Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 24.05.1984, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.05.1984, Side 2
Fkl Tl Ih lÍFKÉrrÍR f| FEEIHEIIFRÉTTIK J ^ ... fúTS NI —-'A . ....v>«' I ' I ' s/A Heföbundm lireins- unarvika að hefjast Vikuna 27. maí til 2. júní 1984, verður heíðbundinn hreinsunarvika. Bæjarbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í hreinsuninni og stuðla þannig að fegrun umhverfisins. Eins og undanfarin ár, mun bæjarsjóður hafa vörubifreiðar í akstri um bæinn t:l að Ijarlægja rusl. Þeim aðilum, sem þurfa að koma frá sér rusli, eru beðnir að safna því saman utan lóðar- marka, þar sem aðgengilegt er að hirða það og ganga þannig frá því,að ekki sé hætta á að það fjúki. Jafnframt er boðið upp á að íjarlægja bílhræ og aðra stærri hluti. Æskilegt er að lóðarhafi eða fulltrúi hans, verð viðstaddur hreinsunina. Þeim, sem sjá um flutning á brennanlegu rusli, er bent á sorpbrennsluna austur á hrauni. Bílhræjum og öðru óbrennan- legu rusli, skal ekið í Helga- fellsgryíju. Annars staðar á Eyjunni er með öllu óheimilt að henda rusli. Eftirfarandi skipulag verður viðhaft: Mánudagur, 28. maí: Svæðið frá hraunjaðri til og með Skóla- vegi neðan Kirkjuvegar. Þriðjudaginn 29. maí: Svæðið frá Skólavegi til og með 111- ugagötu. Miðvikudaginn 30. maí: Svæð ið ofan Kirkjuvegar. Föstudaginn 1. júní: Vestur- bærinn. Ættarmót Ættingjar Guðrúnar Jóns- dóttur og Jóns Vigfússonar, Túni Vestmannaeyjum, halda ættarmót laugardaginn 30. júní í Njálsbúð, Vestur-Landeyjum. Ætlast er til að mætt verði um hádegi á laugardag. Ef fólk hefði hug á að tjalda á föstudagskvöld, er þarna ágætis aðstaða til tjöldunar. Ef veður leyfir ekki útiveru, er Samkomuhúsið mjög rúmgott og þá er hægt að halda sig innan dyra. Nánari upplýsingar gefa Guðjón Hjörleifsson, sími 2548 og Vilborg Guðjónsdóttir í síma 91-74977. Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma 1093, föstu- daginn 25. maí og fyrrgreinda daga, milli kl. 14.00 og 17.00. Eru allir bæjarbúar hvattir til að nota helgina til lóðarhreins- unar og nýta þetta tækifæri, til koma frá sér rusli og öðru því, sem lýti er á umhverfinu og taka þannig virkan þátt í hreins- uninni og stuðla að fegurra umhverfi. Fyrlrspiim til skrif- stofustjóra bæjarixis Blaðinu hefur borist eftir- farandi fyrirspurnir til skrif stofustjóra bæjarins. 1. Hverjir voru 10 hæst laun- uðustu starfsmenn bæjarins á síðasta ári. 2. Hverjir njóta bílastyrks, sem vinna hjá bænum, og á hvaða forsendum er sá bílastyrkur gefinn, og hvað er hann hár. Saknað svara Undanfarnar vikur haí'a fyr- irspurnir til hinna ýmsu yfir- valda og félagasamtaka hér í bæ, birst á síðum blaðsins. Því miður hefur fátt verið um svör af einhverjum ástæðum. Blaðið Iteinir þeim tilmælum til þeirra, sem fyrirspurnirnar hafa beinst til, að þeir grípi nú pennann í hönd og svari þessum fyrirspurnum hið fyrsta, því þær eru settar fram í von um svör. Þeir sem fengið hafa fyrir- spurnir og ekki svarað eru: 1. Lífeyrissjóður Vestmanna- eyinga. 