Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.09.1955, Blaðsíða 7

Hagtíðindi - 01.09.1955, Blaðsíða 7
1955 H A G,T I Ð I N D 1 103 enda auk c.i.f. verðsins og áætlun gerð um flutningsgjald og vátryggingu. Vísast hér til greinargerðar um tilhögun verzlunarskýrslnanna 1951 í inngangi þeirra. Afleiðingin af því, að innflutningurinn er tahnn á f.o.b. verði í stað c.i.f. verðs, er sú, að til tekna á flutningsliðunum eru eingöngu talin farmgjöld íslenzkra skipa af útfluttum vörum og flutningi milli erlendra hafna, og til gjalda farmgjöld af vörum, fluttum til landsins á erlendum skipum. Útflutningurinn er talinn á söluverði afurða, fluttra í skip (f.o.b.) á þeirri höfn, er þær fara fyrst frá. Til þess að fá sambærilegt verð á ísfisk, sem fluttur er af fiski- miðunum með íslenzkum skipum til sölu í erlendum höfnum, er dreginn frá söluverði hans innflutningstollur og áætlaður sölukostnaður erlendis, og auk þess áætluð upp- hæð á tonn fyrir flutningskostnaði, 350 kr. fyrir ísfisk seldan í Þýzkalandi. Þessi flutningskostnaður telst svo til tekna í liðnum farmgjöld íslenzkra skipa í milli- landaflutningum (15). Sama gildir um saltfisk, sem fluttur er með íslenzkum tog- urum af miðunum til sölu erlendis. Frá söluverði hans er dreginn sölukostnaður og flutningskostnaður, áætlaður eftir flutningsgjöldum skipafélaganna. Aðalþættirnir í liðnum ferða- og dvalarkostnaður (3) eru námskostnaður 10,7 millj. kr. og almennur ferða- og dvalarkostnaður 10,2 millj. kr. Síðari upphæðin er gjaldeyrissala gegn leyfum gjaldeyrisyfirvalda, og fer því auðvitað fjarri, að þar séu öll kurl komin til grafar. Við áætlun á tekjum af erlendum ferðamönnum (14) hefur nær eingöngu verið stuðzt við það, sem skilað hefur verið til bankanna af ferða- mannag j al deyri. Farmgjaldatekjur íslenzkra skipa í millilandaflutningum (15) hafa verið taldar þessar: 1953 1954 millj. kr. millj. kr. Af útflutningi ísfisks..................................................... 0,2 3,4 „ útflutningi saltfísks ................................................... 0,4 0,3 ,, öðrum útflutningi ...................................................... 38,1 46,8 ,, öðrum flutningi (aðallega vegna Keflavíkurflugvallar) ................... 7,9 0,7 Samtals 46,6 51,2 Helztu vaxtatekjur í erlendum gjaldeyri (24) eru vextir af erlendum verð- bréfum í eign Landsbankans, og vaxtagjöld (9) vextir af erlendum lánum og lausa- skuldum bankanna. Fyrir utan kostnað við rekstur sendiráða og ræðismannsskrifstofa erlendis (10) er innifalinn í liðnum kostnaður við opinberan erindrekstur erlendis svo og fram- lög til alþjóðastofnana. Tekjur vegna varnarliðs (26) eru gjaldeyristekjur af olíusölu til bandaríska varnarliðsins, tekjur vegna byggingarstarfsemi fyrir liðið og vegna annarra út- gjalda þess hér á landi. Innflutningur olíu og byggingarefnis, sem selt er varnar- liðinu, er færður í gjaldalið 2. Ýmisleg útgjöld og tekjur (12 og 28) eru aðallega umboðslaun, afgreiðslu- þóknun, greiðslur fyrir tækniþjónustu o. þ. h. B. Gjafarfé. Liðurinn gjafarfé í dollurum (1) er framlag frá þeirri stofnun Bandaríkja- stjórnar, er lætur öðrum ríkjum fjárhagsaðstoð í té. Gjafarfé móttekið 1954 nam 766 þús. dollurum (12,5 rnillj. kr.).

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.