Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.09.1958, Blaðsíða 19

Hagtíðindi - 01.09.1958, Blaðsíða 19
1958 HAGTlÐINDI 111 í lok hvers áranua 1953—56 var tala líftryggingaskírteina og áhættuupphæð líftrygginga hjá hinum þrem félögum sem hér segir; Tala Áhœttuupphœð llftrygginga- liftrygginga, skírtcinn í þú§. kr. 1953 ...............................21 139 141 182 1954 .............................. 22 412 162 184 1955 ............................. 23 220 178 552 1956 .............................. 24 214 198 919 Yfirlit II, þar sem sýndar eru eignir og skuldir tryggingafélaganna 1953—56, þarfnast nokkurra skýringa. Eignaliður nr. 3 er byggður á upplýsingum, sem Landsbanki íslands hefur safnað um verðbréfa- og skuldabréfaeign tryggingafélaga undanfarin ár. Sundurgreining þessa liðs árið 1953 er ekki fyrir hendi. Niðurstöðu- tölur eignaliðs 3 livert áranna 1954—56 eru heldur hærri en tölur Landsbankans, og er mismunurinn mestur um 10 millj. kr. árið 1956. Stafar þetta af því, að hér eru talin með í verðbréfa- og skuldabréfaeign lán Andvöku til Fasteignalánafélags samvinnumanna og lán líftryggingadeildar Sjóvátryggingarfélagsins gegn veði í skírteinum, en þessi lán hafa ekki verið talin með í yfirhti Landsbankans. Eignaliður 4 er afgangsliður, þ. e. mismunur á niðurstöðutölu og öllum öðrum liðum eignahhðar. Hér gætir langmest liða, sem nefndir eru „útistandandi skuldir“, „viðskiptamenn“ o. þ. h. Kröfur tryggingafélaga á hendur endurtryggjendum og öfugt eru færðar með mismunandi hætti í ársreikningunum, og má af þeim sökum ekki byggja of mikið á tölum eignaliðs 4 og skuldaliða 2 og 6. — Hjá líftrygginga- félögunum er ahur varasjóðurinn í skuldalið 4 og er hlutur endurtryggjenda sýndur þar sérstaklega. Eftirfarandi tölur sýna aUar greiðslur vegna trygginga til og frá úllöndum hvert áranna 1953—56: Greiðslur Greiðslur lil útlanda, frá útlöndum. millj. kr. raiUj. kr. 1953 ............................. 44,2 32,0 1954 ............................. 45,4 32,4 1955 ............................. 44,5 45,1 1956 ............................. 47,7 44,4 Tölur þessar eru teknar upp úr áætlunum um greiðslujöfnuðinn þessi ár. Þar eru meðtaldar greiðslur vegna trygginga erlendis án milligöngu hérlendra félaga og greiðslur tryggingafyrirtækja, sem ekki eru með í þessari skýrslugerð Hagstof- unnar. Langmestur hluti tryggingatekna og -gjalda í heUd samkvæmt greiðslu- jafnaðarskýrslum er þó á vegum tryggingafélaganna, sem fjallað er um í þessari grein. Greiðslurnar til útlanda eru að miklum hluta endurtryggingaiðgjöld til er- lendra tryggingafélaga, og greiðslurnar frá útlöndum tjónabætur frá erlendum félögum. TU fróðleiks er birt eftirfarandi skrá yfir þá lífeyrissjóði, er nú munu vera starfandi hér á landi. Þess skal getið í því sambandi, að um þessar mundir er verið að stofna marga nýja lífeyrissjóði, sem ekki eru á skránni. — í sviga á eftir heiti hvers sjóðs er tUgreindur hundraðshluti iðgjalda af launum, sem greiddur er í sjóðinn, fyrst iðgjald launþegans sjálfs og síðan mótiðgjald vinnuveitandans. Það skal tekið fram, að upplýsingarnar um hæð iðgjalda eru ekki eins öruggar og æski- legt væri, þar sem reynzt hefur erfitt að sannreyna áreiðanleika þeirra.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.