2. Rafveitan. 3. Veitustofnun. 4. Herjólfur og í dag er fyrir- spurn til skrifstofustjóra bæj arins. Útgerðamenn - skipstjörar! Þeir, sem ætla að panta mat á laugardaginn fyrir Sjómanndag, í Samkomuhúsinu eða Alþýðuhúsinu, vinsamlegast pantið fyrir miðvikudaginn 30. maí í síma 2702. SJÓMANNADAGSRÁÐ Skólaslútt Skólar eru nú sem óðast að ljúka störfum. S.l. tvær helgar héldu Barnaskólinn og Hamars- skólinn skóladag, og var þar haldin sýning á verkum nem- enda og farið í ýmsa útileiki, hjólað og sprellað. Má með sanni fullyrða, að margur nemandinn og kennar- inn er farinn að hlakka til áreynslulítils sumarfrís. Krakk- arnir í 4. og 7. bekk ætla að halda sitt slútt með pomp og prakt og tjútta og tralla og breika(?) í Félagsheimilinu þann 24. maí milli kl. 21.00 og 23.30. MAGNABÚÐ AUGLTSIR: SÍMI1488 Háþrýstislöngur og tengi (fittings). FJÖLBREYTT ÚRVAL! MÁLNINGAVÖRUR Garðsláttuvélar frá BLACK & DECKER í úrvali. Hildbrandar hefja hildi sína um helgina Góðir Vestmannaeyingar og aðrir Vestmannaeyingar. Loks- ins gefst ykkur kostur á<-að hið frábæra lið Hildibranda leika sinn fyrsta leik, undir stjórn þjálfarans, Sigurðar Sveinssonar og fyrirliðans, Einars Ottós Högnasonar. Þetta verður stór stund fyrir bæjarfélagið, þar sem þessi leikur telst fyrsti 4. deildar- leikurinn, sem leikinn verður hér í Vestmannaeyjum. Og í því tilefni verður vel vandað til þessa leiks, jafnt innan sem utan vallar og ættu því allir að fá eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars verður boðið upp á bjargsjg en okkar frábæri sigmaður, Óskar S. mun etja kappi við bergið. Hildibrandabombunni verður skotið upp, ef veður leyfir? Vörukynning. Gústi mun leika af fingrum fram, öll börn fá glaðning en hinir eldri fá hressingu. I seinni hálfleik, kaffi og meðlæti. Lúðrasveitin mun heiðra okkur með nærveru sinni, þá má jafnframt geta þess, að vistfólki Hraunbúða hefur verið boðið á þennan leik og mun rúta ná í fólkið hálftíma fyrir leik. Heiðursstúku þessa leiks, skipa Henni heildsali, Stebbi Run, Einar Fidda og Óli bæjó. Þá má að lokum geta þess, að aðgöngumiðarnir gilda sem 10% afsláttarmiðar á Bjössabar þennan dag. Allir á völlinn og sparið ekki köllin. Áfram Hildibrandur. IT" estmannaeyja BlÓ Fimmtudagur 24. maí: Klukkan 8 TOOTSIE Þessi frábæra grínmynd sýnd í allra síðasta sinn. Af sérstökum ástæðum verður myndin ekki sýnd aftur. I . %£ MR, RWA Klukkan 10 MR. MOM HERRA MAMMA Grínmynd, sem allsstaðar hefur slegið í gegn. Það skal tekið fram að þetta er ekki myndin: „Pabbi tekur til“, sem hefur verið vinsæl á videóleigunum hér í bæ. Sunnudagur, 27. maí: Klukkan 2: DRAUGASAGA Stórskemmtileg barnamynd. Klukkan 5: REYKUR EÐA BÓFI III Með hinum óborgan- lega Jackie Gleason í aðalhlutverki. GANDHI Klukkan 8.30: GANDHI Margföld Óskars- verðlaunamynd. Athugið breyttan sýningartíma Erlend ummæli: Sjáir þú aðeins eina kvikmynd á þessu ári, veldu þá Gandhi. Hækkað verð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.