Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.11.1984, Blaðsíða 13

Hagtíðindi - 01.11.1984, Blaðsíða 13
1984 229 ÚTSÖLUVERÐ A NEYSLUVÖRUM OG ÞJÓNUSTU A HÖFUÐBORGA RS VÆÐI . Her fer I eftir tafla um útsöluverð á allmörgum neysluvörum 05 ýmiss konar þiónustu fhyerjum ársfjórðungi 1984, f framhaldi af hliðstæðum töflum, sem um langtárabil hafabirstárlega fnóvem- berblaði Hagtfðinda— þó komu 1981-verðupplýsingar f janúarblaðinu 1982. Hér er aðallega um að ræða talnaefni, sem verðlagsyfirvöld afla fyrir Hagstofuna til hins reglulega útreiknings á vísitölu framfærslukostnaðar. Sfðan 1968, er nýr grundvöllur framfærsluvísitölu tók gildi, hefur vöru- og þjónustuskrá þessarar töflu haldist svo^að segja óbreytt. En frá og með 1984 breytist þessi listiveru- lega, þar eð lögleiddur hefur verið^nýr grundvöllur vfsitölu framfærslukostnaðar. Er hann aðallega byggður á neyslukönnun, er fram fór á Höfuðborgarsvæði 1978 og 1979, og tók hanngildýl.februar 1984, sbr. lög nr. 5/1984 um vfsitölu framfærslukostnaðar og skipan Kauplagsnefndar (sjá greinar- gerð á bls. 99-103 f maíblaði Hagtfðinda 1984). Útsöluverð á nýmjólk og helstu mjólkurvörum er eitt og hið sama um allt land eins og það er ákveðið af hlutaðeigandi yfirvöldumv Sama gilti til skamms tfma um aðaltegundir kjöts og um kartöflur, en nú hafa verið að eiga_sér stað breytingar á þessu til minni opinberra afskipta, einkum að jjvf er varðar verðmyndun á smásölustigi. — Verðupplýsingar töflunnar um aðrar matvörurfnein- lætisvörur o.fl. eru vegin meðaltöl verðs 1 14 verslunum á Höfuðborgarsvæði. Önnur vöruverð f töflunni eru flest meðalverð, en verðupptökubúðir eru þar færri. Hliðstætt gildir um hinar ýmsu tegundir þjónustu f töflunni. Að því er varðar rafmagn og húshitun skal þess getið, aðtilgreind verð eru vegin "landsmeðaltöl", sem byggð eru á upplýsingum Orkustofnunar um rafmagns- og hita- veitutaxta á öTlu landinu. Að öðru leyti eru verð 1 töflunni einvörðungu frá Höfuðborgarsvæði. Aður voru verð til útreiknings framfærsluvtsitölunnar aðeins tekin upp f Reykjavík. Hagstofan aflar Sjálfnokkurra verðupplýsinga ftöflunni, en langstærsta hluta þeirra fær hún frá Verðlagsstofnun. Fram að 1984 var tala vöru- og þjónustuliða um 180, en nú eru þeir 207. Eftir föngum hefur verið leitast við að^raska ekki grundvelli til samanburðar við fyrri verðupp- lýsingar meira en óhjákvæmilegt er, en frá og með 1984 eru sum verð ekki sambærileg við eldri verð. Að þvf er varðar tilgreind vörumerki er um að ræða allmargar breytingar frá þvíf sem var f eldri vöru- og þjónustuskranni, auk nýtilkominna liða. Sem fyrr er f eftirfarandi yfirliti tilgreind niðurgreiðsla ríkissjóðs I vöruverði f byrjun viðkom- andi mánaða (f kr. á kg/ltr.). Er hér einvörðungu um að ræða búvörur. Nóv. Febr. Maf Agúst Nóv. 1983 1984 1984 1984 1984 Dilkakjöt, 1. verðflokkur 25,06 25,06 25, 06 19,25 19,25 Nautakjöt, 2. verðflokkur 14,25 14,25 14,25 - - Nýmjóík, súrmjólk 4, 51 4, 51 2, 60 2, 60 Smjör 72,86 72,86 72,86 72, 86 Rjómi 12,86 12, 86 - - Ostur 45% 13, 04 13, 04 - - Ostur 30% 10,43 10,43 10,43 - - Skyr 9,22 9,22 4,80 4, 80 Kartöflur, 1. verðflokkur 5, 98 2,46 2,50 - - 2. verðflokkur 5, 98 2,46 2,50 “ Geymslukostnaður kíndakjöts (meiri hluti hans er vaxtakostnaður) var áfram greiddur niður að fullu allt það tfmabil, sem hér um ræðir. f febrúar 1984 voru um S[sýo kartöflusölunnar innfluttar kartöflur, og f maf 1984 voru einungis innfluttar á markaði. Verð á innfluttum kartöflum er greitt niður þannig, að það sé hið sama og er á fslenskum. Framh. á bls. 230 TILKYNNING FRA HAGSTOFU ÍSLANDS UM BREYTTAR STAÐARTAKNTÖLUR f ÞJÓÐSKRA FRA OG MEÐ 1. DESEMBER 1984. Eldri tákntölur, Nýjar tákntölur sem falla niður. Kjalarneshreppur.................................... 1605 2603 Kjósarhreppur....................................... 1606 2604 Mýrdalshreppur...................................... 8508 8506 og 8507 Mýrdalshreppur varð til 1. janúar 1984 við sameiningu Hvammshrepps (8506)og Dyrhólahrepps (8507). Að þvf er varðar tákntölur fæðingarstaðar f þjóðskrá eru þær — frá_ og með 1. desember 1984 — f samræmi við ofan greindar breytingar að svo miklu leyti sem eldri tákntölur viðkomandi sveitar- félaga voru fyrir á skrá. En hafi t.d. fæðingarstaður einstaklings f Kjalarneshreppi fyrir verið ^finn til kynna með tákntölu Gullbringu- og Kjósarsýslu (2700), hefur þvf ekki verið breytt f þjóðskrá.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.