Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1955, Blaðsíða 4

Hagtíðindi - 01.10.1955, Blaðsíða 4
112 HACTlÐINDI 1955 Hjónavígslur, fæðingar og manndauði árið 1954. Hjónavígslur. Árið 1954 var tala hjónavígslna á öllu landinu 1 429. Miðað við meðalmann- fjölda ársins (þ. e. meðaltal af mannfjöldanum í ársbyrjun og árslok), sem er 154 270, hafa þá komið 9,3 hjónavígslur á hvert þúsund landsmanna, og er það hæsta hlut- fall, sem dæmi eru til um hér á landi. Áður liefur hlutfall lijónavígslna orðið hæst árið 1942, 8,7°/00. Hið liáa hlutfall hjónavígslna 1954 stafar sennilega að nokkru leyti af því, að allmargt fólk í óvígðri samhúð hefur gengið í hjónaband, vegna nýrra ákvæða um persónufrádrátt samkv. lögum nr. 41/1954, um breytingu á lög- um um tekjuskatt og eignarskatt. Auk þess hefur almenn velmegun fólks átt sinn þátt í hinni háu hjónavígslutölu. Eftirfarandi yfirlit sýnir hlutfallstölu hjóna- vígslna á hverju 5 ára skeiði síðan 1926 og hvert síðustu ára: Hjónavígslur Hjónavígslur 1926—30 meðaltal ... • 691 6,6 °/00 1950 1217 8,5 °/00 1931—35 . 721 6,4 „ 1951 1 139 7,8 „ 1936—40 . 694 5,9 „ 1952 1 151 7,8 „ 1941—45 . 1 022 8,2 „ 1953 1 225 8,1 „ 1946—50 . 1 123 8,2 „ 1954 1 429 9,3 „ Hve mörgum hjónaböndum hefur verið slitið við lögskilnað á sama tímabili á eftirfarandi yfirliti: Hj ónaskilnaðir Hjónaskilnaðir 1926—30 meðaltal ... ... 29 0,3 °/00 1950 102 0,7 °/00 1931—35 ... 39 0,3 „ 1951 96 0,7 „ 1936—40 ... 45 0,4 „ 1052 109 0,7 „ 1941—45 ... 62 0,5 „ 1953 122 0,8 „ 1946—50 ... 97 0,7 „ 1954 114 0,7 „ Fæðingar. Árið 1954 var tala lifandi fæddra harna 4 286 eða 27,8 á hvert þúsund lands- manna. Er það álíka liátt og ldutfallið 1951 og 1952, en lítið eitt lægra en hlut- fallið 1953 og 1950, er það hefur orðið hæst síðan um aldamót. Eftirfarandi yfir- lit sýnir hreytingar fæðingarhlutfallsins síðan 1926: Fœddir lifandi Fæddir lifandi 1926—30 raeðaltal .. 2 662 25,6 °IM 1950 4 093 28,7 °/00 1931—35 „ .. 2 636 23,5 „ 1951 3 999 27,5 „ 1936—40 „ .. 2 434 20,5 „ 1952 4 075 27,6 „ 1941—45 „ .. 3 092 24,7 „ 1953 4 322 28,7 „ 1946—50 „ .. 3 788 27,6 „ 1954 4 286 27,8 „ Andvana fædd börn voru 68 árið 1954, en 69 árið áður. Alls hafa þá fæðzt 4 354 börn lifandi og andvana árið 1954, en 4 391 árið 1953. Eftirfarandi yfirlit sýnir tölu andvana fæddra barna síðan 1926 og hundraðstölu þeirra miðað við tölu allra fæddra barna á sama tíma: Andvana fæddir Andvana fæddir 1926—30 meðaltal .... ,70 2,6 1931—35 ... 56 2,1 1936—40 ,.. 52 2,1 1941—45 ,.. 72 2,3 1946—50 ... 68 1,8 1950 .............. 66 1,6 °/t 1951 .............. 62 1,5 „ 1952 .............. 78 2,0 „ 1953 .............. 69 1,6 „ 1954 .............. 68 1,6 „

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.