Baldur


Baldur - 17.02.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 17.02.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÓSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 17. febrúar 1945 4. tölublað. Þeir reyna aö þvo sig. Hér í blaðinu birtist fyrir nokkru örstutt grein, eftir "verakmann, um samningsbrot i vinnunni við fisktökuskipin, . og fáorð frásögn af þátttöku nokkurra alþýðuflokksforingj a í sölu á eignum verkalýðsfé- laganna í Reykjavik. Ut af þessu hvorutveggja, . skrifar Hannibal Valdimars- son langa grein í seinasta Skut- ul. Grein þessi er tilraun til þess að sanna, að grein verka- manns um sanmingsbrot i fisk- tökuskipunum hafi verið fleip- eitt, og salan á eignum verka- ljðsfélaganna í Reykjavik hafi farið fram á fullkomlega lög- legan og ákaflega heiðarlegan hátt. Þetta er siðan kryddað með frásögn af fundi i Raldri 4. þ. m. og að lokum sagt frá því, að Hannibal Valdimars- son, Ragnar G. Guðjónsson og Guðmundur Pálsson riitari sjó- mannafélagsins haí'i stefnt rit- stjóra Raldurs út af þvi, að hér i blaðinu, fyrir jólin i vet- ur, var það borið á þessa menn, að þeir hefðu leitað undir- skrifta sjómanna undir áskor- un eða tillögu um að reka Árna Magnússon úr Sjómanna- félagi Isfirðinga. Ekki þykir astæða til að svara hér þvættingi Hannibals um fundinn i Raldri. Fram- komu hans þar hefur áður verið lýst. Um malaferlin, sem nú eru að hefjast, er það að segja, að frá þeim mun verða skýrt á sínum tíma. Ut af grein verkamanns, skal það í'ram tekið, að áður hefur verið viðurkennd sú missögn í henni, að í öllum fisktökuskip- um hafi skipsnænn unnið, hinsvegar stendur*það óhrak- ið, að samningarnir hafa verið brotnir, það er aðalatriðið, og því eðlilegt að verkamaður vitti stjórn verkalýðsfélagsins fyrir að láta slíkt viðgangast. Annars gerir höfundur þess- arar umræddu greinar sjálfur nánari grein fyrir þessu máli i þessu blaði eða næsta og þarf því ekki að eyða fleiri orðum að því hér. Hér verður þvi aðeins tek- ? inn sá hluti Skutulsgreinarinn- ar, sem Hannibal þykir sýni- lega mestu máli skipta, vörn hans i eignasölumálinu. Hannibal veður ekki einn fram á ritvöllinn í því máli, hann kveður sér til aðstoðar^ sjálf'an Helga Hannesson, út- breiðslumálastj óra Alþýðu- flokksins, barnakennara i tveggja ára orlofi m. m. Þenn- an, sem gaf yfirtysingu um það á þingi Alþýðusambandsins í haust, að hann væri búsettur í Reykjavík, en er nú fluttur hingað aftur, L. S. G. Nú er að athuga hvað hetj- urnar hafa fram að færa. — Þeir segja að „kommúnist- ar" hafi fellt tillögu Jóns Ax- els Péturssonar og Guðgeirs Jónssonar um málshöfðun. Sannleikurinn er þessi: Á Fulltrúaráðsfundi 17. marz 1944 flutti Jón Axel svohljóð- andi tillögu: „Þrátt fyrir það þó að við vitum að rétt og löglega hefur verið gengið frá sölu svokall- aðra eigna verkalj'ðsfélaganna i Reykj avík og salan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða við tvær umræður, þá viljum við með tilliti þess sí- felda rógs, er um þessar ráð- stafanir gengur, og álygar á einstaka menn innan verka- lýðshreyfingarinnar út af' nefndu máli, samþykkja og leggj a til, að málið verði sann- prófað fyrir dómstólunum". Meirihluti Fulltrúaráðs gat ekki samþykkt þessa tillögu, af þeirri einföldu ástæðu, að hann vissi ekki að „rétt off lög- lega hafði verið gengið frá söl- unni", eða að hún hafði verið „samþgkkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða við tvær umræður". Þessi fáviska staf- aði af því, *að meirihluti Full- trúaráðs hafði ekki séð neinar samþykktir viðvíkjandi þess- ari sölu. Fundagerðarbækurn- ar, sem helzt gátu upplýst mál- ið, voru sagðar glataðar. Þá hefur meirihluti Fulltrúaráðs líklega ekki álitið það skyldu sína að hefja málsókn til þess að hreinsa „einstaka menn í verkalýðshreyfingunni" af ú- lygum og rógi. Þessum mönn- um bar vitanlega að gera það sj álf um. En á þessum sama fundi Fulltrúaráðsins var samþykkt með 37 gegn 11 atkvæðum, til- laga um að leita álits réttra hlutaðeigenda, verkalj'ðsfélag- anna í Reykjavík, um það, hvort þau óska að mál sé höfð- að út af sölunni með það fyrir augum að henni verði rift. I þessari tillögu var það skýrt tekið