Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.09.1958, Blaðsíða 14

Hagtíðindi - 01.09.1958, Blaðsíða 14
106 HACTlÐINDI 1958 Um starfsemi tryggingafélaga 1953—1956. Fyrsta tryggingafélagið á íslandi mun hafa verið bátaábyrgðarfélag, sem stofnað var á ísafirði nokkru eftir 1850, en það leið undir lok. Árið 1862 var stofnað elzta tryggingafélag hér á landi, sem enn starfar, Skipaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja. Var nafni þess breytt í Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja nokkru eftir alda- mótin. Þess má og geta, að í kringum 1875 voru stofnuð fyrstu samtök til vátrygg- ingar nautpenings, Kúatryggingafélag Keldbverfinga, sem er enn við lýði. Stofn- endur þess voru konur, og konur hafa alla tíð staðið að þessu félagi. Um og eftir aldamótin voru stofnuð mörg ábyrgðarfélög báta og skipa, sem bundin voru við ákveðna staði eða svæði, og með lögum nr. 54/1909 var stofnuð Samábyrgð íslands á fiskiskipum, með því aðalhlutverki að vera endurtryggingastofnun ábyrgðarfé- laga báta og sldpa. Stofnun Brunabótafélags ísiands var ákveðin með lögum nr. 58/1907, en félagið tók ekki til starfa fyrr en I ársbyrjun 1917, eftir að sett liöfðu verið lög nr. 54/1915, um Brunabótafélag íslands. Fram að þessu hafði öll bruna- tryggingastarfseini hér á landi verið í böndum erlendra aðila. Sama máli gegndi um alla aðra tryggingastarfsemi aðra en tryggingar báta og skipa. Var það fyrst með stofnun Sjóvátryggingarfélags íslands árið 1918, að bafin var almenn trygg- ingastarfsemi innlends aðila. Samtrygging íslenzkra botnvörpunga var stofnuð 1923. Síðar tóku til starfa Stríðstryggingafélag íslenzkra skipshafna (1939) — sem með lögum nr. 43/1947 var breytt í íslenzk endurtrygging — Almennar tryggingar h.f. (1943), Samvinnutryggingar (1946), Líftryggingafélagið Andvaka (1949 — var áður erlent fyrirtæki) og ýmis fleiri smærri félög. í árslok 1957 voru starfandi bér á landi a. m. k.14 innlend félög, sem höfðu tryggingastarfsemi sem aðalhlutverk, og er þá Tryggingastofnun ríkisins ekki meðtalin. Auk þessara félaga eru nú starf- andi eða bafa starfað á undanförnum árum allmörg erlend tryggingaumboð, en starf- semi þeirra er nú hverfandi lítil samanborin við starfsemi binna innlendu félaga. Mörg þessara umboða eru lijá innlendum tryggingafélögum og félögum eða ein- stakbngum, sem liafa ekki tryggingar sem aðalstarf, en nokkur eru starfandi bér án milligöngu íslenzkra félaga. — Hjá Samábyrgð íslands á fiskiskipum eru nú starf- andi 8 tryggingadeildir með sjálfstæða starfsemi. Þá hefur Reykjavíkurbær sjálfur liaft brunatryggingar á öllum búsum í Reykjavík frá 1. apríl 1954. Flest innlendu tryggingafélögin eru einkafyrirtæki. Brunabótafélag Islands, Samábyrgð íslands á fiskiskipum og íslenzk endurtrygging eru stofnuð og starfa sam- kvæmt lögurn, sem sett hafa verið um livert þeirra, og eru því opinber fyrirtæki. Árið 1874 var komið á brunatryggingaskyldu á öllum húsum í Reykjavík. Til 1. apríl 1939 var þessi trygging í liöndum erlendra tryggingafélaga, en þá tók Sjó- vátryggingarfélagið við liemii. Árið 1944 tóku Almennar tryggingar við bruna- tryggingum búsa í Reykjavík og böfðu þær þar til Reykjavíkurbær sjálfur tók þær í sínar liendur árið 1954 (sbr. 1. nr. 25/1954). Brunabótafélagið bafði lögum sam- kvæmt baft með böndum brunatryggingar búsa utan Reykjavíkur, þar til lög nr. 59/1954 voru sett, en samkvæmt þeim er sveitarstjórnum heimilt, frá 15. okt. 1955, að semja við eitt vátryggingafélag eða fleiri um brunatryggingar á búseign- um í viðkomandi umdæmi. Árið 1934 bóf Sjóvátryggingarfélagið líftryggingar, en áður böfðu allar líf- tryggingar í landinu verið í höndum erlendra tryggingafélaga. Líftryggingafélagið Andvaka hóf starfsemi sína í núverandi mynd 1949, er það var stofnað og tók við starfsemi íslandsdeildar Livstrygdelaget Andvake í Osló, sem starfað bafði hér á landi í 29 ár. Líftryggingadeild Almennra trygginga bóf starfsemi sína 1952.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.