Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 1
■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■ □ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ ■□ 12 stúdentar útskrifaðir S.l. laugardag voru skólaslit Framhaldsskólans í Vestmanna- eyjum. Skólaslit þessi mörkuðu spor í starfssögu skólans, þar sem nú voru í fyrsta sinn útskrifaðir stúdentar frá skólanum. Mikið íjölmenni var á skóla- slitunum og hátíðarblær ríkti í salnum. Nemendur tónlistarskólans fluttu tónlist og salur Bæjar- leikhússins var hátíðlegaskreytt- ur. Gísli H. Friðgeirsson, skóla- meistari bauð gesti velkomna og sérstaklega bauð hann velkom- inn Vilhjálm Hjálmarsson, fyrr- verandi menntamálaráðherra, sem hann sagði að heíði verið sérstaklega áhugsamur og hvetj- andi við stofnun skólans. I ræðu sinni upplýsti Gísli að u.þ.b. 160 nemendur, á 6 mismunandi brautum heíðu stundað nám við skólann í vetur og heíði árangur yfir heildina litið verið ágætur. 3 hefðu lokið verslunarskólaprófi, 2 lokið iðn- námi, 4 hefðu lokið námi frá grunndeild málmiðna og 12 nemendur hefðu lokið stúdents- prófi. Gísli sagði að starf skólans hefði gengið með ágætum í vetur og gat hann þar sérstaklega um starfsviku skólans, sem hann sagði hafa lukkast mjög vel. Þó væri það eitt, sem skyggt hefði á í starfsemi skólans og það væri hinn þröngi stakkur, sem hon- um væri sniðinn fjárhagslega. Þó svo væri, þá væri hann samt bjartsýnn, og gat hann þess, í því sambandi, að nú hefðu verið auglýstar fleiri brautir til um- sóknar við skólann fyrir næsta skólaár en nokkurn tíma áður. Gísli þakkaði góðar gjafir, sem skólanum bárust á liðnu ári og minntist hann þar sérstaklega tölvugjafir frystihúsanna í Eyj- um. Gísli sagði frá því ,að hann hefði nú fengið ársleyfi frá störfum skólameistara og myndi Olafur H. Sigurjónsson gegna því starfi á meðan. Undir lok ræðu sinnar talaði Gísli til nemenda sinna og minntist á að þau skildu gera sér grein fyrir að menntun væri lífsgæði, sem þau ættu að nota á skynsamlegan hátt og gæta þess að misnota aldrei. Síðan óskaði hann þeim velfarnaðar í leik og starfi á komandi árum og þakkaði þeim gott samstarf á liðnum vetri. Að lokinni ræðu skólameist- ara, flutti Vilhjálmur Hjálm- arsson stutt ávarp. Síðan voru veittar viðurkenningar fyrir góð- an námsárangur og framfarir í námi. Skólanum var veitt viður- kenning frá Almennum trygg- ingum h.f. fyrir starf að eflingu umferðaröryggis á norrænu um- ferðaröryggisári, og fékk skól- inn upptökuvél fyrir myndband i viðurkenningarskyni. Að lokum voru svo útskrif- aðir fyrstu stúdentarnir frá F.I.V. Voru þeir 12 talsins og útskrifuðust 7 þeirra af við- skiptabraut og 5 af uppeldis- braut. Voru stúdentunum afhentar ýmsar viðurkenningar fyrir góð- an námsárangur og störf að félagsmálum. Þá afhenti Agúst Karlsson, formaður Kaupsýslumannafé- lags Vestmannaeyja, þeim öll- um til eignar, áletraðan platta og blómvönd, sem viðurkenn- ingu fyrir náðum áfanga, frá kaupsýslumönnum í Ve. Guðrún Kristmannsdóttir hélt ræðu stúdents, og þakkaði hún fyrir hönd stúdentanna öllum þeim, er gert höfðu þeim kleift að ná þessum áfanga. Að lokum sleit