Baldur


Baldur - 11.02.1945, Síða 1

Baldur - 11.02.1945, Síða 1
UTGEFANDI: SÖSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 11. febrúar 1945 3. tölublað. „Svipmyndiru Skutuls frá sambandsþingi. 1 seinustu blöðum Skutuls nú fyrir áramótin og fyrsta blaði þessa árs, birtust langar greinar um seinasta þing Al- þýðusambands Islands. Þessum greinum sem bera nafnið: „Svipmyndir frá sam- bandsþingi“, var ekki unnt að svara þá þegar, vegna þess að Baldur kom ekki út mestan hluta j anúarmánaðar af ástæð- um, sem áður hefur verið skýrt frá, og þau blöð, sem síðan hafa komið, hafa að meira eða minna leyti verið helguð fjár- hagsáætlun bæjai'ins, sem ekki er ástæðalaust að skrifa um og það nánar en þegar hefur ver- ið gert. Það má því búast við að þessar „svipmyndir“ Skutuls séu orðnar nokkuð rykfallnar, en þar sem höfundur þeirra virðist standa í þeirri mein- ingu, að hér sé um ^anngilt listaverk að ræða, er ástæða til að skýra nánar nokkra drætti í þessum myndum. Skutull segir að kommúnist- ar, sem hann kallar svo, hafi falsað meirihlutann á sam- bandsþinginu með því, að svipta fulltrúa frá Sandi, Hofs- ós og Þórshöfn fulltrúaréttind- um, koma í veg fyrir kosn- ingu fulltrúa í Borgarfirði, taka gildan fulltrúa frá ný- stofnuðu félagi i Dyrhóla- hreppi og félagi kápusauma- stúlkna í Reykjavík. Þá segir Skutull ennfremur, að sviknir hafi verið samningar, við al- þýðuflokksmenn í Dagsbrún og Þrótli á Siglufirði, um að Alþýðuflokkurinn fengi full- trúa í sama hlutfalli og hann ætti menn i stjórnum þessara félaga, og að lokuni er það álit Skutuls, að mejrihlutinn á þinginu hafi verið falsaður, vegna þess að tveir samein-’ ingarmenn voru kosnir frá Bolungarvík, þrir liéðan frá Isafirði og einn frá Patreks- firði!! Það er ýmislegt fleira i þess- um „svipmyndum“, sem á- stæða væri til að fara nokkrum orðum um, en þessi atriði verða látin nægja, og vísað til ágætrar greinar um 18. Al- þýðusambandsþingið, sem Jón Rafnsson, erindreki Alþýðu- sambandsins, birti í jólahefti Vinnunnar. I greininni er frá því sagt, að um [>að bil og eftir að kjör fulltrúa liafði farið fram bár- ust sambandsstjórn beiðnir um undanþágur frá tveimur sam- bandsfélögum, önnur frá V erkalýðsf élagi - Ölafsf j arðar um leyfi til að kjósa aftur full- trúa, vegna þess að hinir kjörnu fulltrúar, bæði aðal- fulltrúi og varafulltrúi, gátu ekki mætt á þinginu vegna gildra forfalla, hin frá Verka- lýðsfélagi Þórshafnar, þar sem farið var fram á að kjósa full- trúa eftir að kjörtími var úti, en félagið hafði þá ekki getað haldið fund, til þess að kjósa fulltrúa. Beiðninni fylgdi eng- in greinargerð. Sambandsstj órn afgreiddi þessar undanþágubeiðnir með þvi að synja þeim báðum. Þeirri fyrrri í einu hljóði, en þeirri síðari, frá Þórshöfn, með 5 atkvæðum gegn 4. Félagið í ólafsfirði beygði sig fyi’ir úr- skurði miðstjórnar og sendi ekki fulltrúa. Félagið á Þórs- höfn sendi hinsvegar fulltrúa þrátt fyrir neitun miðstjórnar, en honum var, eins og sjálf- sagt var,neitað um fulltrúarétt- indi, en samþykkt að hann fengi þingsetu með málfrelsi og tillögurétti, en hann neitaði þvi. Alþýðuflokksmennirnir börðust fyrir því eins og óðir væru, að lög og samþykkt- ir Alþýðusambandsins væru teygð eins og hrátt skinn, ef það gæti orðið þeirra pólitíska svindilbraski til framdráttar. Um fulltrúann frá Saiuti er það að segja, að bæði hann og fulltrúinn í Ölafsvík voru kosn- ir með nafnakalli. Slík kosn- ingaaðferð á sambandsþing er ólögleg. Það var þvi jafnt á lcomið með báða þcssa fulltrúa, en það undarlega skeði, að „réttlætispostularnir" og „sálu- félagarnir“ á þinginu, vildu ólmir taka fulltrúann frá Sandi gildan, á liinn var ekki minnzt, vegna þess að liann hafði látið svo um mælt, að hann legði ekki kapp á að fá þingsetu, ef það færi í bága við lög sam- takanna. Svo hefur pólitískur litur kannske haft eitthvað að segja? Báðum þessum fulltrúum veitti meirihlutinn þingsetu með tillögurétti og málfrelsi. Um