra. Húsnæðisvísitalan er óbreytt, 25 °/o hærri heldur en fyrir stríð, sam- kvæmt hinni lögleyfðu hækkun húsaleigulaganna, en 12 °/o hærri en um sama leyti í fyrra. Vísitala fyrir liðinn »ýmisleg útgjöld* hefur hækkað frá næstu vísi- tölu á undan um 1 stig. Var hún 223 í aprílbyrjun þ. á., eða 40 °/o hærri heldur en um sama Ieyti í fyrra. Álagning tekju- og eignarskatts árið 1942. Eftirfarandi yfirlit sýnir álagningu tekju- og eignarskatts árið 1942, en til samanburðar eru líka settar tölurnar fyrir næsta ár á undan. Yfir- litið er tekið ettir skýrslum skattanefnda með þeim breytingum, sem gerðar hafa verið af yfirskaftanefndum. En þá eru eftir þær breytingar, sem verða við meðferð ríkisskattanefndar, og nokkuð af álögðum skatti innheimtist ekki. Hinsvegar var heimild í dýrtíðarlögunum 1941 til þess að innheimta tekjuskatt og eignarskatt það ár með 10°/0 álagi, og var sú heimild notuð. Skatfaupphæðirnar, sem hér eru taldar, koma því ekki heim við skattaupphæðirnar í ríkisreikningunum. Arið 1941 var skatta- upphæðin þar hærri heldur en hér er talið, 9 274 þús. kr. Arið 1942 var gerð sú breyting á tekjuskattinum (með lögum nr. 20, frá 20. maí 1942), að hætt skyldi að draga greidda skatta (tekjuskatt og útsvar) frá tekjunum áður en skattur væri lagður á, en í stað þess var skatt- stiginn lækkaður. Þá var og töluvert takmarkað skattfrelsi þeirra upp- hæða, er félög lögðu í varasjóð af tekjum sínum. Ennfremur var skalt- skylt lágmark eigna lil eignarskatts hækkað úr 5 þús. kr. upp í 10 þús. kr. Og loks var stríðsgróðaskalturinn (með lögum frá sama degi) hækk- aður að verulegu leyti, skattlágmarkið fært niður í 45 þús. kr. (úr 50 þús. kr) og skattstiginn hækkaður. Hérumbil helmingurinn af stríðsgróða- skattinum rennur til sveitarfélaganna.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.