skólameistari skólanum formlega. Að skólaslitum loknum var kaffisamsæti í boði bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Hallarlundi. Við á Fréttum, óskum ný- útskrifuðum stúdentum til ham- ingju og vonum að sú braut, sem þeir hafa nú rutt megi verða til að áfram verði haldið að mennta fólk, sem mest, hér heima. Farmannadeild Stýrimannaskólans: Eyjamaður dúx Hjalti Elíasson gerir það ekki endasleppt í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík. Hann var efstur á 3. stigi með einkunina 9.20. Þegar Hjalti útskrifaðist af 2. stigi, var hann einnig hæstur og stendur því peyinn sig með eindæmum. Mörg verðlaun voru veitt og hlaut Hjalti farmannabikarinn, sem er farandbikar. Hann hlaut bókarverðlaun úr verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra og einnig hlaut hann verðlaun fyrir hæsta íslensku- prófið í ár. Að sögn Benedikts Alfons- sonar, er Hjalti þriðji bróðirinn, sem stundar nám við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Hinir, Sævaldur og Hörður stóðu sig einnig með ágætum á sínum tíma. Hjalti dvelur nú á Spáni, þar sem hann er að jafna sig eftir erfið próf. Malbikunar £ramkvæmdir Nú eru þeir farnir að malbika. Að sögn Olafs Elíssonar, bæjar- stjóra, var í gærmorgun búið að malbika að Dalabúi, á ílug- vallarleiðinni og lætur nærri að það séu um 60% leiðarinnar. Það er reiknað með að verkið klárist í þessari viku eða í byrjun næstu. I byrjun júní eru væntanleg hingað 200 tonn af biki og er ætlunin að malbika, eða gera við á eftirtöldum stöðum: Malbika á Nausthamarsbryggju og er nú undirbúningsvinna þar á fullu Viðgerð á að fara fram á hluta Strandvegs og Hásteinsvegs frá Heiðarvegi að Boðaslóð, og þar fara einnig fram jarðvegsskipti og ný holræsi verða lögð. Leiðin' suður fyrir Dverg- hamarsbyggð verður einnig mal bikuð og Vestmannabraut frá Kirkjuvegi að Skólavegi. Fram hefur komið tillaga í bæjar- stjórn, um að skipta einnig um jarðveg þar og er tæknideild nú að kanna það. Bjargið lifi, gefið blóð Á mánudaginn kemur, 28.' maí, verður starfsfólk Blóð- bankans hér á ferð með sína árlegu blóðsöfnun. Blóðgjafir fara sífellt í vöxt við hinar ýmsu aðgerðir og sjúk- dóma og sendir Blóðbankinn sífellt meira magn af blóði út um allt land. Við hér í Vest- mannaeyjum höfum notið þess- arar þjónustu í sífellt ríkari mæli vegna hinna fjölmörgu aðgerða, sem gerðar eru hér á sjúkra- húsinu árlega. Blóðbankafólk hefur alltaf verið mjög ánægt með söfnun- ina hér, enda hefur fólk verið mjög duglegt að koma og gefa blóð. Vonum við að sú verði einnig raunin nú. Sjáumst á mánudag, ef flogið verður. Aðsóknarmet Um síðustu helgi Ásmundar Friðrikssonar lögðu 2900 manns leið framkvæmdastjóra, er sína í Samkomuhúsið frá þetta met í sögu Sam- föstudegi til mánudags. komuhússins og verður Var það bæði til að það víst seint slegið, þótt borða og dansa, fara á ekkert skuli fullyrt um pöbb eða í bíó. Að sögn það. ■■■■■^ Litasjónvörp, vídeótæki, vídeóskápar, úrval ferðatækja. Allt á staðnum að ógleymdu ódýra Harrymoss bíltækinu með segulbandi. Frábært verð, aðeins kr. 5.050,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.