Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1958, Blaðsíða 9

Hagtíðindi - 01.05.1958, Blaðsíða 9
1958 HAGTÍÐINDI 53 Meðaltekjur einstaklinga, sem skattur var lagður á, voru 40 100 kr. árið 1955, en 45 300 kr. 1956. Tekjur félaga, sem skattur var lagður á, hækkuðu úr 96,7 millj. kr. 1955 í 114,8 millj. kr. 1956 eða um 18,7%. Meðaltekjur þeirra hækkuðu úr 71 000 kr. 1955 í rúmlega 77 000 kr. árið 1956. — Sums staðar hafa í skattskrán- um ekki verið taldar nettótekjur félaga, heldur aðeins skattskyldar tekjur þeirra, eftir að dreginn hefur verið frá 5% arður af hlutafénu ásamt skattfrjálsu vara- sjóðstillagi. Þar sem svo hefur staðið á, hefur til samræmis verið bætt við áætlaðri upphæð þessa frádráttar, með hliðsjón af frádrætti þeirra félaga, sem skýrslur eru um. Nettótekjur einstakra skattgreiðenda, sem hér eru taldar, eru fram komnar við það, að frá brúttótekjunum hefur verið dregið, eigi aðeins allur rekstrarkostn- aður í venjulegum skilningi, heldur einnig auk þess nokkrir aðrir liðir, sem skatta- lögin leyfa að draga frá líka, svo sem iðgjöld af ýmsum persónutryggingum (trygg- ingarsjóðsgjald, sjúkrasamlagsgjald, lífeyrissjóðsgjald, líftryggingaiðgjald að vissu marki og stéttarfélagsgjald), eignarskattur og fæðiskostnaður í vissum tilfellum. Enn fremur frádráttarliðir, er giltu frá og með tekjuárinu 1953: hlífðarfatakostn. fiskimanna, kostnaður vegna heimilisstofnunar og heimilisaðstoðar, húsaleiga að ákveðnu marki o. fl. Til þess að finna hinar eiginlegu nettótekjur, verður því að bæta þessum frádráttarliðum við nettótekjurnar eftir skilningi skattalaga. Sam- kvæmt lauslegri áætlun hefur frádráttur þessi numið alls 146,2 millj. kr. 1955 og 204,4 millj. kr. 1956. Með þessari viðbót eru þá fengnar heildartekjur skattgreið- enda samkvæmt skattframtölum. Þar við bætast tekjur þeirra, sem eru fyrir neðan skattskyldulágmarkið. Samkvæmt skýrslum, sem fyrir hendi eru um þær, og eftir áætlunum að svo miklu leyti sem beinar heimildir vantar, hafa þær numið 125,5 millj. kr. árið 1954, 131,3 millj. kr. árið 1955 og 131,6 millj. kr. árið 1956. Loks þarf, vegna þess að sparifé var gert skattfrjálst að mestu leyti frá og með árinu 1953, að áætla vaxtatekjur á árinu til samræmis við fram talda vexti áranna á undan. Spariinnlán munu hafa aukizt um rúml. 4,5% á árinu 1955, og samkvæmt því bætast vaxtatekjur að upphæð 13,6 millj. kr. við tekjurnar 1955 (sbr. maí-hefti Hagtíðinda 1955). Hér er þó aðeins um mjög lauslega áætlun að ræða. Heildar- tekjurnar verða samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, 2 455,8 millj. kr. 1954, 2 808,1 millj. kr. 1955, en 3 275,1 millj. kr. 1956. Síðan 1935 hafa tilsvarandi upp- hæðir verið (í millj. kr.): 1935 .... 106 1941 .... 349 1947 .... 1216 1952 .... 1766 1936 .... 108 1942 .... 544 1948 .... 1199 1953 .... 2162 1937 .... 118 1943 .... 710 1949 .... 1184 1954 .... 2 456 1938 .... 120 1944 .... 794 1950 .... 1320 1955 .... 2808 1939 .... 129 1945 .... 862 1951 .... 1578 1956 .... 3 275 1940 .... 213 1946 .... 1025 Nokkru nánar mun mega ákveða þessar tekjuupphæðir með því að bæta við tekjum skattfrjálsra aðila, svo sem bankanna, en draga hins vegar frá óeiginlegar tekjur, sem ekki stafa frá eigin starfi, heldur yfirfærslu frá öðrum, en út í það skal ekki farið hér. Ljóst er, að þessar þjóðartekjuupphæðir munu vera of lágar, þar sem þær byggjast á skattframtölum, því að sú hefur hvarvetna verið raimin á, að allmikið af tekjum sleppur við skattálagningu. Það þykir því nú orðið öruggara að ákveða þjóðartekjurnar á annan hátt, með því að gera heildaráætlun um alla framleiðsluna á landinu, bæði vörur og þjónustu. En breytingarnar frá ári til árs koma allvel fram í yfirlitinu hér að framan.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.