Alþýðublaðið - 11.04.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1924, Blaðsíða 3
 Nýbýiamálið. iii. „Ætlarðu að láta hrausta hönd hinztan taka slaginn eða skyggnaat eftir strönd undir liðinn daginn?“ Jporsteinn Erlingsson. Nei. Ég vil ekki láta sleppa stýri fleytunnar, þó aum sé. Ef formaðurinn eða formennirnir, sem nú eru, reynast ekki stöðu sinni vaxnir, þá kemur röðin að há- setunum. Éeir verða að taka stjórnvðlin í sínar hendur og ná landtöku, þó seint só. Yitanlega mun tómt mál að benda þingheimi vorum á nokkurt stórmál með það fyrir augum, að slíkt verði afgreitt nú, er þegar er orðið svo áliðið á þessu þÍDgi, enda munu vinnumenn vorir íús- astir á að smeygja sér undan öllum stórræðum. Engu að síður skal þó enn einu sinni drepið lauslega á það stór- mál, sem kemur hverjum þegni þessa lands við og verður, ef þjóðin á sér nokkra framtíð, tekið rækilegar til athugunar s.iðar meir, og það er nýbýlamálið. Sú var tíðin, að íslenzki land- búnaðurinn var hægri hönd þjóð- arinnar, og þegar hann var í sem mestum blóma, lifðu þegnar lands- ] ias yflrleitt betur en nú, enda var ólíkt betra jafnvægi milli allra stétta, sem landið byggðu. Þjóðin var nægjusamar , — sparsamari, lifði meira á því sem landið gaf af sér, heldur m af því, sem aðrar þjóðir fn .mleiddu. Feður vorir vissu, að kostir landsins voru tífalt meir en handa þeim, sem landið byggim. Pað er olt latið fjúka, þegar | verið er að tala um >landsins gagn og nauðsycjart, að íslenzka þjóðin sé »fátæk og fámenn<, en j — eru íslendingar ekki nógu j ríkir til að láta mö;g hundruð : þegna sinna ganga atvinnulausa, og er hún ekki nógu fjölmenn til slíks hins sama? Til að útiýma til fulinustu nú- ríkjandi atvinnuleysis-átumeini, þarf fyrst og fre ost það, að þing og stjórn taki töggsamlega í þá tauma, sem til viðreisnar lúta, en það er að þjóðnýta óll hin stœrri atvinnufyrirtœki í landinu, og svo kemur hitt að dreifa svo því starfsmagni, sem í landinu er, að allar hendur hafi nægilegt að starfa án þess, að jafnvægi hvers atvinnurekstrar íyrir sig geti rask- ast eða beðið tjón. Engum meðaigreindum manni i dyist, að í mörgum sjávarþorpum hér á iandí er orðinn óeðlilegur fjðldi af fólki, en í raun og veru er þetta ekki nema eðiilegt, þár sem sveitir landsins hafa hvorki viljað eða haft framtak í sér tii að bjóða efnalitlu fólki að lifa sjáhstæðu lífl þar. Er því íslenzku þingi og islenzkri stjórn ekki meirí minkun að bæta úr þessu heldur en frændþjóðum vorum. Megúm við sannarlega mikið af þei m læra í þessu efni, og sannailega meg- um við blygðast okkar fyrir að heita þjóð, sem stundar kvikfj'ár- rækt og fiskveiðar, en vera það ekki. Hvað hafa frœndur vorir Danir gert? Éair hafa varið of fjár til ný- lýla-bygginga, og því fé telja þeir vel varið, en hvað höfum við gert í því máli? Bókstaflega ekkl neitt! Pingið heflr ekki minst á það nú frekar en að það væri tungulaust, þó sýnilegt væri, að í því feldist bjargráð. — Reykjavikurborg hefir nú orðið yfir miklu landrými að ráða, ~ landrými, sem væri einkar-hentugt til nýbýlaræktunar, ekki hvað BÍzt vegna þess, að landið liggur að sjó að mestu leyti. — En okkur vantar peningana segja Edgar Rice Burroughs: Tarzan og gimsteinar Opar-borgar. : - j trúarmaður1) lygi. Það gat reyndar verið, að hann gerði j það ekki, og ef hann segði satt, var uppástuuga hans i; ekki ótæk; ekki veitti af bardagamönnum — einkum j hvítum, þegar þeir í tilbót voru kunnugir herbrögðum j Evrópumanna. Achmet Zek gretti sig, og Werper skelfdist; en Werper i þekti ekki Achmet og vissi eigi, að hann gretti sig gjarna, þegar aðrir brostu, og brosti, þegar aðrir urðu þungbrýnir. „Og hafir þú logið að mór,“ sagði Achmet Zek, „drep ! ég þig, hve nær sem er. Hvað viltu fá annað en lif þitt fyrir þjónustu þina?“ „Hér vil ég mega vera fyrst um sinn,“ svaraði Werper. „Ef ég stend mig vel, geturðu siðar launað mér, ef þig lystir.“ Werper kaus i bili að eins að halda lifinu. Samningar tókust, og Albert Werper herforingi var orðinn félagi i ræningjahópi hins illræmda Achmets Zeks. Mánuðum saman var Belginn með þessum hálfviltu j föntum; hann stóð þeim i engu að baki i grimd og ofsa. ; Achmet Zek háfði nákvæmar gætur á honum, og svo fór, að hann bar til hans meira traust, tók að ráðfæra sig við hann og gaf honum frjálsari hendur. Loksins gerði Achmet Werper að trúnaðarmanni j sinum. Hann hafði lengi búið yfir stórvirki, en aldrei 1) Múhameðstrúarmenn kalla þá, si m eru annarar trúar, vantrúaða. Þýð, jj þorað að leggja i það. Nú, þegar hvitur maður var i þjónustu hans, var liklegt, að verkið mætti takast. . , „Hefirðu heyrt getið um mann, sem nefndur er Tarzan?" sagði Achmet við Werper. Werper kinkaði kolli. „Heyrt hefi ég hans getið, en ekki þekki ég hann.“ „Yæri hann ekki, gætum við óáreittir rekið starf okkar með miklu betri árangri," hélt Achmet Zek áfram. „Árum saman hefir hann barist við okkur og rekið okkur úr auðugasta landinu. Hann hefir vopnað svertingjana, svo að þeir geti rekið okkur burtu, er Við viljum „verzla". Hann er ákafiega rikur. Gætum við á einhvern hátt látið hann greiða okkur of fjár i gulli, væri okkur borgið fjárhagslega, og við fengjum dálitla hefnd fyrir margra ára óþægindi og fjártap vegna aðgerða hans.“ Werper tók vindling úr gimsteinum settu hulstri og kveíkti i. „Og þú kant ráð til þess að láta hann borga?“ spurði hann. „Hann á konu,“ svaraði Achmet Zelc, „sem sagt er að sé mjög falleg. Hún myndi seljast háu verði lengra norður frá, ef eklti fengist lausnarfé hjá Tarzan.“ Werper varð hugsi. Achmet Zek beið svars. Werper. var um og ó að hjálpa til þess að selja hvita konu i ánauð tií kvennabúrs einhvers höfðiugjans. Hann leit á Achmet Zek. Hann sá Arabann hnykla brýrnar og gat sér til, að hann hefði lesið i huga sinn. Hverja þýðingu hafði það fyrir Werper að neita? Lif lians var i höndum þess i þrjóts, sem verðlagði lif vantrúaðs, iægra en hundshf. Werper elskaði lífið. Hvað kom hpn--

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.