Baldur


Baldur - 27.01.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 27.01.1945, Blaðsíða 1
XI. ÁRG. ísafjörður, 27. janúar 1945 1. tölublað. Breytingatillögur við fjárhags- áætlun ísafjarðar 1945. Til lesenda Baldurs. „Seint koma sælir, en koma þó“ má segja um Baldur að þessu sinni. Það er nú æði langt síðan blaðið var seinast á ferð, og verður því að biðja kaupendur þess og aðra lesendur velvirð- ingar á þeim drætti, sem orð- ið hefur á útkomu þess á þessu nýbyrjaða ári. Dráttur þessi stafar af því, að ritstjóri Bald- urs var fjarverandi úr bænum. 1 þessu fyrsta tölublaði árs- ins 1945 er bæði ljúft og skylt að þakka öllum þeim, sem stutt hafa að útkomu blaðsins á liðna árinu, bæði þeim, sem gerzt hafa fastir kaupendur og greitt það skilvíslega; þeim, sem auglýst hafa í blaðinu og siðast en ekki sízt þeim, sem styrkt hafa útgáfu þess með fjárframlögum. En þrátt fyrir alla þessa aðstoð góðra manna vantar talsvert á að blaðið beri sig fjárhagslega. Þó er fjár- hagslegur halli á útgáfu blaðs- ins ekki meiri en það, að me£ góðum samtökum allra þeirra, sem vilja að blaðið komi út, er auðvelt að tryggja útkomu þess á yfirstandandi ári og framvegis. Þess ber að gæta, að það er ekki nema rúmt ár síðan blað- ið fór að koma reglulega út og farið var að safna föstum á- skrifendum. Fastir áskrifendur þess eru þvi eðlilega mun færri en þeirra blaða, sem komið hafa reglulega út svo áratug- um skiptir. Þessvegna verður nú á þessu ári að leggja miklu meiri áherzlu á að afla blaðinu fastra áskrifenda, en hingað til hefur verið gert, og þyrfti, ef vel ætti að vera, að tvö- til þrefalda kaupendatölu þess; takist það er fjárhagsleg af- koma þess tryggð. Um efni blaðsins á þessu ári skal ekki fjölyrt hér. Það mun, eins og undanfarið, ræða öll þau mál, sem alþýða þessa byggðarlags varðar, og væntir í því efni aðstoðar stuðnings- manna sinna víðsvegar um Vestfirði. Blaðið treystir þeim, sem vilja að það haldi áfram að koma út, til þess að útbreiða það eftir því sem föng eru á og veita því styrk og aástoð á annan hátt. Takmarkið er að kaupendur blaðsins verði tvi- svar til þrisvar sinnum fleiri á þessu ári, en þeir eru nú, að þvi verða allir vinir þess að vinna. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Isafj ai'ðarkaupstaðar fyrir ár- ið 1945 hefur nú verið sam- þykkt. Niðurstöðutölur tekju- og gjaldamegin eru kr. 2315000,00. Útsvarstekjur eru áætlaðar kr. 1385000,00 eða kr. 190000,00 hærri en áætlað var s.l. ár. Aðrar tekjur eru kr. 920000,00. Hæstu gjaldaliðir eru: At- vinnumál kr. 524000,00. Lýð- trygging og lýðhjálp krónur 470955,00 og til menntamála kr. 376 450,00. Bæj arfulltrúarnir Haraldur Guðmundsson, Högni Gunnars- son og Jón Jónsson fluttu víð- tækar breytingartillögur við á- ætlunina, en þær voru allar felldar af meirihluta bæjar- stj órnar, alþýðuf lokksmönn- um. Breytingatillögurnar voru í stuttu máli þessar: Tekjumegin lögðu þeir til að Jönfunarsjóðsgjald liækk- aði úr kr. 100000,00 upp í kr. 125000,00 og að lagt yrði sér- stakt sætagjald á bíó er næmi kr. 9000,00. Hækkun tekju- megin samtals kr. 34000,00. Gjöldin lögðu þeir til að lækkuðu þannig: íms gjöld lækki úr kr. 101288,60 í kr. 51288,60 eða um kr. 50000,00, áætlað til girðing- ar við Gagnfræðaskólann kr. 3000,00 og sérfræðings vegna atvinnumála kr. 5000,00 lalli niður, gjöld vegna bifreiðar lækki um kr. 15000,00, áætlað framlag til kaupa á skurð- gröfu um kr. 20000,00, áætlað fé til launahækkana vegna væntanlegra launalaga lækki úr kr. 75000,00 í 50000,00 og framlag bæjarsjóðs til opin- berra bygginga úr kr. 175000,00 í 100000,00. Þessar lækkanir námu samtals kr. 193000,00. Samkvæmt þessum breyt- iiigatillögum liæklaiðu. úætlað- ar tekjur því um kr. 3k000,0(J, en gjöldin lækkuðu um kr. 193000,00, eða samtals kr. 227000,00 og lögðu