Baldur


Baldur - 11.02.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 11.02.1945, Blaðsíða 2
10 B A L D U R V y I Skammtað úr skrínunni. | Skátafél. Einherjar. Baldur hefur fengið að láni starfsskýrslu Skátafélagsins Einherjar frá 1. janúar til 30. september 1944. 1 skýrslunni er mjög itarleg frásögn af starfi félagsins á þessu tima- bili. Er ekki kostur á að skýra frá því öllu hér en við lestur skýrslunnar sézt, að skátafé- lagið hefur starfað bæði mikið og vcl á árinu, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, sérstaklega vöntun á hæfilegu húsnæði til daglegra félagsstarfa. 1 íelaginu eru samtals 80 fé- lagar, 59 virkir og 26 óvirkir- og reynslul'élagar, skiptast þeir þannig miili sveita félagsins: Ylfingasveit 20 virkir og 6 reynslumeðlimir, skátasveit 30 virkir og 8 reynslumeðlimir, rekkasveit 9 virkir og 7 óvirk- ir. A árinu voru haldnir 8 fundir i félagsráði, og 6 deild- arfundir. Á einum deildar- fundi mættu 25 Valkyrjur; voru á þeim fundi sagðar fréttir frá aðalfundi B. 1. S. Dómstóll félagsins tók engin mál fyrir á árinu. Félagið héll aðalfund 13. l'ebrúar, ög voru þar sam- þykkt ný og mjög ítarleg lög fyrir það. Sama dag aðstoðuðu Einherjar og Valkyrjur á gam- almennasamsæti kvenfélagsins Hlif. Hlaupársdaginn 29. febrúar héldu Einherjar hátiðlegt 16 ára afmæli sitt með liófi í 1. O. G. T.-húsinu. Var foreldr- um skátanna hoðið þangað og mörgum öðrum, svo sem sókn- arpresti, skólastjórum, lækn- um, bæjarstjóra, bæjarfógeta o. fl. öllum var veitt kaffi og köluir. Skemmtiatriði voru fjölbreytt, og fór hófið mjög á- nægjulega fram. Frá þessari skennntun er mjög ítarlega sagt i skýrslunni, en þeir, sem þar voru, munu á einu máli um það, að þeir hafi sjaldan notið ánægjulegri skemmtunar, — minnsta kosti er það svo með ritstjóra Baldurs. 2. marz var öllum gömlum skátum í bænum boðið á af- mælisfagnað, og þá stofnað styrktai'félag skáta á lsafirði, Magni, form. Kjartan ölafsson. Er þetta fyrsta skátastyrktar- félagið, sem stofnað er hér- lendis. Skátafélagið kaus einn mann í móttökunefnd fyrir Iþróttafé- lag Reykjavíkur og Ármann, en bæði þessi félög fóru í sýn- ingaferðir hér um Vestfirði s.l. sumar, hvort í sínu lagi. Deildarforingi, Hafsteinn 0. Hannesson, var kosinn. Þá tók félagið þátt í „Hjálp í • viðlögum“ námskeiði, er Rauðikross lslands stóð fyrir. Var kennt í Herkastalanum 21.—24. marz, tvær klukku- stundir á kvöldi; nemendur um 35. Einnig var kennt í skíðaskálanum í 3 klst., nem- endur þar voru 8. Skátarnir Agúst Leós og Hafsteinn O. Hannesson, kenndu með aðstoð nokkurra annara skáta. Lækn- ar fluttu 2—3 erindi, ng að lok- um var sýnd mjófilma um þetta efni. Af Iþróttastarfsemi félags- ins er þetta helzt að segja: Það tók þátt í Skíðamóti Vestfjarða 26.—27. marz og 6.—7. apríl. Firnrn Einherjar hlutu verðlaunapeninga á mót- inu, voru þeir afhentir á sam- sæti 6. júní. Félagið tók þátt i stofnun Iþróttahandalags Isfirðinga 23. apríl s. 1. og var Ilafsteinn 0. Hannesson kosinn ritari þess. I. B. I. stofnaði litlu síðar Skíðaráð Isafjarðar og bauð félaginu að tilnefna menn í það, og var Daníel Sigmunds- son, (Magni) tilnefndur aðal- maður og Magnús Baldvinsson (R. S.) varamaður. Á deildarfundi 12. maí var samþykkt svohljóðandi tillaga um þátttöku félagsins í íþrótt- um: „Félagið lcggur, sem íþrótta- félag, aðeins stund á skíða- íþróttina, og telur mjög æski- legt að meðlimir þess keppi á opinberum mótum undir nafni félagsins“. Á þessum sama fundi var rætt um hugmynd Ágústs Leós um varðeldahvamm í landi Blóma- og trjáræktarfélags Isa- fjarðar og forráðamönnum fal- ið að semja um þetta við B T. F. I. I september var geng- ið á staðinn með stjórn B. T,- F. I., sem tók vinsamlega í málið, var mælt út og rætt nán- ar um þetta. Sumardaginn fyrsta var skátamessa í Isafjarðarkirkju. Fór hún fram með sama hætti og skátamessur undanfarið. Skátar fjölmenntu og endur- nýjuðu skátaheitið. Kirkjan" var þétt skipuð. Skátar áttu fulltrúa í undir- lniningsnefnd lýðveldishétíðar- innar á Isafirði 17. júní og tóku mikinn þátt í hátíðahöldunum. Einnig aðstoðuðu þeir við mót- töku forseta Islands 7. ágúst í sumar. á aðalfundi B. I. S. í sumar, sendi skátafélagið einn full- trúa, formann sinn, Hafstein 0. Hannesson, og 10 ísfirzkir skátar fóru í boði Skátafélags Akureyrar á skátamót í Leyn- ingshólum innan við Akur- eyri. Hér verður látið staðar num- ið, en frá mörgu fleira mætti segja, s. s. útilegum í