Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1945, Blaðsíða 4

Hagtíðindi - 01.10.1945, Blaðsíða 4
100 HAGTÍÐINDI 1945 því verið valin lægri tala bæjarmanntalsins, enda þótt hún muni vera heldur lægri heldur en raunverulega heimilisfastur mannfjöldi. Þegar borin eru saman ársmanntölin 1943 og 1944, þá sést, að mannfjölgun á öllu landinu árið 1944 hefur verið 1 803 manns eða 1.4 °/o. Er það minni fjölgun heldur en árið á undan, er hún var 1971 manns eða 1.6 °/o. Arið 1942 var hún hinsvegar ekki nema 1.3 °/o og 1.0 o/o árið 1941. Samkvæmt skýrslunni hér að framan hefur fólki í kaupstöðunum fjölgað árið 1944 um 1 882 manns eða um 2.9 °/o. En í sýslunum hefur fólkinu fækkað um 75 manns eða um 0.1 °/o. I Reykjavík hefur fólki fjölgað um 1 466 manns eða 3.4 °/o. í öllum hinum kaupstöðunum, nema Seyðisfirði, hefur líka fólki fjölgað töluvert. Mannfjöldinn í kauptúnum og þorpum með fleirum en 300 íbúum hefur verið sem hér segir: 1943 1944 1943 1944 Keflavík 1 512 1 616 Sauðárkrókur 953 911 Borgarnes 655 664 Ólafsfjörður 767 779 412 380 472 510 Ólafsvík 478 466 Hrísey 336 383 Stvkkishólmur 665 678 Glerárþorp 429 446 Patreksfjörður 817 800 Húsavík 1 048 1 096 Bíldudalur 347 363 Raufarhöfn (289) 334 Þíngeyri í Dýrafirði . 351 348 Þórshöfn 333 344 Flateyri í Onundarfirði 432 421 Eskifjörður 708 714 Suðureyri í Súgandaf. 334 346 Búðareyri í Reyðarf. 378 397 Bolungarvík 603 601 Búðir í Fáskrúðsfirði 577 581 Hnífsdalur 327 331 Stokkseyri 491 478 Hólmavík 341 341 Eyrarbakki 567 567 Blönduós 378 390 Selfoss (289) 344 Skagaströnd (274) 321 Samtals 14711 15 950 (15 563) Auk kaupstaðanna hafa 29 kauptún og þorp haft meira en 300 íbúa, og er það 3 fleira en árið áður. I þessum 29 kauptúnum hefur fólkinu fjölgað alls um 387 manns eða 2.5 °/o. í 19 af þcrpum þessum hefur fólki fjölgað, en í 8 hefur orðið nokkur fækkun og í 2 engin breyting. Þegar íbúatalan í kauptúnum með meira en 300 manns er dregin frá mannfjöldanum í sýslunum, þá kemur fram íbúatala sveitanna, að með- töldum þorpum innan við 300 manns. Þessi íbúatala var 44 570 í árslok 1943, (ef Skagaströnd, Raufarhöfn og Selfoss eru talin með kauptúnun- um), en 44 108 í árslok 1944. Árið 1944 hefur þá orðið fækkun í sveit- unum um 462 manns eða um 1.0 °/o.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.