flutnings- menn til að þetta fé grði dreg- ið frú úætlaðri útsvarsupphæð og yrðu útsvörin kr. 1168000,00. Ennfremur lögðu þeir til að kr. 42000,00, sem áætlað er að verja til viðgerða á ýmsum götum i bænum, yrði varið lil þess að steypa slitlag og leggja göturennur i Hafnarstræti, of- an og neðan bæj arbryggj u, eftir því, sem fjárhæðin hrekk- ur til. Það er þetta, sem Skut- ull kallar að fella niður verk- legar framkvæmdir. Skutull segir að breytingatil- lögur við fjárhagsáætlunina hafi verið „fáar og smáar“. Það má vera að 227 þúsund krónur séu smá upphæð í aug- um ritstjóra Skutuls, en það hlýtur að skipta nokkru þá fáu gjaldendur, sem hér eru, hvort útsvörin, sem þeir greiða til bæjarsjóðs, hækka frá s.l. ári um kr.190000,00, eða lækka um kr. 227000,00. Rúmsins vegna er ekki hægt að skrifa nánar um þessar breytingatillögur að þessu sinni, en það verður gert í næsta blaði og þá gerð nánari grein fyrir þeim. ------0------ Kveðja til ísfirdinga. Kæru Isfirðingar! Ödrengilegt væri það og van- þakklátt af minni hálfu að láta þettá ár líða svo lijá, að ég sendi ykkur eigi kveðjur mín- ar og þakkir fyrir hinar ástúð- legu viðtökur, sem ég lilaut hjá ykkur á óglejTiianlegri Islands- ferð minni á nýliðnu sumri. Dagarnir, sem ég dvaldi hjá ykkur, voru svo bjartir og hlýir í öllum skilningi, að end- urminningin um þá mun jafn- an verða meðal fegurstu minn- inga minna frá sumarmánuð- unum söguríku og sólriku heima á ættjörðinni á þessu sigurári hennar; en þær minn- ingar munu hita mér um hjartarætur til daganna enda. Með einlægum þakkarhug minnist ég framúrskarandi góðvildar ykkar, gestrisni og rausnar, sem lýsti sér meðal annars i hinu virðulega sam- sæti, sem þið hélduð mér, og i gjöfunum rikulegu, sem þið sæmduð mig: — rúnakeflinu fágæta og fagurgerða og ljós- myndinni af firðinum ykkar svipmikla. Hvorttveggja eru mér dýrmætir minjagripir. Jafn þakklátlega minnist ég komunnar að Núpi i Dýrafirði og þess, hve ágætum viðtökum ég átti þar að fagna, og þá eigi siður útisamícomunnar fjöl- mennu hjá ykkur á Isafirði, þar sem þið sýnduð svo eftii’- minnilega góðhug ykkar til Is- lendinga vestan hafs og mín persónulega. Um þær samkom- ur báðar verður alltaf bjart í huga mínurn. Fyrir allt þetta vil ég nú af heilum huga þakka hjartan- lega, bæjai’stjóra ykkar, bæj- arstjói’n, ísfirzkum Templur- um og ísfirðingum öllum, sem lögðu svo drjúgan skei’f til þess að gera mér Islandsfei’ð- ina sem ánægjulegasta og eft- irminnilegasta. Ég bið ykkur öllum, Isafirði og Vestfjörðum, blessunar á árinu, sem i hönd fer, og um alla ókomna tið. Og . þegar ég nú, þúsundir milna í burtu frá ykkui’, rita þessi kveðju- og þakkarorð, koma mér i hug þessar ljóð- línur úr lokaerindi hins fagra kvæðis Guðmundar skálds Guðmundssonar um fjörðinn ykkar: „Við arineld þinn stöndum vér, unga tímans dís, með lyftum hug og höndum, — á himin dagur rís!“ Megi hinn nýi frelsisdagur þjóðar vori’ai’, sem rcis af tím- ans djúpi með endurreisn lýð- veldisins á Þingvöllum 17. júní í sumai’, verða ölfum börnum hennar dagur gæfu og vaxandi þj óðai-þroska! Ricliard Beck. -------0------- Noregssöfminin. I sunnudagaskóla Hjálpræð- ishersins hér á Isafirði söfnuð- ust ki’. 700,00 sjö hundruð krón- til Noregssöfnunarinnar. Hafa stjórnendur sunnu- dagaskólans beðið Ixlaðið fyi’ir innilegt þakklæti til barnanna og forekh’a þeirra fyrir þessa myndarlegu gjöf til bágstaddra norskra bania. Dánarfregn. Aðfaranótt 14. þ. m. andaðist hér í bænum frú Rannveig Samúelsdóttir, kona Jóns Hi’ó- bj artssonai’, kennara, og Jón Ólafur Jónsson, málarameist- ari. Þá er ný látin hér á EIli- lieimilinu Kx-istjana Helgadótt- ir, háöldruð kona, og i Reykja- vík Júlíaná Bjarnadóttir móð- ir þeirra bræðra Arnórs og Árna Magnússona hér í bæn- um.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.