Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.03.1958, Blaðsíða 12

Hagtíðindi - 01.03.1958, Blaðsíða 12
40 QAGTÍÐINDI 1958 jan. og febr. 1950 eru fundnar með því að setja vísitölur þeirra mánaða með gamla laginu í lilutfalli við vísitölu 382 hinn 1. marz 1950. í desemberblaði Hagtíðinda 1951 er útreikningur ásamt greinargerð um fram- færsluvísitöluna 1950 og 1951, með janúar—marz 1939 = 100, og vísast til þess. í marzblaðinu 1950 er gerð grein fyrir breytingu þeirri á vísitöluútreikningnum, sem gengisskráningarlögin kváðu á um, og í desemberblaðinu 1950 er yfirlit um vísitölu framfærslukostnaðar 1939—1950. Greiðsla verðlagsuppbótar á laun. Samkvæmt gengislækkunarlögum nr. 10 4. apríl 1939 skyldi greiða verðlags- uppbót á laun eftir ákveðnum reglum, en til þess kom ekki á árinu 1939, þar sem ekki varð um að ræða þá 5% hækkun verðlags, miðað við janúar—marz 1939, er þurfti að eiga sér stað til þess að verðlagsuppbót yrði greidd. Frá ársbyrjun 1940 var greidd verðlagsuppbót eftir ákvæðum laga nr. 2/1940, þar sem ákveðnar voru rýmri bætur samkvæmt vísitölu fyrir verðhækkanir, lieldur en átti að greiða eftir upphaflegum ákvæðum gengislækkunarlaganna. Með samningum vinnuveitenda og stéttarfélaga um og eftir áramót 1940—41 var ákveðið, að frá ársbyrjun 1941 skyldi greidd full verðlagsuppbót mánaðarlega samkvæmt vísitölu framfærslukostn- aðar. Lög nr. 8/1941 kváðu svo á, að ríkisstarfsmenn skyldu frá ársbyrjun 1941 fá greidda fulla verðlagsuppbót samkvæmt frainfærsluvísitölu, en þó aðeins á allt að 650 kr. grunnlaun á mánuði. Á mánaðarlaun þar fram yfir skyldi engin verðlags- uppbót greidd. Það skal tckið fram, að aðrir opinberir starfsmenn munu þá þegar hafa fengið greidda verðlagsuppbót eftir sömu reglum og giltu fyrir ríkisstarfsmenn, og svo mun hafa verið ávallt síðan. — Ríkisstarfsmenn fengu launabætur á árinu 1942, en ákvæðið um takmörkun verðlagsuppbótar við 650 kr. mánaðarlaun hélzt í gildi þar til launalög nr. 60/1945 komu til framkvæmda 1. apríl 1945. Samkvæmt þeim skyldi greiða fulla verðlagsuppbót á öll laun ríkisstafrsmanna mánaðarlega eftir vísitölu framfærslukostnaðar. Þar með var svo komið, að greidd var full verð- lagsuppbót samkvæmt framfærsluvísitölu á öll laun, og stóð svo til ársloka 1947. Með lögum nr. 128/1947, um dýrtíðarráðstafanir, var greiðsla verðlagsuppbótar frá ársbyrjun 1948 takmörkuð við 300 vísitölustig, og lækkaði verðlagsuppbótin sam- kvæmt því úr 228% í desember 1947 í 200% í janúar 1948. Þessi regla var í gildi, þar til ákvæði gengisskráningarlaga, nr. 22/1950, komu í hennar stað. Verðlags- uppbót samkvæmt gengisskráningarlögunum var fyrst greidd fyrir maímánuð 1950. Eftirfarandi yfirlit sýnir vísitölur þœr (rnarz 1950 = 100), sem kaup hefur verið greitt eftir síðan 1950. Þess er að gæta, að á tímabilinu júní 1951—apríl 1955 (júní 1951—desemberloka 1955 hjá opinberum starfsmönnum) var um að ræða mis- munandi háa verðlagsuppbót cftir launahæð, og að í yfirlitinu er miðað við hœstu kaupgreiðsluvísitölu, sem í gildi var í mánuði hverjum á þessu tímabili, þ. e. þá vísi- tölu, sem gilti við ákvörðun verðlagsuppbótar á almennt Dagsbrúnarkaup og kaup þar undir. — Rétt er að geta þess, að vísitölur þær, er hér fara á eftir, má umreikna til grunns jan.—marz 1939 með því að þrefalda þær. Mónuöir 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957 1958 I .................... (100) 123 144 158 158 159 171 178 183 II ................... (100) 123 144 158 158 159 171 178 183 III .................... 100 123 148 157 158 161 173 178 183 IV .................... 100 123 148 157 158 161 173 178 183 V ..................... 105 123 148 157 158 161 173 178 183 VI .................... 105 132 150 157 158 161 178 182 VII ................... 112 132 150 157 158 161 178 182

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.