Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.06.1958, Blaðsíða 11

Hagtíðindi - 01.06.1958, Blaðsíða 11
1958 HAGTÍÐINrU g7 ráðum og stjórnum stofnana og fyrirtækja, og eigi heldur til launa fyrir önnur verk, sem geta ekki talizt aðalstarf. Sömuleiðis skal ekki verða hækkun á auka- greiðslum til viðbótar aðallaunum, og það þó að þær séu taldar greiðsla fyrir ákveðin störf. Hins vegar hækka yfirvinnugreiðslur hlutfallslega eftir ákvæðum laganna. Til samræmis við hina almennu hækkun launa, er svo ákveðið í lögunum, að lífeyrir úr lífeyrissjóðum á vegum ríkisins skuh' hækka um 5% frá 1. júní 1958, og sama gildir um greiðslur til einstaklinga á 18. gr. f járlaga; enn fremur um bóta- upphæðir þær, sem ákveðnar eru í II. kafla laga um almannatryggingar og í 37. og 38. gr. sömu laga. I hinum nýju lögum um útflutningssjóð er framleiðsluráði landbúnaðaríns heimilað að hœkka verð á mjólk til bœnda frá 1. júní 1958 svarandi til þess, að laun bónda og verkafólks hans í verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara fyrir framleiðslu- árið 1957—58 hækki um 5%. Þessi hækkun á mjólkurverði til bænda er ákveðin til samræmis við hina almennu hækkun launa samkvæmt ákvæðum laganna, sem áður er getið, og kom hún til framkvæmda 9. júní s. 1. Þá hækkaði útsöluverð mjólkur um 20 au. á lítra, en þar af eru 12 au. vegna hækkunar mjólkurverðs til bænda og 8 au. vegna hækkunar á dreifingarkostnaði. Um leið var ákveðin hhð- stæð verðhækkun á útsöluverði mjólkurafurða. Hinn 15. júní varð htils háttar hækkun á útsöluverði kjöts og kjötafurða, og stafaði hún eingöngu af hækkun dreifingarkostnaðar. — Að því er snertir verðlagningu landbúnaðarvara haustið 1958, er það tekið fram í lögunum, að laun bónda og verkafólks hans skuli, er verðlagn- ing fer fram, ákveðin 5% hærri en þau hefðu orðið, ef ekki hefði verið ákveðin 5% hækkun á launum. Þetta ákvæði felur ekki í sér neina takmörkun á valdsviði þeirra aðila, er ákveða verð á landbúnaðarvörum til framleiðenda samkvæmt II. kafla laga nr. 94/1947, um framleiðsluráð landbúnaðarins, og verður verðlagning landbúnaðarvara haustið 1958 því með sama hætti og veujulega. Með gildistöku oftnefndra laga um útflutningssjóð voru felld úr gildi lög nr. 25/1947, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að halda niðri dýrtíðarvísitölu með f járgreiðslum úr ríkissjóði og um áhrif nokkurra landbúnaðarvara í vísitöl- unni. Aðalatriði þeirra laga gilda þó áfram, þar sem þau eru nú í 49. og 50. gr. laga um útflutningssjóð. í 1. málsgr. 1. gr. laga nr. 25/1947 var almenn heimild fyrir ríkisstjórnina til að verja fé úr ríkissjóði til niðurgreiðslu á vöruverði innanlands. Þetta ákvæði er nú í 49. gr. laga um útflutningssjóð. Þó hefur því verið breytt þannig, að útflutningssjóður skal frá 1. janúar 1958 standa straum af öllum kostn- aði við niðurgreiðslu vöruverðs. I 2. málsgr. 1. gr. laga nr. 25/1947 var ákveðið, að við útreikning á vísitölu framfærslukostnaðar skyldi reikna með lægra verð- inu á þeirri vöru, er seld væri á tvenns konar verði (niðurgreiddu og óniðurgreiddu) vegna niðurgreiðslu, enda væri á boðstólum minnst 25% meira magn á lægra verð- inu en reiknað væri með í vísitölunni. Þetta ákvæði er nú óbreytt í 50. gr. laga um útflutningssjóð. Hins vegar er fellt niður ákvæði 2. gr. laganna frá 1947 þess efnis, að verð á kjöti af sumarslátruðu sauðfé og á sumaruppskeru kartaflna skuh ekki hafa áhrif á vísitöluna, ef nægilegt magn er á boðstólum af kjöti og kartöflum á lægra verði. I desemberblaði Hagtíðinda 1956 er gerð grein fyrir ákvæðum laga nr. 86/1956, um útflutningssjóð, um greiðslu verðlagsuppbótar, en þau giltu frá ársbyrjun 1957 og til 1. júní 1958, er ákvæði hinna nýju laga um útflutningssjóð komu til fram- kvæmda. Vísast til þess.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.