Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1955, Síða 11

Hagtíðindi - 01.05.1955, Síða 11
1955 HAGTÍÐINDI 55 marki vegna hárrar húsaleigu fjölskyldufólks og helmingur björgunarlauna, er skipshafnir hljóta. Allt þetta verkar til lækkunar á nettótekjum 1953 og álögðum sköttum 1954 samkvæmt eftirfarandi, og verður, eins og áður segir, að hafa þetta í huga við samanburð við fyrri ár. Tekjuskatturinn var árið 1954 60,6 millj. kr., auk 2,8 millj. kr. tekjuskatts- viðauka, sem lagður var á félög. Þar við bættist svo stríðsgróðaskatturinn, 6,2 millj. kr., en helmingurinn af honum rennur til sveitarfélaga. Alls urðu því tekju- skattarnir það ár 69,6 millj. kr., en árið áður (1953) voru þeir 60,2 millj. kr. Upp- hæð tekjuskatta hefur því, þrátt fyrir nefndar breytingar til lækkunar, hækkað 1954 um tæpl. 12% frá 1953 — 13% hjá félögum en 11% hjá einstaklingum. Eignarskatturinn hefur lækkað um tæpl. 8% á þessu ári. Hjá einstaklingum hefur orðið 12% lækkun, eins og vænta má vegna skattfrelsis sparifjár, er leitt var í lög fyrir árið 1953 og framvegis. Hjá félögum hefur orðið rúmlega 12% hækk- un á uppliæð eignarskatts. Tala skattgjaldenda. Einstökum gjaldendum hefur fækkað talsvert á árinu. Árið 1953 voru einstakir tekjuskattsgjaldendur 61 879 eða rúmlega 41,5% af öll- um landsmönnum (þá um undanfarin áramót), en 1954 voru þeir 55 999 eða rúm- lega 36,7%. Stafar þetta aðallega af hækkun persónufrádráttar. Eignarskattgreið- endum hefur líka fækkað, vegna þess að sparifé var gert skattfrjálst. Árið 1953 voru þeir 19,2% af landsmönnum, en 1954 voru þeir tæplega 16,4% af íbúatölunni. Frá 1953 til 1954 varð nokkur fjölgun bæði á félögum, sem greiða tekjuskatt, og á félögum, sem greiða eignarskatt. Tekjur. Þegar miðað er við tekjuöflunarárið, en ekki skattlagningarárið, hafa tekjur einstaklinga, er skattur var á lagður, numið alls 1 586,8 millj. árið 1952. Árið 1953 voru þær 1 832,0 millj. kr., og nemur hækkunin frá árinu áður 15,5%. Meðaltekjur einstaklinga, sem skatturvar lagður á, voru 25 650 kr. árið 1952, en 32 700 kr. 1953. Þessi mikla hækkun, 27,5%, stafar aðallega af því, að margir tekjulágir gjaldendur hafa horfið niður fyrir skattskyldulágmarkið, vegna ákvæð- anna um hækkun persónufrádráttar o. fl. Tekjur félaga, sem skattur var lagður á, hækkuðu úr 50,3 millj. kr. 1952 í 69,2 millj. kr. 1953 eða um tæp 38%. Meðal- tekjur þeirra hækkuðu úr 46 650 kr. 1952 í tæpl. 57 000 kr. árið 1953. — Sums staðar hafa í skattskránum ekki verið taldar nettótekjur félaga, lieldur aðeins skattskyldar tekjur þeirra, eftir að búið er að draga frá 5% arð af hlutafénu og skattfrjálst varasjóðstillag. Þar sem svo hefur staðið á, hefur til samræmis verið bætt við áætlaðri upphæð þessa frádráttar, með hliðsjón af frádrætti þeirra félaga, sem skýrslur eru um. Nettótekjur einstakra skattgreiðenda, sem hér eru taldar, eru fram komnar við það, að frá brúttótekjunum hefur verið dregið, eigi aðeins allur rekstrarkostnað- ur í venjulegum skilningi, heldur einnig auk þess nokkrir aðrir liðir, sem skattalögin leyfa að draga frá líka, svo sem iðgjöld af ýmsum persónutryggingum (trygging- arsjóðsgjald, sjúkrasamlagsgjald, lífeyrissjóðsgjald, líftryggingaiðgjald að vissu marki og stéttarfélagsgjald), eignarskattur og fæðiskostn. í vissum tilfellum. Enn fremur áður nefndir frádráttarliðir, er gilda frá og með tekjuárinu 1953: hlífðarfata- kostn. fiskimanna, kostnaður vegna heimilisstofnunar og heimilisaðstoðar, húsa- leiga að ákveðnu marki o. fl. Til þess að finna hinar eiginlegu nettótekjur, verður því að bæta þessum frádráttarliðum við nettótekjurnar eftir skilningi skattalaga. Samkvæmt lauslegri áætlun hefur frádráttur þessi numið alls 65,2 millj. kr. 1952 og 122,1 millj. kr. 1953. Með þessari viðbót eru þá fengnar heildartekjur skatt- greiðenda samkvæmt skattframtölum. Þar við bætast tekjur þeirra, sem eru fyrir

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.