Baldur - 10.06.1944, Side 4

Baldur - 10.06.1944, Side 4
56 B A L D U R |: k * Skammtad úr skrínunni. | Lengri syndajátning en sálfur syndarinn. Þórleifur Bjarnason, kenn- ari, hefur nú jálað syndir sín- ar eins og boðað hafði verið. Birti Skutull, sem kom í gær, játninguna. Maðurinn hefur sýnilega haft mikið á samvizk- unni og þurft að létta á sér. Jálningin er, hvorki meira né minna en tæpir 8 dállcar, eða samtals 2 metrar og 60 centi- rnetrar eindálka á lengd, eða mun lengri en höfundur sjálf- ur. Præsten holdt en Tale — men sagde ingen Ting segir í dönsku gamankvæði og það á sannarlega við um þessa syndaj átningu, því hún sýnir ákaflega vel, að: „List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra þynna þynnkuna allra hinna“, og er með fádæmum hvað mikil slefa getur lekið frá ein- um manni. Náhljóð nazismans heyrðist í síðasta Vesturlandi í iadæma aulalegri svívirðing- argrein um Sovétríkin eftir einhvern Ax. Ekki er ástæða til að eyða rúmi i að svara þeirri ritsmið, því jafnvel heimskustu nazist- um myndi ofbjóða aulaskap- urinn og sjálfur Göbbels gera grín að henni ef hann sæi. Hitt er aftur á móti umtals- vert, að ritstjóri Vesturlands skuli birta þessa grein, án at- liugasemdar í sama blaði og hann birtir áberandi fregn um að Sovétríkin hafa, ásamt öðr- um ríkjum, sent okkur heilla- óskir og viðurkenning i sam- handi við ákvörðunum okkar um lýðveldisstofnun. Hið unga íslenzka lýðveldi skiptir það svo miklu máli, að fá viðurkenningu jafn voldugs stórveldis og Sovétríkjanna og halda vináttu við þau, að það er einstakt ábyrgðarleysi af ís- lenzlcum alþingismanni að koma á framfæri jafn auð- virðilegum og svívirðilegum dylgjum um ríki, sem í hví- vetna hefur sýnt okkur vin- skap og viðurkenning, og það riki, sem undanfarin ár hefur staðið i eldinum í baráttu fyrir frelsi og menningu alls mann- kynsins. þróttavellinum og sigraði Hörðui\ Kl. 7 e. h. var kvikmynda- sýning og kl. 8M> síðd. hófst fjölhreytt kvöldskemmtun í Alþýðuhúsinu. Haukur Helgason, bæjarfull- trúi, flutti ræðu, sjómannakór, undir stjórn Högna Gunnars- sonar, söng nokkur lög við mikinn fögnuð álieyrenda. Verðlaunum fyrir keppni í reipdrætti, sundi og kappróðri var úthlutað, skemmtilegur út- varpsþáttur fluttur og kvik- mynd sýnd. Að aflokinni kvöldskennnt- uninni var dansað i öll- um samkomuhúsum bæjarins. Bæði kvöldskemmtunin og dansleikirnir voru fádæma vel sótt. Merki sj ómannadagsins voru seld á götunum allan dag- inn. Fánar hlöktu livarvetna við hún og öll skip voru fán- um skrýdd. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag og Sunnudag kl. 9 SÖNGDISIN Söngva- og skemmti- mynd. Sunnudag kl. 5 TARZAN Siðasta sinn. Klæðið landið, eflið Landgræðslusjóð. Nú undanfarið hefir oftlega verið getið um i útvarpinu,- að efnt hafi verið til svonefnds Landgríeðslusjóðs i tilefni lýð- veldisstofnunarinnar. Hafa í því skyni verið flutt ávörp og hvatningartölur, þar sem lieit- ið hefir verið á alþjóð þessa lands, að „leggja sinn skerf til, stóran eða smáan, eftir ástæð- um“. Ungmennafélaginu Árvakri hafa verið send tilmæli um að veita slíkri fjársöfnun mót- töku hér, og geta þeir, sem þetta þjóðræktarfyrirtæki vilja styðja, komið tillögum sínum til Páls Guðmundssonar á hæj- arskrifstofunni, Helga Guð- mundssonar i Norskabakaríinu og Guðmundar frá Mosdal. Einnig munu bókaverzlan- ir Jónasar Tómassonar og Matthíasar Bjai'nasonar taka á móti framlögum til sjóðsins. Viðurkenningarblöð fyrir 5, 10, 25, 50 eða 100 krónum verða afhent um leið. Þakkarávarp. Alúðar þakkir fyrir sýnda vinsemd á fimmtugsafmæli mínu. Isafirði 9./6. ’44. Gisli Jálíusso'n, skipstjóri. Prentstofan Isrún h.f. I. S. I. I. B. I. Afmælismót Harðar 18. júní. Keppt verður í eftirtöldum íþróttum: Hástökki, Langstökki, Stangarstökki, Spjótkasti, Kringlukasti, Kúluvarpi, 100 metra hlaupi, 400 metra hlaupi, 1500 metra hlaupi, ‘Húndknattleik kvenna, Ivnattspyrnu, 1. floklc. Verðlaunapeningar gelnir l'yrir bezta afrek í liverri grein. Félög á Vestfjörðum innan 1. S. 1. tilkynnið þátttöku fyrir 16. júni n. k. til Péturs Þórarinssonar, Isafirði. Stjórn H A R Ð A R. Áskorun um kolasparnað. Með því að miklir örðugleikar hafa verið á því und- anfarið að fá nægileg kol til landsins og líldegt að svo verði fyrst um sinn, er héi\með brýnt fyrir öllum að gæta hins ýtrasta sparnaðar um kolanotkun, og jafn- framt skorað á menn að afla og nota innlent eldsneyti að svo miklu leyti sem unnt er. Er sérstaklega skorað á héraðs- og sveitastjórnir að hafa forgöngu í því að aflað verði innlends eldsneytis. Viðskiptamálaráðuneytið, 20. maí 1944. Auglýsing um hámarksverð. Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja, hefur Viðskiptaráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á eggj- um frá og með 1. júní 1944: 1 heildsölu ..... kr. 10,00 I smásölu .......— 12,60 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin auglýsing Viðskiptaráðsins um hámarksverð á eggjum, dags. 29. marz 1944. Reykjavík, 31. maí 1944k VERÐLAGSST J ÓRINN. Tilkynning. Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á brauðum: Rúgbrauð, óseydd,.. 1500 gr. kr. 1,70 Rúgbrauð, seydd, . 1500 — — 1,80 Normalbrauð ...... 1250 — — 1,70 Franskbrauð ........ 500 — — 1,20 Heilhveitibrauð .... 500 — — 1,20 Súrbrauð ........... 500 — — 0,95 Wienarbrauð pr. stk........... — 0,35 Kringlur pr. kg............... — 2,75 Tvíbökur pr. kg............... — 6,55 Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngd en að ofan greinir, skulti þau verðlögð í hlutfalli við ofan- greint verð. Á þeim stöðum, þar sem brauðgerðir eru ekki starf- andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við há- marksverðið. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 1. júní 1944. Reykjavík, 31. maí 1944. VERÐLAGSSTJÖRINN. AÐALFUNDUR Blóma* og trjáræktarfél. á morgun kl. 4 e. h. á Samvinnufélagsskrifstofunni.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.