fram, að Fulltrúaráðið á- liti að þessi umrædda sala hafi verið óheimil. Allir sjá þann mun, sem er á þessum tillögum. Eftir þeirri fyrri átti að hefja málsókn án leyfis réttra hlutaðeiganda til þess að afsanna „róg og á- lygar á einstaka menn inn- an verkalýðshreyfingarinnar", eftir hinni átti að hefja mál- sókn að fengnu samþykki réttra eigenda, með það fyrir augum að rifta sölunni. Þetta kallar Hannibal að vera á móti málshöfðun. Næst virðast hetjurnar ætla að sanna, að verkalýðsfélögin hafi ekki verið aðaleigendur þessara eigna. Hversu mikil fjarstæða slíkt er sézt bezt á því, að þessum eignum hefur frá fyrstu tíð verið stjórnað af Fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Reykjavík í umboði þeirra, og það er sannarlega ómaklegt, þegar þeir Hannibal og Helgi nota nafn Jóns heit- ins Raldvinssonar til várnar í þessu máli. Allir vita, að til- gangur hans með stofnun þess- ara eigna var í upphafi sá, að verkalýðsfélögin ættu þau og notuðu ágóða af rekstri þeirra til styrktar starfsemi sinni, og það ekki eingöngu pólitískrar starfsemi, eins og H. V. segir. Þá er það skipulagsbreyting- in sem Hannibal talar um. Hann segir: „og hluthafarnir eru þeir sömu og áður höfðu lagt fram fé, svo og verkalýðs- félögin í Reykjavík". Hanni- bal gleymir því bara, að með þessari „skipulagsbreyting" eru verkalýðsfélögin svift um- ráðarétti yfir þessum eignum, og hann fenginn í hendur Al- þýðuflokknum, sem aldrei hafði greitt skatt til Fulltrúa- ráðsins, og 15 til 20 mönnum í þeim f'lokki, og það er meðal annars gert á þann hátt, að þeir menn, sem gæta áttu hags- muna verkalýðsfélaganna í Fulltrúaráðinu og sem sam- þykktu þessa sölu, ef hún hef- ur þá verið samþykkt, láta af- henda sjálfum sér hlutabréf í Alþýðubrauðgerðinni, sem greiðslu til Fulltrúaráðsins fyrir eignina. Þetta er ná- kvæmlega framtekið í skýrslu, sem Fulltrúaráðið birti um þetta mál í fyrra. Þá ætlar Hannibal að sanna, að allt sé í stakasta lagi, vegna þess að Dagsbrún og fleiri verkalj'ðsfélög eru stórir hlut- hafar. Mikið rétt. En Dagsbrún og verkalýðsfélögin eiga minni- hluta hlutaf j árins og ráða þvi engu um eignirnar,og fyrir eign eins og Alþýðubrauðgerðina, sem hefur gefið hundruð þús- unda kr. í arð á undanförnum árum, fá þau aðeins 20 þús. "kr. í hlutafé. Ennfremur má geta þess, að verkalgðsfélögin hafa ekki fengið eyrisvirði í arð af þessu hlutafé sínu þrátt fyrir stórgróða þessara fyrir- tækja á umliðnum árum, og er ekki hægt að segja hve lengi svo verður. Hánnibal reynir að skjóta skjólstæðingum sínum undir verndarvæng Rjörns Árnason- ar, endurskoðanda. Hann segir að Rjörn hafi metið eignirnar og því sé tryggt, „að það haí'i ekki verið falskt mat miðað við þáverandi verðlag, eða Alþýðu- flokknum í vil". Við skulum nú athuga hvað .Ragnar Ólafsson, lögfræðingur, sem mál þetta hefur haft tií rannsóknar, segir um verðmat þessara eigna: „Við ákvörðun söluverðs er ekkert tillit tekið til að Alþýðu- brauðgerðin var gamalt fyrir- tæki, sem átti brauðbúðir víðs- vegar um Reykjavík og ná- grenni. Rrauðbúðir þessar og önnur aðstaða, sem búið var að ná fyrir Alþýðubrauðgerðina, var að sjálfsögðu mjög mikils virði og hefði verið seld við allmiklu fé við venjulega sölu. Á sama hátt hefði aðstaða Al- þýðuhússins, Iðnó og Ingólfs Café verið metin til verðs við venjulega sölu. Söluverð fyrirtækjanna er því bersynilega langt fyrir neð- an það, sem hægt hefði verið að selja þau.í frjálsri sölu". — (Leturbreyting Raldurs). Um hinar týndu eða földu bækur FuIItrúaráðsins þarf ekki mikið að fjölyrða. Þeir Hannibal og Helgi hafa nú upplýst, að þær séu vel geymdar, en verði ekki áf- hentar vegna þess að í þær séu skráð ýms leyndarmál Alþýðu- flokksins. Nú er það vitað að verkalýðsfélögin, en ekki Al- þýðuflokkurinn, sem aldrei borgaði skatt, höfðu meiri- hluta í ráðinu og bar Fulltrúa- ráðinu því að fá bækurnar þegar aðskilnaðurinn var gerð- ur. Alþýðuf lokksf oringj arnir halda þessum bókum því með ofbeldi og engu öðru. En það ' er fleira en þessar f undargerð- .arbækur, sem þessir. herrar vilja ekki afhenda. öll fylgi- skjöl til ársins 1942 eru sögð

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.