Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Page 29

Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Page 29
í umræðum um menntastefnu hafa einkum fjögur markmið verið fyrirferðarmest, það er jöfnuður til náms, skilvirkni, valfrelsi og námsárangur. Markmiðið um jöfnud felur í sér að allir eigi að hafa jafnan aðgang að menntun óháð efnahag. Skilvirkni segir að íjármunir skuli nýttir á sem hagkvæmastan hátt14. Valfrelsi snýr að rétti einstaklinga og frelsi til að velja milli ólíkrar menntunar. Og loks hámarks námsárangur sem felur í sér að menntakerfið útskrifi nemendur með góða menntun, ekki nauðsynlega við lægstan kostnað. Ljóst er að erfitt er að ná öllum markmiðunum samtímis. Þegar einu er náð er oft útilokað að ná öðru með fullnægjandi hætti. Niðurstaðan hefur því oftast orðið málamiðlun milli þessara markmiða. En það er einmitt þessi málamiðlun sem tekist hefur verið á um í umræðunni um menntastefnu. Þegar fram hafa komið verulegar breytingar á menntastefnu hafa áherslur verið að breytast milli markmiða; meiri jöfnuður eða meiri skilvirkni, meira valfrelsi og svo framvegis. í þessum átökum um jafnvægi má segja að um tvenns konar hugmyndafræði sé að ræða. Annars vegar svokallaða markaðsstiórnun og hins vegar svokallaða tilskipunarstiórnun. Markaðsstjómun hefur til dæmis viljað ýta undir sjálfstæði neytenda [nemenda], framleiðenda og greiðenda og viljað tryggja eðlileg samskipti og jafnvægi á milli þeirra á ímynduðum fræðslumarkaði. Hún hefur lagt áherslu á að þeir hvatar sem ráða neyslu á fræðsluþjónustu, Qármögnun og framboði séu sem virkastir og stuðli þannig að kostnaðarhagkvæmni, valfrelsi og góðum námsárangri. Hún vill draga úr opinberum afskiptum. Tilskipunarstjómun aftur á móti reynir að halda aftur af markaðsöflunum. Hún vill að hið opinbera gegni veigamiklu hlutverki á fræðslumarkaðnum, skilgreini jafnvel fræðsluframboðið, gæðin og verðið. Hún leggur áherslu á að fræðsla sé samfélagsleg þjónusta sem hið opinbera skuli veita og standi öllum opin. Báðar þessar stefnur geta komið fyrir í sama landi. Þannig getur markaðsstjórnun verið við lýði á vissum fræðslusviðum en tilskipanir á öðrum. Þá geta þessar stefnur fléttast saman að einhverju leyti þannig að hið opinbera setur til dæmis leiðbeinandi Iínur um lágmarks fræðsluframboð, gæði og Qármögnun, en markaðurinn sér um allt umfram það. Hagfræðin hefur í vaxandi mæli beint kastljósi sínu að umhverfi menntamála, en um 6/2% af Iandsframleiðslu OECD ríkjanna er ráðstafað til menntunar og um 15% af útgjöldum hins opinbera. Þá eru ríflega 22% íbúa þessara ríkja nemendur. Hér er því um mikla fjármuni og mikilvæg pólitísk stefnuatriði að ræða sem varða bæði framtíðarhagvöxt og velferð þegnana. En menntun nýtir takmörkuð gæði og hefur því fórnarkostnað. Samfélagið og einstaklingar verða að segja til um hversu mikiilar menntunar er þörf og hverju á að fórna í staðinn. Hér hefur hagfræðin hlutverk. Hún fæst meðal annars við að lýsa samskiptum nemenda, menntastofnana og stjórnvalda á ímynduðum fræðslumarkaði, markmiðum þeirra og hvatningu. Einnig hefur gætt vaxandi þrýstings frá hinu opinbera þar sem vöxtur í umfangi og starfsemi þess hefur skapað mikinn vanda og knúið margar þjóðir til að taka til 14 Hér er annars vegar átt við rekstrarhagkvœmm og hins vegar þjóðhagslega hagkvœmt menntunarstig, sjá síðar. 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Búskapur hins opinbera 1995-1996

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búskapur hins opinbera 1995-1996
https://timarit.is/publication/1009

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.