Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.12.1988, Blaðsíða 2

Hagtíðindi - 01.12.1988, Blaðsíða 2
398 1988 Vöruskiptin við utlönd januar-oktober 1988. í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 5.071 millj. kr. og inn fyrir 5.035 millj. kr. fob. V öruskiptajöfnuðurinn í október var því hagstæður um 35 millj. kr. en í október 1987 var hann óhag- stæður um 365 millj. kr. á föstu gengi. Fyrstu tíu mánuði ársins 1988 voru fluttar út vörur fyrir 49,2 milljarða kr. en inn fyrir 49,1 milljarð kr. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn var á þess- um tíma hagstæður um 100 millj. kr. en á sama tíma árið áður var hann hagstæður um tæpar 600 millj. kr. á sama gengi. Að frátöldum skipum og flug- vélum var vöruskiptajöfnuðurinn janúar-október 1988 hagstæður um 800 millj. kr. samanborið við um 1.800 millj. kr. hagstæðan jöfnuð á sama tíma 1987. Fyrstu tíu mánuði ársins 1988 var verðmæti vöruútflutningsins svipað á föstu gengi og á sama tíma árið áður1), en um 3% minna ef útflutt skip og flugvélar eru frátalin. Sjávarafurðir voru um 7% minni að verðmæti en á sama tíma árið áður. Utflutningur á áli var 8% meiri og útflutningur kísiljáms 53% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Útflutningsverðmæti annarrar vöru (án skipa og flugvéla) var 2% meira fyrstu tíu mánuði ársins 1988 en á sama tíma árið áður, reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu tíu mán- uði ársins 1988 var mjög svipað og á sama tíma árið áður. Innflutningur til álverksmiðjunnar var 2% [Framhald á bls. 422] Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-október 1987 og 1988. í milljónum króna. Á gengi íjan.-okt. 1987 Á gengi f janúar-októbcr 1988” 1987 1987 1988 Breyting frá Janúar-október Janúar-október Janúar-október fyrra ári % Útflutt alls fob 43.984,8 49.526,9 49.169,6 -0,7% Sjávarafurðir 33.944,3 38.221,3 35.379,3 -7,4% A1 4.282,3 4.821,9 5.194,1 7,7% Kísiljám 1.170,2 1.317,6 2.014,5 52,9% Skip og flugvélar 376,9 424,4 1.733,0 Annað 4.211,1 4.741,7 4.848,7 2,3% Innflutt alls cif 48.285,5 54.369,5 54.434,1 0,1% Sérstakir liðir 9 3.810,9 4.291,1 5.052,1 17,7% Almennur innflutningur 44.474,6 50.078,4 49.382,0 -1,4% Þar af: olía 3.464,2 3.900,7 3.461,5 -11,3% Þar af; annað 41.010,4 46.177,7 45.920,5 -0,6% Vöruskiptajöfnuður fob/cif -4.300,7 -4.842,6 -5.264,5 Innflutningur fob 43.464,6 48.941,1 49.074,8 0,3% Vöruskiptajöfnuður fob/fob 520,2 585,8 -2.315,0 94,8 Án viðskipta álverksmiðju Án viðskipta álverksm., jám- -2.056,0 -3.214,1 blendiverksm. og sérstakrar fjárfestingarvöm -1.727,1 -1.944,7 -4.064,4 109,0% 2) Sérstakir innflutningsliðir fob: 3.582,1 4.033,4 4.782,4 18,6% Skip 1.401,5 1.578,1 2.363,5 Flugvélar 62,6 70,5 75,2 ísl. jámblendifélagið 315,5 355,2 388,1 9,3% Landsvirkjun 96,4 108,5 70,4 íslenska álfélagið 1.706,1 1.921,1 1.885,2 -1,9% 11 Miðað viö mcöalgengi á viöskiptavog; á þann mælikvaröa er verö erlends gjaldeyris talið vera 12,6% hærra í janúar-október 1988 en á sama tíma áriö áöur.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.