Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.07.1966, Blaðsíða 10

Hagtíðindi - 01.07.1966, Blaðsíða 10
126 HAGTÍÐINDI 1966 Tímakaup í almennri verkamannavinnu í Reykjavík. K r. á klst. i dagvinnu. 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950 1951 1952 Árs-mcðaltal1) f árslok 1,45 1,45 1,72 1,84 2,28 2,59 3,49 5,68 5,62 5,66 6,66 6,91 7,04 7,24 7,92 8,35 8,87 9,50 8,74 8,74 9,20 9,61 10,41 11,13 12,62 13,84 14,30 15,33 Kr. á klst. i dagvinnu. 1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 f árslok 15,33 15,42 18,60 19,37 19,92 25,29 21,91 21,91 24,33 26,54 34,45 36,52 44,32 1) Þ. e. vegiö meöaltal, miöað viö þá tölu daga, sem hver kauptaxti gilti á árinu. 1966 1/3 ....... 45,08 „ 1/6 ....... 46,84 „ 26/6 ....... 48,59 Taflan sýnir tímakaup í dagvinnu samkvæmt lágmarkstaxta Dagsbrúnar (taxta I). Rétt er að taka það fram, að þýðing þessa taxta hefur af ýmsum ástæðum farið mjög minnkandi á seinni árum, og með kjarasamningi Dagsbrúnar 10. júlí 1965 var rekið smiðshöggið á þessa þróun. Fram að þeim tíma fengu tímakaupsmenn ekki aldurshækkun kaups, en með þessum samningi var ákveðin aldurshækkun í því formi, að tímakaupsmenn skyldu eiga rétt á að fá vikukaup (og þar með fá greidda aukahelgidaga) eftir sex mánaða starf hjá sama vinnuveitanda, og eftir tveggja ára starf hjá sama vinnuveitanda skyldi vikukaup hækka um 5%. Þrátt fyrir þetta mun Hagstofan enn um sinn birta breytingar, sem verða á lágmarks- timakaupstaxta Dagsbrúnar. Eftirtaldar kaupviðbætur eru innifaldar í ofangreindum tímakaupsfjárhæðum og reiknast þær af grunnkaupi að meðtalinni verðlagsuppbót: Orlof (7% síðan i júlí 1964, næst þar á undan 6%), 1% styrktarsjóðsgjald (síðan 29/6 1961) og 0,25% til- lag í orlofsheimilissjóð (tók gildi 26. júní 1966). Þetta tillag er 0,25% af byrjunarkaupi samkvæmt taxta I og föst upphæð (nú ca. 11 au.) á hvern dagvinnutíma án tillits til hæðar Dagsbrúnartaxta. Samkvæmt nýjum kjarasamningi Dagsbrúnar, sem tók gildi 26. júní 1966, hækkar grunnkaup verkamanna almennt um 3,5%, auk þess, sem um var að ræða flutning nokkurra starfshópa í hærri taxtaflokk. Þannig voru t. d. hafnarverkamenn (þar með verkamenn í pakkhúsum skipafélaga) fluttir úr taxtaflokki IV í taxtaflokk V. Breyting tímakaups frá 1. júní 1966 er vegna hækkunar verðlagsuppbótar úr 9,15% í 13,42%.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.