Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1988, Blaðsíða 21

Hagtíðindi - 01.05.1988, Blaðsíða 21
1988 193 Nýr grundvöllur fyrir vísitölu framfærslukostnaðar (frh.) í upphaflegu úrtaki neyslukönnunarinnar voru um 550 manns og var leitað til þeirra um þátttöku. Ekki náðist þó til allra, sumir sáu sér ekki fært að taka þátt í könnuninni og aðrir heltust úr lestinni. Alls tóku um 430 fjölskyldur þátt í könnuninni, en endanlega bárust skýrslur frá 376 fjölskyldum. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að könnunin gerði miklar kröfur til þátttakenda og því eðlilegt að ýmsir heltust úr lestinni. Hins vegar voru flestar þær skýrslur sem bárust, ágætlega útfylltar og kunna Kauplagsnefnd og Hagstofan þátttakendum mikla þökk fyrir samstarfið. I þeim 376 fjölskyldum, sem skiluðu útgjalda- skýrslum voru alls 1.308 einstaklingar. Að meðal- tali voru því 3,48 einstaklingar í hverri fjölskyldu en meðalstærð þeirra fjölsky ldna, sem tóku þátt í könn- uninni 1978/1979, var 3,66 einstaklingar. Af fjöl- skyldunum 376 bjuggu 206 á höfuðborgarsvæðinu og voru í þeim 667 einstaklingar, en 170 fjölskyldur með 641 einstakling bjuggu annars staðará landinu. Meðaltala fólks í fjölskyldu var 3,24 á höfuðborgar- svæði en 3,77 utan þess. Fjögurra manna fjölsky ldur vom algengastar meðal þátttakenda en þar næst þriggja manna, og samtals voru þær um helmingur allra fjölskyldnanna. Fjölskyldumar skiptust þann- ig eftir hjúskaparstétt, að nær 4 af hvetjum 5 vora fjölskyldur hjóna eða fólks í sambúð, á tæplega tíunda hverju heimili vora einhleypingar ásamt bömum og/eða öðram fullorðnum, en um 13% þátt- takenda vora einir í heimili. Loks má geta þess, að á heimilunum 376 vora 344 böm yngri en 16 ára eða rösklega fjórðungur allra, sem könnunin tók til. Sem fyrr segir náði könnunin alls til 1.308 ein- staklinga eða um 0,54% af heildarfjölda íbúa í landinu 1. desember 1985. Til samanburðar má nefna, að neyslukönnunin 1978/1979 náði til 0,29% af íbúafjöldanum 1. desember 1978. Sú könnun tók einkum til höfuðborgarsvæðisins og vora þátttak- endur þá 0,54% af fjölda íbúanna þar. í könnuninni 1985/1986 bjuggu 710 manns á höfuðborgar- svæðinu og svarar sú tala einnig til 0,54% af íbúa- fjöldanum á því svæði. Skipting þátttakenda eftir starfsstéttum og atvinnugreinum hefur enn ekki verið könnuð til hlítar, en nefna má að af þeim sem öfluðu mestra tekna á hverju heimili vora 26% starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, 20% stunduðu verslunar- og skrifstofustörf, 17% voru iðnaðar- menn, 12% vora verkamenn, 7% sjómenn, 8% bændur, 6% sjálfstæðir atvinnurekendur, en 4% vora lífeyrisþegar, nemar o.fl. Tekið skal fram, að skýrslugerð um neyslukönnunina 1985/1986 er ekki lokið, og verður þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd svo og ýmsu fleira, gerð mun fyllri skil í sérstakri greinargerð Hagstofunnar síðar á þessu ári. Við gerð nýs vísitölugrandvallar hefur í öllum aðalatriðum verið byggt á niðurstöðum neyslu- könnunarinnar, en frá þeim hefur þó verið vikið í nokkrum tilvikum, svo sem hér greinir: /fyrsta lagi hafa niðurstöður verið bomar saman við aðrar tiltækar heimildir, og í nokkrum tilvikum, þar sem misræmis hefur þótt gæta, hafa niðurstöður könnunarinnar verið leiðréttar eftir öðram heim- ildum, hafi þær þótt traustari. Þær breytingar sem hér hefur verið um að ræða, era raunar lítilvægar. I öðru lagi hefur í tveimur tilvikum verið aukið við þau útgjöld, sem neyslukönnunin leiddi í ljós. Annars vegar hefur bílaeign landsmanna aukist mjög mikið frá árslokum 1985, en niðurstöður könnunarinnar um bflaeign era miðaðar við þann tíma. I samræmi við þessa aukningu hafa útgjöld vegna kaupa og rekstrar eigin bfls í vísitölu- grundvellinum verið miðuð við, að á hverja fjöl- skyldu komi að meðaltali 1,5 bflar í stað 1,3 bfla skv. neyslukönnuninni. Til samanburðar má geta þess, að í fyrri vísitölugrandvelli kom 1 bfll á hvetja fjölskyldu. Hitt frávikið af þessu tagi er það að í vísitölugrandvellinum era nú meðtalin afnotagjöld af Stöð 2, sem ekki var til þegar neyslukönnunin fór fram. I þriðja lagi er rétt að geta þeirra aðferða sem beitt er við ákvörðun húsnæðisliðs, en hann er að mestu leyti kostnaður við eigið húsnæði. Af þátt- takendum f neyslukönnuninni bjuggu 88% í eigin húsnæði en 12% í leiguhúsnæði. I síðastgildandi vísitölugranni var húsnæðisliðurinn að mestu leyti áætlaður í upphafi, en síðan látinn fylgja breyting- um á vísitölu byggingarkostnaðar. í þetta skipti var valin sú leið að byggja húsnæðislið grandvallarins sem mest á niðurstöðum neyslukönnunarinnar, annars vegar um rekstrarkostnað en hins vegar um fjármagnskostnað vegna öflunar eigin húsnæðis. Er hér fylgt fordæmi nágrannaþjóða í þessu efni. Til rekstrarkostnaðar telst viðhaldskosmaður, fast- eignagjöld og tryggingariðgjöld. Fjármagnskostn- aður er fólginn í greiðslu vaxta og verðbóta og er þá miðað við ákveðna samsetningu opinberra hús- næðislána, lífeyrissjóðslána og bankalána hjá þeim sem tóku þátt í könnuninni, og reiknað með gildandi vöxtum þessara lána á hverjum tíma. Breytingar lánskjara munu því hér eftir hafa áhrif á vísitölu framfærslukosmaðar. í meðfylgjandi yfirliti era sýnd heildarútgjöld samkvæmt hinum nýja vísitölugrandvelli í saman- burði við þann eldri svo og skipting þeirra eftir helstu útgjaldaflokkum. Eins og vænta mátti er heildarfjárhæð hins nýja vísitölugranns talsvert hærri en í síðastgildandi grandvelli. Heildarárs- útgjöld í hinum nýja granni era um 1.638 þús. kr. á verðlagi í maí 1988 samanborið við 1.444 þús. kr. í eldri grunni. Munurinner 13,4%.Þessartölurera þó

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.