Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.06.1955, Blaðsíða 2

Hagtíðindi - 01.06.1955, Blaðsíða 2
62 HAGTlÐINDI 1955 Breytingar á launakjörum ríkisstarfsmanna. Vegna kauphækkana þeirra, sem orðið hafa á þessu vori, hefur Alþingi sam- þykkt lög um launabætur tii ríkisstarfsmanna (lög nr. 46/1955). Er hér um að ræða ráðstafanir til bráðabirgða, enda er nú verið að undirbúa ný launalög, í stað núgildandi launalaga, nr. 60/1945. Samkvæmt lögum þessum skal, frá 1. júlí 1955, greiða verðlagsuppbót eftir kaupgjaldsvísitölu, að viðbættum 10 stigum, á grunnlaun, sem eigi eru hærri en 34560 kr. á ári eða 2880 kr. á mánuði, að meðtalinni grunnlaunauppbót. Á þann hluta grunnlauna, sem er umfram þessar upphæðir, greiðist 23%. Ef hækkun heildarlauna samkv. þessum nýju ákvæðum nær ekki 5% frá því, sem þau væru eftir ákvæðum þeim, er gilda fram að 1. júlí 1955, skal lilutaðeigandi starfsmanni greidd launauppbót til bráðabirgða, þannig að hækkun heildarlauna hans verði 5%. Samkvæmt ákvæðum þeim, er hafa verið í gildi síðan 20. des. 1952, er verðlags- uppbót greidd með 5 stiga álagi á kaupgjaldsvísitölu, þegar grunnlaun eru hærri en 1830 kr. á mánuði, en með 10 stiga álagi, þegar grunnlaun eru 1830 kr. eða lægri. Á þann hluta grunnlauna, sem er umfram 2200 kr. á mánuði, er uppbótin þó aðeins 23%. Frá 1. júlí 1955 breytist þetta þannig, að verðlagsuppbót er greidd með 10 stiga álagi á laun allt upp í 2880 kr. á mánuði, en það samsvarar liámarkslaunum í VII. launaflokki. Á þann liluta launa, sem er umfram þetta mark, er verðlags- uppbótin 23%. Launahækkun sú er lilutfallslega mest við þetta mark, en fer minnkandi, eftir því sem grunnlaun lækka eða liækka. Ákvæðið um, að greidd skuli sérstök uppbót, þegar breytingin á greiðslu verðlagsuppbótar veldur minni kauphækkun en 5%, tekur til grunnlauna, sem eru lægri en 2400 kr. á mánuði. Hækkun heildarlauna í einstökum launaflokkum verður sem hér segir, miðað við vísitölu 161, sem verðlagsuppbót er greidd eftir mánuðina júní—ágúst 1955 (þ. e. kaupgjaldsvísitala 151 + 10 stig): I. flokkur 6,15 % VII. 99 eftir 3 ár .... ... 7,41 ii. * 6,26 „ 99 eftir 2 ár .... ... 6,04 m. „ 6,86 „ VIII. 99 hámark ... 7,41 IV. „ 7,16 „ 99 „ eftir 3 ár . . .. ... 6,40 V. „ 7,65 „ IX. ... 6,04 VI. „ 8,20 „ 99 99 eftir 5 ár .... ... 5,06 VII. „ hámark 8,65 „ Fyrir laun samkv. VII. launafl. eftir 1 ár, samkv. VIII. launafl. eftir 2 ár og samkv. IX. launafl. eftir 4 ár, svo og fyrir öll lægri laun, er hækkunin 5%. Húsaleiguvísitala fyrir júlí—september 1955. Húsaleiguvísitalan, miðað við hækkun viðhaldskostnaðar húsa í Reykjavík 1. júní 1955, í samanburði við 1. ársfjórðung 1939, reyndist 225 stig, og gildir sú vísitala fyrir mánuðina júlí, ágúst og septemhcr 1955. Húsaleiguvísitalan 1. marz 1955, gildandi fyrir mánuðina apríl—júní 1955, var 214 stig. Hækkunin, úr 214 í 225 stig, stafar af áorðnum kauphækkunum. Viðhaldskostnaður húsa 1. júní 1955, í samanburði við 1. ársfjórðung 1939, reyndist 934, en var 861 1. marz s. 1.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.