Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.06.1945, Blaðsíða 2

Hagtíðindi - 01.06.1945, Blaðsíða 2
54 H AQTlÐI NDI 1945 að um 1 stig frá næsta mánuði á undan, en er 7 stigum (eða 2]/2°/o) hærri heldur en í júníbyrjun í fyrra. Matvöruvísitalan var 337 í byrjun júnímánaðar, eins og í byrjun næsta mánaðar á undan. Matvöruvísitalan er nú 6 stigum hærri heldur en í júníbyrjun í fyrra. Eldsneytis- og Ijósmetisvísitalan er óbreytt frá næsta mánuði á undan. Var hún 286 í júníbyrjun, og er það 11 o/o hærra heldur en í júníbyrjun í fyrra. Fatnaðarvísitalan hefur hækkað um 4 stig frá næsta mánuði á undan. Var hún 288 stig í byrjun júnímánaðar, eða 6 o/o hærri heldur en í júnf- byrjun í fyrra. Húsnæðisvísitalan er óbreytt frá næsta mánuði á undan. Er hún eins og um sama leyti í fyrra. Vísitala fyrir liðinn >ýmisleg útgjöld* hækkaði um 4 stig frá næsta mánuði á undan. Er hún nú 262 stig eða 8 stigum (2 °/o) hærri heldur en um sama leyti í fyrra. ___________________ Húsaleiguvísitala fyrir júlí—september 1945. Húsaleiguvísitala, miðuð við hækkun viðhaldskostnaðar húsa í Reykja- vík 1. júní þ. á. í samanburði við 1. ársfjórðung 1939, reyndist 136, og gildir sú vísitala frá júlíbyrjun til septemberloka 1945. Samkvæmt lögum um húsaleigu frá 7. apríl 1943 skal kauplags- nefnd, með aðstoð hagstofunnar, reikna út húsaleiguvísitölu fjórum sinn- um á ári, miðað við hækkun viðhaldskostnaðar 1. marz, 1. júní, 1. sept- ember og 1. desember í samanburði við 1. ársfjórðung 1939, en sam- kvæmt ákvörðun félagsmálaráðherra telst viðhaldskostnaður hafa numið 15°/o af húsaleigunni 1939. í septemberblaði Hagtíðinda 1941 er nánar skýrt frá grundvelli þessara útreikninga. Þar til vorið 1943 var húsa- leiguvísitalan aðeins reiknuð tvisvar á ári, vor og haust. Eftirfarandi yfirlit sýnir vísitölur þær, sem reiknaðar hafa verið hingað til. Vísitölur viðhaldskostn. húsaleigu Janúar—marz 1939 ....................... 100 100 Vorið 1941 ............................. 161 109 Haustið 1941 ........................... 174 111 Vorið 1942 ............................. 195 114 Haustið 1942 .......................... 266 125 Vorið 1943 ............................. 316 132 ]ú!í—september 1943 .................... 311 132 Október—desember 1943 .................. 333 135 Janúar—marz 1944 ....................... 336 135 Apríl—júní 1944 ........................ 342 136 Júlí—september 1944 .................... 344 137 Október —desember 1944 ................. 339 136 Janúar- marz 1945 ...................... 338 136 Apríl— júní 1945 ....................... 338 136 Júní— september 1945 .................. 338 136

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.