Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Hagtíðindi - 01.06.1958, Blaðsíða 10
66 HACTlBINDI 1958 Ný ákvæði um greiðslu verðlagsuppbótar og um hækkun launa. 1 lögum nr. 33 29. maí 1958, um útflutningssjóð o. fl., eru ný ákvæði um greiðslu verðlagsuppbótar á laun, er koma í stað ákvæða í 36. gr. laga nr. 86/1956, um útflutningssjóð o. fl. Samkvæmt þeim skal 9 stiga hækkun framfærsluvísitöl- iiuiiar frá vísitölu 191 eigi koma fram í kaupgreiðsluvísitölu og því eigi bætt laun- þegum með greiðslu verðlagsuppbótar. Tilgangur þessarar ráðstöfunar er að hindra að svo stöddu, að hækkun sú, er verður á framfærsluvísitölunni vegna ákvæða laganna um 55% yfirfærslugjald o. fl., leiði sjálfkrafa til kauphækkana, sem aftur orsaka nýja verðhækkun, o. s. frv. Nánar tiltekið eru ákvæði hinna nýju laga um þetta sem hér segir: Frá gildistöku þeirra og til ágústloka 1958 skal greiða verð- Iagsuppbót eftir kaupgreiðsluvísitölu 183, en hún var reiknuð eftir vísitölu fram- færslukostnaðar 191 hinn 1. febrúar 1958 og gilti frá 1. marz 1958. Ef ekki hefði verið gerð breyting á ákvæðum laga nr. 86/1956 um greiðslu verðlagsuppbótar, þá hefði kaupgreiðsluvísitalan, reiknuð eftir framfærsluvísitölu 192 hinn 1. maí 1958, orðið 184 frá og með 1. júní 1958. — Eftir ágústlok 1958 skal ákveða vísi- tölu þá, sem verðlagsuppbót er greidd eftir, sem hér segir, fyrir 3 mánuði í senn: Á tímabilinu 1. september til 30. nóvember 1958 skal greiða verðlagsuppbót eftir vísitölu 183, nema því aðeins, að vísitala framfærslukostnaðar verði hærri en 200 stig 1. ágúst 1958, — þá skal á þessu tímabili greiða verðlagsuppbót eftir vísitölu 183 að viðbættri þeirri stigatölu, sem framfærsluvísitalan 1. ágúst er hærri en 200 stig. Frá 1. desember 1958, 1. marz og 1. júní 1959, og framvegis, skal á sama hátt greiða verðlagsuppbót eftir vísitölu 183 að viðbættri þeirri stigatölu, sem vísitala framfærslukostnaðar 1. nóvember 1958, 1. febrúar og 1. maí 1959, og framvegis, kann að vera hærri en 200 stig, — Ef til dæmis vísitala framfærslukostnaðar verður 205 stig hinn 1. nóvember 1958, þá skal greiða verðlagsuppbót á laun eftir kaup- greiðsluvísitölu 188 (183+(205-^200)) á tímabilinu desember 1958—febrúar 1959. Þá eru í hinum nýju lögum ákvæði um almenna hœkkun launa um 5—7% írá og með 1. júní 1958, svo sem hér segir: Grunnlaun, sem að meðtaUnni greiðslu vegna veikindadaga til tímakaupsmanna og vikukaupsmanna eru kr. 10,27 á klukkustund, kr. 492,96 á viku eða kr. 2 015,00 á mánuði, eða lægri, skulu hækka um kr. 0,51 á klst., kr. 24,65 á viku eða kr. 100,75 á mánuði. Þó mega engin grunn- laun hækka um meira en 7% samkvæmt ákvæðum laganna. Grunnlaun hærri en þetta, en þó eigi yfir- kr. 4 390,00 á mánuði eða samsvarandi tíma- eða vikulaun, skulu hækka um 5%. Á grunnlaun hærri en kr. 4 390,00 á mánuði eða samsvarandi tíma- eða vikulaun kemur engin hækkun samkvæmt ákvæðum laganna. I þessum ákvæðum felst það, að grunnlaun, sem fyrir 1. júní 1958 voru, að meðtalinni greiðslu vegna veikindadaga, kr. 7,29 á klst., kr. 352,14 á viku, kr. 1 439,00 á mánuði, eða lægri, hækka um 7% frá þeim tíma. Grunnlaun, sem að meðtalinni greiðslu vegna veikindadaga voru kr. 7,30—10,27 á klst., kr. 352,15— 492,96 á viku eða kr. 1 440,00—2 015,00 á mánuði, hækka um kr. 0,51 á klst., kr. 24,65 á viku og kr. 100,75 á mánuði. Hærri grunnlaun, en þó eigi yfir kr. 4 390,00 á mánuði eða samsvarandi tíma- eða vikulaun, hækka um 5%. Launahækkun 5%, sem ákveðin er í lögum um útflutningssjóð, samsvarar 9,15 vísitölustigum miðað við kaupðgreiðsluvísitölu 183, og er því jöfn þeirri hækkun framfærsluvísitölunnar, er samkvæmt ákvæðum laganna skal eigi bætt launþegum. Voru þessi tvö ákvæði laganna sett hvort með hliðsjón af öðru. — Hámarkshækkun launa samkvæmt lögunum, 7%, samsvarar 12,81 vísitölustigi miðað við kaupgreiðsluvísitölu 183. Launahækkun sú, er hér um ræðir, tekur ekki til launa fyrir störf í nefndum,

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.