Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1958, Blaðsíða 14

Hagtíðindi - 01.01.1958, Blaðsíða 14
10 HAGTlÐINDI 1958 99 lcstir, er við bættust á árinu. Skip 12—99 lestir voru 17 talsins, samtals 898 lestir, allt íiskiskip, nema björgunarbáturinn Gísli J. Jolinsen (18 lestir br.). Skip undir 12 lestum voru 7 og rúmlestatalan 42. Eitt skip var stækkað á árinu og nam stækkunin 5 brúttólestum og 2 nettólestum. Varðskipið Albert var mælt upp á árinu og er það nú talið 201 lest brúttó, áður 221 lest. Þess skal getið, að 2 skip, sem 1956 voru talin með „fiskiskipum undir 30 lestum“, eru nú talin með „öðrum skipum“. Samanlögð stærð þeirra er 29 lestir brúttó. Niðurgreiðsla ríkissjóðs á verði neyzluvara 1950—1957. Ríkissjóður befir um alllangt árabil greitt niður verð á nokkrum neyzluvörum. Verð á kindakjöti, nýmjólk, smjöri og kartöflum hefir verið greitt niður síðan 1943. Niðurgreiðsla kindakjöts féll þó niður á tímabilinu 1/10 1945 til 1. marz 1947, en í þess stað var neytendum greiddur svonefndur kjötstyrkur, og bélzt hann þar til í marz 1950. Bein niðurgreiðsla á heildsöluverði kjöts var tekin upp aftur 1. marz 1947 og hefir haldizt síðan. Verð á smjörlíki og saltfiski liefir verið greitt niður frá miðju ári 1947, verð á rjóma, skyri, mjólkurosti og mysuosti frá hausti 1956, og verð á nýjum þorski og ýsu, sem fer til neyzlu innanlands, frá ársbyrjun 1957 (ákveðið í apríl 1957). Það er heildsöluverð varanna, sem hefir verið greitt niður, þó útsöluverð á nýmjólk og rjóma. Eftirfarandi yfirlit sýnir lækkun vísitölu framfærslukostnaðar, reiknað í stigum, vegna niðurgreiðslu ríkissjóðs á neyzluvörum 1950—57. Er þar miðað við 1. októbcr ár hvert, en þá hafa ávallt verið komnar til framkvæmda auknar niðurgreiðslur í sambandi við haustverðlagningu landbúnaðarvara, ef um þær hefir verið að ræða. 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957 Kindakjöt nýtt 1,07 0,53 0,53 0,53 0,53 0,53 i,n 2,49 Saltkjöt 0,52 0,26 0,26 0,26 0,26 0,26 0,54 1,21 Hangikjöt 0,12 0,06 0,06 0,06 0,06 0,06 0,12 0,26 Nýmjólk 2,00 2,00 2,00 4,56 4,66 4,66 5,99 7,23 Rjómi , . . . - - - - - 0,13 0,23 Smjör 0,52 0,51 1,46 1,47 1,47 1,46 1,88 2,17 Skyr ... - - - - - 0,07 0,11 Mjólkurostur - - - 0,07 0,13 Mysuostur , . . . - - - - 0,02 0,04 Kartöflur 0,68 0,47 0,57 1,96 1,86 3,52 4,15 4,55 Smjörlíki 2,00 1,71 1,43 1,43 1,43 1,43 1,43 1,43 Saltfiskur 0,43 0,43 0,43 0,43 0,43 0,43 0,43 0,67 Nýr þorskur og ýsa , . . . - - “ - 0,35 7,34 5,97 6,74 10,70 10,70 12,35 15,94 20,87 Við þennan útreikning hefir yfirleitt verið gert ráð fyrir því, að smásölu- álagning í hundraðshlutum mundi vera hin sama, ef ekki væri um að ræða niður- greiðslu. Talsverðar breytingar hafa orðið á niðurgreiðslu á einingu hverrar vöru síðan 1950 og skal nú gerð grein fyrir þeim í stórum dráttum. Heildsöluverð kindakjöts (af dilkum og geldfé) var frá hausti 1950 og fram í september 1956 greitt niður um 84 au. á kg og var smásöluverðið kr. 1,00 lægra en ella af þeim sökum. Með haustverðlagningunni 1956 var niðurgreiðslan hækkuð

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.