Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1943, Blaðsíða 6

Hagtíðindi - 01.05.1943, Blaðsíða 6
42 H A G T í Ð I N D I 1943 úr ríkissjóði. Enn fremur er Jöfnunarsjóði ætlað að jafna kostnað bæjar- og sveitarfélaga af elli- og örorkutryggingum og kennaralaunum, en það ákvæði kom fyrst til framkvæmda fyrir árið 1938. Við jöfnun þessara útgjalda, sem framkvæmd er af eftirliti bæjar- og sveitarfélaga, er landinu skipt í tvo jöfnunarflokka. í öðrum flokknum eru kaupstaðirog þeir hreppar, sem í eru kauptún með 500 manns og þar yfir, en í hinum allir aðrir hreppar. Samanlögð útgjöld sveitarfélags til fátækraframfæris, elli- og örorku- trygginga og kennaralauna eru borin saman við það, sem þau ættu að vera, ef reiknað væri með meðalbyrðinni af þeim í öllum sveitarfélögum í sama jöfnunarflokki, miðað að l/3 hluta við tölu karla og kvenna á aldrinum 18—60 ára, að !/3 við skattskyldar tekjur, að ]/6 við skuldlausar eignir og að tyó við fasteignamat. TillagiÖ úr Jöfnunarsjóði er 2/3 af því, sem byrði sveitarfélagsins af þessum útgjöldum fer fram úr 90 °/o af meðalbyrðinni. Samkvæmt þessu var jöfnunartillag sjóðsins fyrir árið 1941 alls 547 þús. kr. Því af tekjum Jöínunarsjóðs, sem ekki verður árlega varið til jöfn- unar samkvæmt framansögðu, skal skipt jafnt milli bæjar- og sveitarfélaga í réttu hlutfalli við samanlagðan árlegan kostnað þeirra af fátækrafram- færi, elli- og örorkutryggingum og kennaralaunum. En ekki kom til slíkrar aukaúthlutunar fyrir árið 1941. Vfirlitið á bls. 43 sýnir byrði sveitarfélaganna árið 1941 af fátækra- framfæri, elli- og örorkubótum og kennaralaunum, svo og meðalbyrðina af þessum útgjöldum í hvorum jöfnunarflokki, miðað að nokkru við mann- fjölda 18 — 60 ára, en að nokkru við skattskyldar tekjur, skuldlausar elgnir og fasteignamat, og loks sýnir yfirlitið tillagið úr Jöfnunarsjóði. Árið 1941 námu útgjöld sveitarfélaganna til fátækraframfæris, elli- og örorkubóta og kennaralauna að meðaltali á öllu landinu, miðað við mannfjölda 18—60 ára, skaltskyldar tekjur, skuldlausar eignir og skatt- skyld fasteignarhundruð, því sem hér segir (talið í heilum aurum): Á 100 kr. Á 100 kr. Á mann skattskyldar skuldlausa Á skattskylt 18-60 ára tekiur eign fasteignahndr. Fátæltraframfœri ............... kr. 29.64 kr. 1.44 Itr. 0.69 kr. 0.73 Elli- og örorkubætur.......... — 23.26 — 1.12 — 0.54 — Ó.58 Kennaralaun ...................... — 14.48 — 0.71 — 0.34 — 0.36 Samtals á öllu landinu kr. 67.38 kr. 3.27 kr. 1.57 kr. 1.67 — I. jöfnunarflokkur ........... — 88.75 — 3.09 — 1.99 — 1.85 — II. — — 34.49 — 4.39 — 0.86 - 1.21 Við hvern af þessum mælikvörðum sem miðað er, verður byrðin af þessum útgjöldum meiri í I. fl. heldur en í II. flokki, nema þegar miðað er við skattskyldar tekjur, þá verður hún nálega >/3 minni í I. fl.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.