Tungu- skógi, ferð á Glámu, en í henni tóku 14 skátar þátt og voru fimm þeirra 12—14 ára. Formaður Skátafélagsins er Hafsteinn ö. Hannesson og einnig er hann deildarforingi Ylfinga. Foringi skátasveitar er Jón Páll Halldórsson og for- ingi rekkasveitar Sveinn Elí- asson. ■ 0 "■ Samningsbrotin í skipa- vinnunni. I seinasta tbl. Baldurs skrif- aði verkamaður greinarkorn um taxtabrotin í fiskiskipun- um og deildi á afskiptaleysi stjórnar verkalýðsfélagsins Baldurs í því máli. 1 þessari grein er eitt atriði, sem ekki mun vera allskostar rétt, og það er það, að í öllum skipum, sem hér hafa tekið fisk hafi skipsmenn uniiið, hinsvegar er það rétt að í útlendu skipunuín unnu allt að 10 menn. En þetta er ekkert aðalatriði, mestu máli skiptir það, að samning- urinn er brotinn. Verkamenn ræða málið. . Mál þetta var talsvert rætt á lundi i Baldri s. 1. sunnudag. Verkamenn, sem þar töluðu, ræddu málið með hófsemd og stillingu, en voru þó ekki á einu máli um það, livort lient- ugt væri fyrir verkamenn að halda fast við þessi ákvæði samningsins i öllum tilfellum, en ekki var því neitað, að hér væri um samningsbrot að ræða. Um þetta atriði verður ekki rætt nánar hér, en á það má benda, að varliugavert getur verið að slaka mjög til í þessu efni; þótt kannske sé hægt að forsvara það i einstökum til- fellum. Foiingjarnir taka til máls. Það kom sannarlega annað hljóð í strokkinn, þegar þeir Hannibal og Helgi Hannesson, Reykvíkingur? fóru að ræða um þetta mál. Réðust þeir af miklu offorsi, með fingrapati og handaslætti, á ritstjóra Baldurs og vildu ólmir hefja pólitískar illdeilur í stað þess að ræða aðalatriði málsins, samningshrotin, Hannibal hélt því meðal annars fram, að rit- stjóri Baldurs hlyti að vera höfundur greinarinnar, vegna þess að þar væri minnzt á Attila Húnakonung. Þetta voru sannarleg kompliment fyrir ritstjóra Baldurs, en sýnir að skólastjóri Gagnfræðaskólans hefur ekki mikla trú á sögu- þekkingu verkamanna. Þá hneykslaði það Helga Hannes- son mjög, að Baldur hafði sagt frá því, að Vélstjórafélagið væri eina félagið hér, sem haldið hafði aðalfund; taldi hann það árás á Verkalýðsfé- lagið Baldur og Sjómannafé- lagið. Þá virtist frásögn Baldurs um liina lmeykslanlegu sölu á eignum verkalýðsfélaganna í Reykjavik, mjög hafa komið við hjarta þessara manna. Sagði Helgi að eignirnar hefðu z verið seldar af nauðsynlegri skipulagsbreyting; ekki gat • hann þess* þó, að það hefði verið nauðsynleg skipulags- breyting að selja þessar eignir undir fasteignamats- og bruna- bótaverð. Þá sagði Helgi, að bækur fulltrúaráðsins væru vel geymdar, en þær yrðu ekki afhentar kominúnistum, ástæð- an væri sú, að þar er ýmislegl bókað viðvíkj andi Alþýðu- flokknum. En getur líka ekki verið, að þar sé eitthvað ann- að, sem þarl' að dylja? Það átti að efna til æsinga. öll framkoma þeirra Ilanni- hals og Helga lýsti ósegjanlega miklum taugaóstyrk, og ætlan þeirra var auðsjáanlega sú, að efna til æsinga á fundinum Þessir menn hafa nú tekið upp þann sið, að leita trausts og halds hjá nokkrum félögum í Baldri, þegar að einhverju leyti er vikið að þeirra póli- tísku loddarabrögðum. En verkafólkið lét ekki ginnast til æsinga. Það sat miklu fremur höggdofa undir fúk- yrða austri þeirra og horfði á sprikl þeirra með blöskri. Þegar Haraldur brosti. Ymislegt fleira mætti segja af framferði þessara herra á fundinum, en því verður sleppt hér. Til gamans skal þess þó getið, að þegar Hannibal rót- aðist sem mest undir lok fund- arins, varð Haraldi Guðmunds- syni, bæjarfulltrúa, sem þá var nýlega mættur á fundinum, það á að brosa. Bros þetta hafði sömu verkan á skóla- stjórann og rauð dula á vissa skepnu. Hann missti þá alla stjórn á sér, enda þótt hún væri lítil áður. ------o------- BANKABLAÐIÐ Baldri hefur nýlega verið senl 2. tbl. Bankablaðsins 1944. I þessu blaði eru margar á- gætar greinar um bankamál, félagsmál bankamanna o. fl. Þar á meðal grein um Eng- landsbanka 250 ára, el tir Adólf Björnsson, bankamann, og grein um útibú Landshanka Islands á Isafirði 40 ára. Fylgir þeirri grein mvnd af Isafirði og mynd af núverandi starfsmönnum útibúsins. Þá eru i blaðinu myndir af ýmsum bankastarfsmönnum og fleirum, og er frágangur þess allur mjög prýðilegur Bankablaðið er gefið út af Sambandi íslenzkra hanka- manna. Ritstjóri þess er Adólf Björnsson. Kosning íorseta Islands á að fara fram á Jónsmessu, 24. júní, 1 sumar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.