Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.08.1966, Blaðsíða 14

Hagtíðindi - 01.08.1966, Blaðsíða 14
146 HAGTÍÐINDI 1966 12) Sjá neðanmálsgrein 11) 13) Varð löggiltur verzlunarstaður árið 1960. 14) Hér eru árið 1965 íbúar strjálbýlis í hreppnum taldir með ibúum þéttbýlisins, nema íbúar á Rifi, alls 47 íbúar. 15) Áriö 1941, eða um það leyti, var Hólmavíkurhreppur stofnaður úr hluta af Hrófbergshreppi. 16) Með stjómarráðsbréfi nr. 12 22. júni 1938 var Hvammstangahreppur stofnaður úr hluta af Kirkjuhvammshreppi. 17) Sá hluti af landssvæði Blönduóskauptúns, sem var í Engihliðahrcppi, var árið 1936 lagður undir Blönduóshrepp. 18) Með stjórnarráösbréfi nr. 87 22. nóv. 1938 var Höfðahreppur stofnaður úr hiuta af Vindhælishreppi. 19) Með stjórnarráðsbréfi nr. 203 19. des. 1945 var Dalvikurhreppur stofnaður úr hluta af Svarfaðardalshreppi. 20) Með stjórnarráðsbréfi nr. 107 18. sept. 1944 var Raufarhafnarhreppur stofnaður úr hluta af Presthólahreppi. 21) Með stjórnarráösbréfi nr. 74 20. júní 1946 var Þórshafnarhreppur stofnaður úr hluta af Sauðaneshreppi. 22) Með lögum nr. 58 24. maí 1947 var Egilsstaðahreppur stofnaður úr hlutum af Eiðahr. og Vallahrepp. 23) Með stjómarráösbréfi nr. 7 20. marz 1940 var Búlandshreppur stofnaður úr hluta af Geithellnahreppi. 24) Með stjórnarráðsbréfi nr. 59 12. april 1946 var Hafnarhreppur stofnaður úr hluta af Nesjahreppi. 25) Með lögum nr. 52 7. maí 1946 var Selfosshreppur stofnaður úr hlutum af Sandvíkurhr.Hraungerðishr.og Ölfushr. 26) Með stjórnarráösbréfi nr. 43 13. marz 1946 var Hveragerðishreppur stofnaður úr hluta af ölfushr. lbúar í Ölfus- hreppi, sem raunverulega tilheyra þéttbýli Hveragerðis (Garðyrkjuskóli, læknisbústaður o. fl.), eru þó ekki taldir þar með. Skýringar við þann hluta töfiunnar, sem er um þéttbýlisstaði með 200 íbúa eða fleiri 1/12 1965: Hér er leitazt við að upplýsa íbúatölur þéttbýlis á íslandi án tiilits til markalína milli sveitar- félaga, eftir því sem tiltækt er. Varðandi skilgreiningu þéttbýlis hefur Hagstofan fylgt þeim reglum, sem hagstofur Norðurlanda nota, eftir því sem föng hafa verið á. íbúatölur þéttbýlis 1930, 1940, 1950 og 1960 eru samkvæmt aðalmanntölum þessi ár, en tölur 1/12 1965 eru samkvæmt þjóðskrá. Stjarna framan við íbúatölu merkir, að hún hafi verið áætluð af Hagstofunni. Þegar íbúatala sveitarfélags er innifalin í íbúatölu stærra þéttbýlis (þá er textalína inndregin vinstra megin) er svigi utan um hana, og er hún ekki meðtalin í heildartölu, enda væri þá um að ræða tví- talningu. Þess er að gæta, að íbúatölur undir 200 1960 og fyrr eru í yfirlitinu um þéttbýlisstaðina meðtaldar í heildaríbúatölu þéttbýlisstaðanna. Einn punktur í stað tölu merkir, að íbúar þéttbýlis í sveitarfélaginu hafi viðkomandi ár verið færri en 50. Þetta á þó ekki við þéttbýlin í Mosfellshreppi 1960. íbúar þeirra, hvors um sig, voru þá fleiri en 50 en færri en 200. Tölur í dálki framan við íbúatölur tákna það, sem hér segir: 0: Viðkomandi þéttbýli samanstendur af þéttbýli í fleirum sveitarfélögum en einu. 1: Allir íbúar viðkomandi sveitarfélags eru í einu og sama þéttbýli. 2: í viðkomandi sveitarfélagi er strjálbýli, oftast mjög lítið og sjaldan meira en 10% af íbúum sveitarfélagsins. Er íbúatala viðkomandi strjálbýlis talin með þéttbýlinu, og íbúatala þess því eitthvað oftalin. 3: I viðkomandi sveitarfélagi er strjálbýli, oftast meira en 10% íbúa og stundum meiri hluti íbúa (t. d. i Vopnafjarðarhreppi). Hér er íbúatala viðkomandi strjálbýlis ekki talin með þéttbýlinu i sveitarfélaginu. — Að því er snertir nokkra staði var þéttbýli áður skilgreint þrengra en nú er gert, og þar eru því íbúatölur þéttbýlis vantaldar lítið eitt 1960 og fyrr. Frá Hagstofunni. Verzlunarskýrslur Hagstofunnar fyrir 1965 koma út á næstunni (hagskýrsla nr. 11,36). Verð bókarinnar er kr. 120,00. Áskrifendum verður tilkynnt útkoma bókarinnar og þeir beðnir um að senda greiðslu. Að henni móttekinni verður bókin send áskrifanda. Áskrifendur Hagtíðinda og annarra rita Hagstofunnar eru beðnir um að tilkynna henni breyt- ingar á aðsetri og gera henni aðvart, ef rit berast þeim ekki skilvíslega. Afgreiðsla Hagtíðinda og Hagskýrslna er í Hagstofunni, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykja- vík. Sími: 24460.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.