Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1955, Síða 12

Hagtíðindi - 01.05.1955, Síða 12
56 HAGTÍÐINDI 1955 neðan skattskyldulágmarkið. Samkvæmt skýrslum, sem fyrir hendi eru um þær, og eftir áætlunum að svo miklu leyti sem beinar heimildir vantar, hafa þær numið 51,2 millj. kr. árið 1951, 63,5 millj. kr. árið 1952 og 128,3 millj. kr. árið 1953. Tvær fyrst nefndu tölurnar eru lægri en áður hefur verið gefið upp fyrir þessi ár, og er þar um að ræða nýja áætlun, sem talin er nær sanni. — Loks þarf, vegna þess að sparifé tekjuársins 1953 var gert skattfrjálst að mestu leyti, að áætla vaxtatekjur þess árs til samræmis við fram talda vexti áranna á undan. Gert skal ráð fyrir því — þótt það sé lítið annað en ágizkun — að nettóeign einstaklinga til skatts hefði verið 200 millj. kr. hærri í árslok 1953, ef spariféð hefði ekki verið gert skattfrjálst, og samkvæmt því bœtast vaxtatekjur að upphœð 10 millj. kr. við tekjurnar 1953. Þetta er ákveðið með hliðsjón af því, að samanburðargrundvöllurinn við fyrri ár raskist ekki. Tekjur af sparifé í innlánsstofnunum eru að sjálfsögðu miklu meiri en þetta. Heildarupp hæð spariinnlána í árslok 1953 nam 944 millj. kr., og þar af ættu a. m. k. 650 millj. kr. að vera eign einstaklinga. Vextir af þvi nema 30—35 millj. kr. — Heildartekjurnar verða samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, 1 578,1 millj. kr. árið 1951, 1 766,0 millj. kr. árið 1952, en 2 161,6 millj. kr. 1953. Síðan 1935 hafa tilsvarandi upphæðir verið (í millj. kr.): 1935 ... ... 106 1940 .... .. 213 1945 ... ... 862 1950 ... ... 1 320 1936 ... ... 108 1941 .... .. 349 1946 ... ... 1 025 1951 ... ... 1 578 1937 ... ... 118 1942 .... .. 544 1947 ... ... 1 216 1952 ... ... 1 766 1938 ... ... 120 1943 .... .. 710 1948 ... ... 1 199 1953 ... ... 2 162 1939 ... ... 129 1944 .... .. 794 1949 ... ... 1 184 Nokkru nánar mun mega ákveða þessar tekjuupphæðir með því að bæta við tekjum skattfrjálsra aðila, svo sem bankanna, en draga hins vegar frá óeiginlegar tekjur, sem ekki stafa frá eigin starfi, heldur yfirfærslu frá öðrum, en út í það skal ekki farið hér. Ljóst er, að þessar þjóðartekjuupphæðir munu vera of lágar, þar sem þær byggjast á skattframtölum, því að sú hefur hvarvetna verið raunin á, að allmikið af tekjum sleppur við skattálagningu. Það þykir því nú orðið öruggara að ákveða þjóðartekjurnar á annan hátt, með þvi að gera heildaráætlun um alla framleiðsluna á landinu, bæði vörur og þjónustu. En breytingarnar frá ári til árs koma allvel fram í yfirlitinu hér að framan. Eignir einstaklinga, sem greiða eignarskatt, töldust 1 202,1 millj. kr. í árs- byrjun 1953, en 1 041,3 millj. kr. í ársbyrjun 1954. Þær hafa því lækkað talsvert frá því, sem var árið áður, en það mun allt stafa af því, að sparifé var undanþegið skattlagningu. Félögum, sem greiða eingarskatt, liefur fjölgað, eins og áður segir, en eignir þeirra hafa aukizt um rúmlega 11%, eða úr 125,3 millj. kr. í ársbyrjun 1953 upp í 139,7 millj. kr. í ársbyrjun 1954. Meðaleign á hvert félag, sem greiðir skatt, hefur hækkað úr 160 þús. kr. í ársbyrjun 1953 upp í tæplega 168 þús. kr. í ársbyrjun 1954. Það skal tekið fram, að lieildareign einstakhnga og félaga samkvæmt eign- arframtölum gjaldenda eignarskatts er ekki nema brot af þjóðareigninni, vegna þess að hið úrelta fasteignamat frá 1940 er enn í gildi. Þar við bætist, að eignir allra þeirra, sem ekki greiða eignarskatt, eru ekki meðtaldar í þeim tölum, sem hér eru birtar, og sama máli gegnir um skattfrjálst sparifé, fatnað, bækur o. fl. Loks eru svo opinberar eignir (ríkis, sveitarfélaga og stofnana). Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig skattgjaldendur, bæði einstaklingar og fé- lög, tekjur þeirra, eignir og skattar skiptust á Reykjavík, aðra kaupstaði og sýslur þau tvö ár, sem hér um ræðir.

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.