Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 13

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 13
1966 HAGTfÐINDI 69 I sambandi við skiptingu vinnuvikna á Reykjavik, einstaka kaupstaði og sýslur ber aS hafa þaS í huga, aS starfsmenn fyrirtækja í Reykjavik, sem búa i Kópavogi, Seltjarnarneshreppi, GarSahreppi, HafnarfirSi og víSar, eru taldir i Reykjavik, sem er bæSi vinnustaSur þeirra og tryggingarstaSur fyrirtækisins. Atvinnuvegaflokkunin er sem sé flokkun fyrirtækja eSa rekstrareinda fyrir- tækja eftir atvinnugreinum og vinnustöSum (stundum þó tryggingarstöSum), en ekki flokkun einstaklinga eftir starfsstöSu þeirra og búsetu (lögheimili eSa dvalarstaS). Ýmsir einstaklingar meS sjálfstæSa starfsemi (t. d. endur- skoSendur, lögfræSingar, iSnaSarmenn o. fl.), sem eru búsettir i öSru lög- sagnarumdæmi en starfsstaSur þeirra er í, koma hins vegar fram meS sína eigin tryggingu á lögheimilisumdæmi sinu, en ekki á starfsstaSnum. Endur- skoSandi, sem á lögheimili i HafnarfirSi en hefur skrifstofu í Reykjavík, er t. d. talinn í HafnarfirSi, en ekki Reykjavík, ef eigin trygging hefur náS til hans. 7) Eigin trygging nær til þeirra, sem eru tryggSir samkvæmt 32. gr. al- mannatryggingalaga, eins og áSur er vikiS aS, þ. e. í fyrsta lagi til bænda, eiginkvenna þeirra og 12—16 ára barna, ef ekki er tekiS fram sérstaklega á skattframtali, aS tryggingar sé ekki óskaS fyrir þessa aSila (en þaS er fátítt). í öSru lagi tekur eigin trygging til yngri barna bænda, ef tryggingar er óskaS sérstaklega, og í þriSja lagi til annarra atvinnurekenda en bænda, nema þeir taki sérstaklega fram á framtali, aS þeir óski ekki eftir tryggingu, — og í fjórSa lagi til maka siSast nefndra atvinnurekenda og barna þeirra, yngri en 16 ára, sem starfa meS þeim aS atvinnurekstrinum, ef tryggingar er beinlínis óskaS á skattframtali. Sennilega vantar eitthvaS á eigin tryggingu, einkum utan Reykjavíkur. Erfitt er aS segja um, hvort þaS stafar af því, aS trygging hefur veriS afbeSin á skattframtali eSa skattyfirvöldin hafa ekki náS til þessara einstaklinga. AS lokum skal bent á nokkur atriSi, sem bæSi varSa töflu 1 og hinar töflurnar. Verzlanir Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis eru allar taldar i atvinnu- grein nr. 613.6, þó aS einstakar sérverzlanir fyrirtækisins ætti meS réttu aS telja i öSrum atvinnugreinum. Útsala SementsverksmiSjunnar í Reykjavík er talin í grein nr. 611.6, en skrifstofan í Reykjavik og verksmiSjan á Akranesi eru taldar í grein nr. 334. I atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar er gert ráS fyrir þvi, aS ýmsir lista- menn (rithöfundar. listmálarar, myndhöggvarar, tónskáld o. fl.), sem starfa sjálfstætt sem slikir, séu taldir i grein nr. 860, en i reyndinni hefur slysa- tryggingin ekki veriS látin ná til þeirra. BlaSaútgáfa utan Reykjavikur kemur litiS sem ekkert fram i töflum, enda mun mikiS af þeirri starfsemi vera ólaunuS eSa lítt launuS sjálfboSavinna (prentun blaðanna kemur vitaskuld fram með prentsmiðjum). Ef þeim, sem nota þessa töflu, finnst hagkvæmara að reikna meS árs- mönnum (vinnuárum) en vinnuvikum, má breyta tölum þessarar töflu í árs- menn með því aS deila í þær meS 52.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.