Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1988, Blaðsíða 22

Hagtíðindi - 01.05.1988, Blaðsíða 22
194 1988 Nýr grundvöllur fyrir vísitölu framfærslukostnaðar (frh.) í reynd ekki sambærilegar vegna mismunandi með- alstærðar fjölskyldu í neyslukönnununum tveimur og þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið á hús- næðislið og bflalið vísitölunnar. Sé tekið tillit til þessa er niðurstaðan sú, að útgjöldin hafi aukist um 13% ámannfráárinu 1978 dlársins 1985,enþaðer sama aukning og orðið hefur á einkaneyslu á mann samkvæmt áætlunum Þjóðhagsstofnunar. Samanburður á skiptingu útgjalda í vísitölu- grunninum nýja og í hinum eldri sýnir talsverðar breytíngar á hlutfallslegri skiptingu útgjalda á hinum skamma tíma sem liðið hefur milli neyslu- kannana. Af helstu breytingum má nefna, að vægi matvöruútgjalda hefur minnkað úr 24,6% í 20,6% af heildarútgjöldum. Við þessu var búist enda hefur hlutur matvöru í heildarútgjöldum heimilanna sífellt farið minnkandi undanfama áratugi. Þess má geta, að fyrir 50 árum voru útgjöld til kaupa á mat- vöru um 43% af útgjöldum heimilanna. Húsnæðis- liður vísitölugrundvallarins nýja svarar til 12,8% heildarútgjalda en var 10,1% í eldri grunni. í þessu sambandi verður að hafa í huga að í síðastgildandi vísitölu fylgdi húsnæðisliðurinn breytingum bygg- ingarvísitölu, sem hefur verið ófullkominn mæli- kvarði á breytingar húsnæðiskostnaðar að undan- fömu. Raunar vó þessi liður 11% af heildarút- gjöldum sfðastgildandi vísitölugmnns þegar hann var fyrst tekinn upp í ársbytjun 1984. Að nokkm leyti má svo skýra breytingu húsnæðisliðsins með því, að meðalstærð íbúða í eigu þátttakenda í neyslu- könnuninni 1985/1986 var talsvert meiri en í könnuninni 1978/1979. Þetta stafar mest af því, að neyslurannsóknin náði nú til alls landsins en aðeins til höfuðborgarsvæðisins áður, en íbúðir em að meðaltali stærri utan höfuðborgarsvæðisins en inn- an þess. Að öðm leytí stafar aukið vægi húsnæðis- útgjalda af hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Eins og áður hefur komið fram em útgjöld af rekstri eigin bfls mun meiri í vísitölugmnninum nýja en í eldra gmnni. Af öðmm liðum má nefna að útgjöld tíl kaupa á fötum og skófatnaði em hlut- fallslega heldur minni í nýja vísitölugmnninum en hinum eldri og sama máli gegnir um útgjöld til kaupa á húsgögnum og heimilisbúnaði. Rétt er að ítreka f tengslum við allan þennan samanburð, að þær breytingar sem hér koma fram, stafa að hluta af því, að neyslukönnunin 1985/1986 tók til landsins alls en ekki aðeins tíl höfuðborgarsvæðisins eins og rannsóknin 1978/1979. Þetta á þó ekki við raf- magns- og hitakostnað, sem miðast við landsmeðal- tal bæði í hinum nýja og hinum eldri vísitölugmnd- velli.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.