Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 17

Hagtíðindi - 01.01.1945, Blaðsíða 17
1945 HAGTÍÐINDl 13 Á fertugsaldrinum er munurinn heldur ekki mikill, en annars er mann- dauðinn yfirleitt allmiklu lægri meðal kvenna heldur en karla. Míðhluti töflunnar á bls. 12 sýnir, hvernig 100 000 lifandi fæddir sveinar eða meyjar smámsaman deyja út, ef þau sæta sama manndauða í hverjum aldursflokki, sem var hér 1931 — 40. Er sýnt í töflunni, hve margir mundu verða eftir á lífi við lok hvers aldursskeiðs. Þar sést, að tíundi hluti karla nær ekki tvítugsaldri, fimmii hlutinn er dáinn um fer- tugt, rúmlega fjórði hluti um fimmtugt, rúmlega þriðjungur um sextugt, rúmlega helmingur um sjötugt. Ur því vex manndauðinn mjög ört og aðeins einn fjórði hluti nær áttræðisaldri. Kvenfólkið er langlífara, svo að oftast er það hálfum áratug eldra heldur en karlmennirnir áður en dauð- inn hefur höggvið jafnmikið skarð í fylkingar þess. Síðasti hluti töflunnar á bls. 12 sýnir meðalæfina, eða þann árafjölda, sem hver einstaklingur við lok hvers aldursskeiðs á að meðaltali eftir að lifa. Meðalæfin í sýnir einu lagi manndauða allra aldursflokkanna fyrir ofan þann aldur, sem við er miðað, og er því fullkomnasta mælitalan, sem völ er á, um manndauðann. Með sama manndauða og var hér 1931—40 er meðalæfi nýfæddra sveinbarna 60.9 ár, en nýfæddra meybarna 65.6 ár. Hinn mikli barnadauði á 1. ári veldur því, að meðalæfi nýfæddra barna er 11/2—2 árum skemmri heldur en þeirra, sem komizt hafa heilu og höldnu yfir fyrsta árið, en upp frá því lækkar meðalæfin með aldrinum. Meðalæfi 4 ára barna er álíka löng eins og nýfæddra barna. Meðal- æfi kvenna er á öllum aldri hærri heldur en meðalæfi karla, og munar það nálægt 5 árum á meðalæfi nýfæddra barna. Samkvæmt samskonar töflum, sem gerðar hafa verið fyrir liðna ára- tugi hefur meðalæfi nýfæddra barna verið svo sem hér segir: Karlar Konur 1850—60 . . .. .. 31.9 ár 37.9 ár 1891-1901 .. . . 44.4 — 51.4 — 1902—10 .... . . 48.3 — 53.1 — 1911-20 . . . . . . 52.7 — 58.0 — 1921—30 .... . . 56.2 — 61 0 — 1931-40 .... . . 60.9 — 65.6 — Á 80 árum hefur meðalæfi nýfæddra lengst um 29 og 28 ár. Hins- vegar hefur meðalæfi 10 ára barna á sama tíma aðeins lengst um 12 og 8 ár, og 65 ára karla og kvenna aðeins um hérumbil 3 ár. Þetta sýnir, að mestur hluti lækkunarinnar stafar af rénun barnadauðans, en að miklu minni hluta af því, að gamla fólkið hafi orðið langlífara. Miðað við síðasta áratuginn hefur meðalæfi nýfæddra verið tæpum 5 árum lengri heldur en þegar miðað er við næsta áratug á undan. Meðalæfi 10 ára barna hefur á sama tíma lengst um 3—4 ár, en meðalæfi 65 ára karla aðeins um 1/3 úr ári og 65 ára kvenna um rúml. J/2 ár.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.