Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 4

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 4
60 HAGTÍÐINDI 1966 1 reglugerð nr. 7 frá 22. jan. 1964, um iðgjöld til slysatryggingar sam- kvæmt áður nefndum lögum, er kveðið nánar á um ýmis atriði við álagn- ingu slysatryggingariðgjalda, m. a. hvernig reikna skuli starfstímann, sem slysatryggingin nær til, og hvernig flokka skuli þá, sem slysatryggðir eru, eftir atvinnugreinum og áhættuflokkum. Yfirleitt er starfstiminn talinn í vikum eða þannig, að hægt er að breyta honum i vikur. Árlegur starfstimi fastráðins fólks, er tekur árslaun eða mánaðarlaun, reiknast 52 vikur. Ef um ákvæðisvinnu, dagkaup eða tima- kaup er að ræða, reiknast 6 dagar eða 48 vinnustundir sem ein tryggingar- vika. Tryggingarvika ökumanns bifreiðar eða sjómanns telst þó 7 dagar. Störf foreldra, sem dveljast og starfa á heimilum barna sinna eða fóstur- barna, störf barna og fósturbarna innan 21 árs aldurs, sem dveljast eða starfa á heimilum foreldra sinna, svo og störf barna og unginga, fólks 67 ára og eldra og öryrkja með 75% örorku eða meira, sem dveljast eða vinna hjá vanda- lausum, skulu metin til vinnuvikna þannig, að ársdvöl jafngildi-13 vinnuvikum og skemmri vinna á sama hátt % dvalartímans. Sé um kaupgreiðslu að ræða, í peningum eða fríðindum, umfram fæði og dvalarkostnað, til þeirra, sem nefndir eru í næstu málsgrein hér á undan, skulu hverjar fullar 1000 krónur, sem greiddar eru, teljast jafngilda einni vinnuvilcu til viðbótar, unz fullu iðgjaldi er náð. 1 7. gr. reglugerðarinnar segir, að atvinmwegaflokkun Hagstofu íslands skuli lögð til grundvallar, þegar störfum er skipt niður í áhættuflokka. Það er einkum þessi breyting, sem gerir mögulega samningu árlegs yfirlits yfir flokka atvinnufólks hér á landi, eins og áður segir. Fram að 1963 hefur slysatryggingariðgjaldið verið miðað við starfsstöðu (líka nefnt „eigið starf“) hins slysatryggða, þannig að í einu og sama fyrir- tækinu hefur starfsfólkið verið í mörgum mismunandi áhættuflokkum (t. d. skrifstofumaður, afgreiðslumaður, faglærður iðnaðarmaður og iðnverkamaður hver i sínum flokki). Frá og með vinnuárinu 1963 breytist þetta þannig, að störfin í hverju einstöku fyrirtæki (eða í hverri rekstrareind þess, sbr. síðar)1) falla öll undir einn og sama áhættuflokk. 1 atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar, sem byggð er á hinum alþjóðlegu regl- um ISIC (International standard industrial classification of all economic activities, gefið út af Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna), er öll atvinnustarfsemi þjóðfélagsins flokkuð niður, fyrst i atvinnuvegi eða flokka (divisions), sem táknaðir eru með eins stafs tölu (0—9), sbr. 1. töflu. Síðan er hverjum atvinnuvegi skipt i atvinnugreinar, fyrst aðalgreinar (major groups), merktar með tveggja stafa tákntölu (t. d. 01, 03, o. s. frv.), og þar næst í undirgreinar (groups), merktar með þriggja stafa tákntölu (t. d. 011, 012, o. s. frv.). Loks hefur nokkrum undirgreinum verið skipt frekar niður með fjórðu tákntölu. T. d. hefur undirgrein 011, sem fellur undir aðalgrein 01 og atvinnuveg 1, verið skipt niður i greinar 011.1, 011.2, 011.3, 011.4 og 011.9, sbr. töflu 1. 1) í 12. gr. áður nefndrar reglugerðar er Tryggingastofnuninni gert aS skipta fyrirtækjum niSur i rekstrareindir, sjái hún ástæðu til. Hagstofan hefur haft samvinnu við Trygginga- stofnunina og slysatryggingardeild Skattstofu Reykjavikur, sem sér um framkvæmd þessara mála að verulegu leyti, um skiptingu fyrirtækja i rekstrareindir.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.