Hagtíðindi

Ukioqatigiit

Hagtíðindi - 01.05.1955, Qupperneq 2

Hagtíðindi - 01.05.1955, Qupperneq 2
46 HAGTÍÐINDI 1955 eða 5 stigum eftir launahæð, þó þannig, að uppbótin er 23% á þann hluta launa, sem er fram yfir kr. 11,11 á klst., eða kr. 2200,00 á mánuði. — Samningar standa nú yfir um kaup og kjör verzlunarmanna í Reykjavík, en ákvæðin, sem gilt liafa um greiðslu verðlagsuppbótar, gilda óbreytt fyrir þá, meðan nýir samningar liafa ekki verið gerðir. Nýir samningar um kaup og kjör. Snemma á árinu sögðu fjölmörg verkalýðsfélög upp kjarasamningum og boð- uðu vinnustöðvun, ef samningar tækjust ekki í tíma. Hófst vinnustöðvunin sam- tímis hjá fjölmörgum félögum í Reykjavík og Hafnarfirði hinn 18. marz, og síðan bættust fleiri í hópinn, þar á meðal félög á Akureyri. Verkföllin stóðu til 28. apríl, en þann dag undirrituðu deiluaðilar nýja samninga, og hófst vinna almennt að morgni hins 29. apríl. Aðalbreytingarnar, sem hinir nýju samningar fólu í sér, voru eftirfarandi: Ákveðið var, að verðlagsuppbðt á allt kaup skyldi framvegis greidd samkvæmt hinni sérstöku kaupgjaldsvísitölu, að viðbættum 10 stigum. Féllu þar með úr gildi fyrri ákvæði um greiðslu verðlagsuppbótar, samkvæmt kjarasamningum frá 19. des. 1952 (sjá febrúarblað Hagtíðinda 1953), en þau voru þessi í aðaldráttum: Á grunnkaup, sem eigi var hærra en kr. 9,24 á klst., kr. 423,00 á viku og kr. 1830,00 á mánuði, var greidd verðlagsuppbót samkvæmt kaupgjaldsvísitölu að viðbætt- um 10 stigum, en á grunnkaup, sem var hærra, var greidd verðlagsuppbót sam- kvæmt kaupgjaldsvísitölu að viðbættum 5 stigum allt að kr. 11,11 á klst., kr. 508,00 á viku og kr. 2200,00 á mánuði. Á hærri grunnlaun var uppbótin aðeins 23% á þann hlutann, sem var umfram þessi mörk. Bilið milli framfærsluvísitölu og kaup- gjaldsvísitölu, samkvæmt útreikningi hinnar síðarnefndu haustið 1954, er 10,44 stig, en þar sem vísitölurnar eru taldar í heilum stigum, er bilið ýmist 10 eða 11 stig, eftir því sem á stendur. Þegar það er 10 stig, þá er vísitalan, sem verðlagsupp- bót er greidd eftir (þ. e. kaupgjaldsvísitala + 10 stig), hin sama og framfærslu- vísitalan, en 1 stigs munur er hér á, ef bilið er 11 stig. Kaupgjaldsvísitala reiknuð eftir framfærsluvísitölunni 1. maí 1955, gildandi fyrir mánuðina júní—ágúst, er 11 stigum lægri en liin síðar nefnda, og er því hér eins stigs munur á, miðað við fram færsluvísitöluna 1. maí. Reglur þær, sem áður giltu um kaupgjaldsvísitöluna og ákvörðun verðlags- uppbótar fyrir 3 mánuði í senn (frá 1. marz, 1. júní, 1. ágúst og 1. nóvember) eftir kaupgjaldsvísitölu, miðaðri við framfærsluvísitölu næsta mánaðar á undan hverju 3 mánaða tímabili, eru óbreyttar í nýju samningunum. Með samningunum var ákveðin 10% hœkkun á almennu grunnkaupi verka- manna, er var áður kr. 9,24 á klst. Á það var áður grcidd verðlagsuppbót samkv. kaupgjaldsvísitölu, að viðbættum 10 stigum, og er hér því um að ræða 10% hækkun á tímakaupi ásamt verðlagsuppbót frá því, sem áður var. Að því er snertir sér- taxta verkamanna og alla vinnu faglærðra manna, var ákveðið, að kaup ásamt verðlagsuppbót skyldi hækka um 10%. Samkvæmt þessu varð minna en 10% hækkun á því grunnkaupi, sem var áður hærra en lágmarkskaup Dagsbrúnar, og í einstaka tilfellum er um að ræða lækkun grunnkaups hjá starfsstéttum, sem liöfðu áður 23% verðlagsuppbót á tiltölulega stóran hluta grunnkaupsins. Enn fremur voru í nýju samningunum ákvæði um það, að verkamenn skyldu að auki fá sem svarar 1% af öllu útborguðu kaupi sem greiðslu vegna veikinda-

x

Hagtíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.