Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 12

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 12
68 H AGTÍÐINDI 1966 Við framkvæmd hinnar almennu álagningar slysatryggingariðgjalda ársins 1964 voru vinnuvikur bifreifSastjóra, sem unnu hjá öfirum, þó teknar á vélspjöld, sem öll fengu sérstakt atvinnugreinarnúmer (999.9). í slysatryggingarskránni eru þeir svo taldir eins og sérstök rekstrareind i viðkomandi fyrirtækjum. Alls eru taldar um 61,5 þús. vinnuvikur (1200 reiknuð vinnuár eða ársmenn) slíkra bifreiðastjóra í grein nr. 999.9 í véltöflunum, sem gerðar voru. Þeim var síðan skipt niður á atvinnugreinar fyrirtækjanna, sem þeir unnu hjá, og kemur því atvinnugreinarnúmer 999.9 ekki fram i töflunni. Sjálfseignarbilstjór- um (leigu-, sendi-, vöru- og langferðabílstjórar) hefur svo verið bætt við töfl- una eftir upplýsingum frá Landssambandi vörubilstjóra og skrifstofu félagsins Frama i Reykjavík. Vinnuvikur þeirra eru eðlilega taldar með eigin trygg- ingu. 4) Áhafnir flugvéla hafa sérstakt númer (999.8, hliðstætt númeri bifreiðar- stjóra í þjónustu annarra) vegna tryggingarlegrar sérstöðu þeirra. í skýrslum Hagstofunnar eru þær hins vegar fluttar í atvinnugreinarnúmer flugfélaganna (717.1). Viðgerðarverkstæði flugfélaganna eru talin sérstakar rekstrareindir i atvinnugrein nr. 386. 5) Utanrikisþjónusta íslands erlendis og islenzkir starfsmenn alþjóða- stofnana fá atvinnugreinarnúmer 811.2, en óvíst er, hvort slysatryggingin hefur náð til þeirra allra. Á sama hátt kemur íslenzkt starfslið hjá erlendum sendi- ráðum hér á landi, sem ætlað var atvinnugreinarnúmer 811.5, ekki fram nema að litlu leyti. 6) Reynt hefur verið eftir föngum að framkvæma skiptingu fyrirtækja í rekstrareindir, þegar um starfsemi i fleiri en einu sveitarfélagi er að ræða, þannig að starfsemi á j'firleitt að vera talin í þeim kaupstað eða þeirri sýslu, sem hún fer fram i. Margs er að gæta í þessu sambandi, m. a. eftirtalinna atriða: Einstakir slátrunarstaðir fyrirtækja (þ. á m. Sláturfélags Suðurlands) koma ekki fram, heldur er öll starfsemin talin í því umdæmi, þar sem aðalbækistöð fyrirtækisins er. Sama er að segja um byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð ýmissa byggingafyrirtækja — starfsemin er yfirleitt talin þar, sem fyrirtækið hefur aðalbækistöð, enda eru vinnustaðirnir oft margir og skamma stund unnið á hverjum stað. Byggingarstarfsemi er þvi oftalin í Reykjavik, en van- talin að sama skapi utan Reykjavíkur. Þetta á við um byggingarstarfsemi einka- fyrirtækja með aðalbækistöð í Rej'kjavik, og ekki síður um ýmsar verklegar framkvæmdir ríkisins, þar sem vinnuvikum verður ekki skipt niður á staði, t. d. simalagning, vegagerð, hafnagerð og vitabyggingar að nokkru, girðinga- vinna Sauðfjárveikivarna, Landnám rikisins, jarðboranir og raforkufram- kvæmdir að nokkru. Ef um miklar og langvarandi framkvæmdir er að ræða á einum vinnustaðnum og sérstakar upplýsingar eru fyrir hendi um starf- semina þar, hefur hann verið talinn sérstök staðarlega aðgreind rekstrareind (virkjanir, hafnargerðir o. fl.). 1 skránni yfir slysatryggðar vinnuvikur ríkisstofnana (sem ekki var gerð i skýrsluvélum, eins og áður segir), sem Hagstofan fékk til afnota, hefur Rikis- bókhaldið gert staðarlega aðgreiningu opinberrar þjónustu og stjórnsýslu (flokkað t. d. lækna, presta, héraðsdómaraembættin, skattstofur, skóla o. fl. eftir stöðum), en sú aðgreining var gerð af Hagstofunni fyrir árið 1963. Starfs- fólki Pósts og síma hefur Hagstofan þó skipt á grundvelli upplýsinga frá hagdeild Pósts og síma 1963.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.