fulltrúana frá Hofsós og Dyrhólahreppi segir svo i grein Jóns Rafnssonar: „Tvö félög voru tekin í sam- bandið eftir að kjörtimi full- trúa var útrunninn, annað á kvöldfundi miðstjórnar 15. okt. s. 1., en hitt á þinginu. Þetta voru Verkalýðsfélag Dyrhóla- lirepps og Verkamannafélagið á Hofsós. Félög þessi gátu ekki kosið fulltrúa á réttum tíma, né heldur þurfti að lúta lögum aambandnins í þessu efni (let- urbreyting Baldurs). Sá var þó munurinn, að Verkal)'ðsfélag Dyrhólahrepps hafði verið tekið í sambandið með fullum réttindum gegn einu atkvæði á miðstjórnar- fundi, þegar kosning fulltrúa fór fram, en fulltrúakjör Verkalýðsfélagsins á Hofsós fór fram áður en íélagið var tekið í sambandið“. Þrátt fyrir þetta vildu full- trúar gamla tímans, hannibal- arnir, neita félaginu í Dyrhóla- hreppi og fulltrúa þess um full réttindi í sambandinu og á þinginú, en veita félaginu og fulltrúanum á Hofsós þessi réttindi. Aðstaðan var sú, að fulltrúinn frá Hofsós var úr liði „sálufélaganna“, þessvegna hafði hann meiri rétt að þeirra áliti. Meirihlutinn lét hinsveg- ar lögin ganga jafnt gfir báða og veitti þeim full réttindi. Þessi atriði ættu að nægja til þess að sýna hversu trúlega þessar „svipmyndir" eru dregiíár, verður þó að sleppa ýmsum atriðum, sem vert væri að minnast á, t. d. gróusögun- um um, að komið hafi verið i veg fyrir fulltrúakosningu í Borgarfirði, allt kjaftæðið um kúgun fulltrúanna af hálfu meirihlutans o. fl. Viðvíkj andi samningumiHi, sem Skutull segir að hafi verið sviknir, er það að segja, að nú hefur birzt yfirlýsing frá for- manni Dagsbrúnar, Sigurði Guðnasyni, þar sem hann neit- ar því afdráttarlaust að gefið hafi verið loforð um slikan samning af hálfu Dagsbrúnar, hvað þá að bann hafi verið gerður, og sama er að segja um verkamannafélagið Þrótt á Siglufirði. Að lokum er »svo fulltrúa- kosningin hér á Vestfjörðum. Skutull telur það fölsun meirihlutans á þinginu að sex fulltrúar, sem ekki voru sanntrúaðir alþýðuflokks- menn, voru sendir héðan á þingið. Það er vitanlegt, að Alþýðu- flokkurinn hefur haft allt fylg- ið i verkalýðsfélögunum hér á Vestfjörðum, en það fylgi er nú óðum að minnka. Þetta er beizk staðreynd fyrir þessa herra, en ekki þýðir þeim að dylja þá staðreynd með því að æpa um falsanir í sambandi við þessar kosningar. Allir þessir sex fulltrúar voru kosnir á fullkomlega löglegan hátt og kosningarnar vel undirbúnar. Eitt þessara félaga, Vélstjóra- félag Isafjarðar, hefur líka sýnt, að það var alls ekki hend- ing, hvernig það kaus fulltrúa, með því að endurkjósa stjórn félagsins, þar á meðal for- manninn, sem var fulltrúi þess á sambandsþinginu, og önnur þessara félaga munu sýna, að þau kjósa þá menn í trúnaðar- stöður, sem þau treysta bezt, án þess að spyrja hannibalana, eða þeirra nóta, um leyfi. 0------- Orustan um Stalíngrad. Bókaútgáfan Rún á Siglu- firði auglýsir á öðrum stað hér í blaðinu nýstárlega bók, Or- ustuna um Stalíngrad. 1 þessari bók er frásögn um þessa sögufrægu orustu, en það var hún, eins og kunnugt er, sem olli þáttaskiptum í þess- um ófriði. Þegar orustan um Stalín- grad hófst, var meginhluti Rússlands í höndum þýzkra nazista. En Sovét-þjóðununl tókst að verja borgina og hrekja þýzku liðsveitirnar brott. Eftir það byrjaði undan- hald Þjóðverja. Þeir voru liraktir út úr Rússlandi og flestum .þeim löndum, sein þeir höfðu hernumið, og nú er svo komið að orustan um Ber- lín er raunverulega hafin, og það er aðeins tímaspursmál hvenær sú borg fellur. Það er þess vegna fróðlegt að rifja nú upp frásagnir af hinni hetjulegu vörn Stalínsborgar, og ættu sem flestir að gerast á- skrifendur að þessari ágætu, en ódýru bók. Bókaforlagið Rún hefur áð- ur gefið út margar ágætaivbæk- ur, þar á meðal Evrópa á glap- sflgum, sem út kom í fyrra, Skíðahetjurnar, er segir frá baráttu inilli rauðliða og hvít- liða í Karelíu 1918, og margar fleiri. ~ -----------0—------- % \

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.