Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.03.1958, Blaðsíða 13

Hagtíðindi - 01.03.1958, Blaðsíða 13
1958 HAGTlÐINDI 4J Mánuðir 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957 1958 VIII ........... 115 132 150 157 158 161 178 182 IX ........... 115 75 139 150 157 158 164 178 183 X ............. 115,75 139 150 157 158 164 178 183 XI ............. 115,75 139 150 157 158 164 178 183 XII ............ 115,75 144 154,935 158 159 171 178 183 Meðaltal 108,333 131,000 148,911 157,250 158,083 162,250 175,583 180,667 „Kaupgjaldsvísitalali reiknuð út, fyrst eftir ákvæðum gengisskráningarlaganna og síðan óbreytt eftir ákvæðum kjarasamninga og lögum frá Alþingi, var til nóvem- berloka 1952 bin sama og ofan greindar kaupgreiðsluvísitölur sama tímabils. Á tímabilinu 1.—19. des. 1952 voru kaupgjaldsvísitalan og kaupgreiðsluvísitalan líka hinar sömu, 153 stig, en frá 20. des. til 31. des. var kaupgjaldsvísitalan 148 og sam- svarandi kaupgreiðsluvísitala 158. Talan 154,935 í yfirlitinu hér fyrir ofan er vegið meðaltal binna 2ja kaupgreiðsluvísitalna, er giltu í desember 1952, 153 og 158. Frá ársbyrjun 1953 og til ágústloka 1956 var ávallt 10 stiga munur á kaupgreiðslu- vísitölunni samkvæmt ofan greindu yfirbti og kaupgjaldsvísitölunni. Verður þetta allt skýrt nánar í því, sem á eftir kemur. Á árinu 1950 og mánuðina janúar—maí 1951 var greidd verðlagsuppbót á öll laun eftir ofan greindum vísitölum, er voru ákveðnar samkvæmt ákvæðum 6. gr. gengisskráningarlaganna. Að öðru leyti er liér vísað til greinar í septemberblaði Hagtíðinda 1951. Vísitalan, sem verðlagsuppbót var greidd eftir í jan.—maí 1951, 123 stig, var fundin á þann bátt, að frá framfærsluvísitölu desembermánaðar, 127,14 stig, voru dregin 4,44 stig, er var reiknuð hækkun framfærsluvísitölunnar vegna hækkunar á verði landbúnaðarvara frá liausti 1949 til hausts 1950, þeirrar, er stafaði af vísitöluliækkun á kaupi bóndans og verkafólks hans í verðlagsgrund- velli landbúnaðarvara. Ákvæði gengisskráningarlaganna um útreikning slíkrar kaup- gjaldsvísitölu, er verðlagsuppbót væri greidd eftir, voru tekin upp í samninga vinnu- veitenda og stéttarfélaga í maí 1951, og sömuleiðis var í bráðabirgðalögum nr. 75/1951, um verðlagsuppbót ríkisstarfsmanna, gert ráð fyrir útreikningi slíkrar kaupgjaldsvísitölu. Ákvæðin um útreikning hennar héldust óbreytt, þar til bún var felld niður að svo stöddu í ágústlok 1956, en hins vegar var, frá 20. des. 1952, verðlagsuppbót ekki miðuð við hana sjálfa, heldur við stigatölu hennar að viðbættu álagi samkvæmt reglum, sem gerð verður grein fyiir hér á eftir. Áður nefnt bil milli framfœrsluvísitölunnar og kaupgjaldsvísitölunnar var reiknað út á hverju hausti fyrir eitt ár í senn, eftir að bin árlega verðlagning landbúnaðarvara liafði átt sér stað, og kom það fram í kaupgjaldsvísitölunni, sem gilti frá 1. desember næst á eftir og reiknuð var eftir framfærsluvísitölu 1. nóvember. Bil þetta hefur verið sem hér segir: Stig Frá 1. jan. 1951 ................................... 4,44 „ 1. des. 1952 ................................... 9,57 „ 1. des. 1953 .................................. 10,34 „ 1. des. 1954 .................................. 10,44 „ 1. des. 1955 .................................. 12,21 Nú skal gerð stutt grein fyrir reglum þeim, er giltu um greiðslu verðlagsupp- bótar á tímabilinu 1. júní 1951 til 31. ágúst 1956. Þær tóku ýmsum breytingum á tímabilinu, en hins vegar hélzt útreikningur kaupgjaldsvísitölunnar óbreyttur, eins og áður segir. Reglur þessar voru, að því er snertir almennt kaupgjald, ákveðnar með samningum vinnuveitenda og stéttarfélaga, en verðlagsuppbót ríkisstarfs-

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.