Baldur


Baldur - 17.02.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 17.02.1945, Blaðsíða 4
16 B A L D U R Aðalfundir Baldurs og Sj ómannaf élagsins. Verkalýðsfélagið Baldur hélt að- alfund sinn s.l. þriðjudagskvöld. Á fundinum voru samþykktar lagabreytingar um hækkun félags- gjalda í 40 kr. hjá körlum og 25 kr. hjá konum, ennfremur um kosningu trúnaðarráðs, skipað 25 mönnum auk félagsstjórnar. Tveir listar komu fram við stjórnarkosningu: A-listi, skipaður fráfarandi stjórn, og B-listi, en á honum voru: Halldór Ólafsson, Odda, for- maður. Guðm. Bjarnason, Þórs- hamri, varaform. Þórarinn Jóns- son, ritari. Þorbjörn Eggertsson, gjaldkeri. Sigurður Hannesson, bíl- stjóri, fjármálaritari. A-listinn fékk 138 atkvæði, B- listi 31, auðir seðlar vo.ru 7 og 1 \jgildur. Sjómannafélagið liafði auglýst fund s.l. miðvikudag, en hann gal ekki orðið, vegna þess að bátar voru almennt á sjó. Fundurinn var því auglýstur aftur á fimmtudags- morgun og háldinn þann dag. Á fundinum var samþ. að gjald- ið hækkaði í 40 kr. og ákvæði um að listakosning megi fara fram inn- an félagsins. Nefnd hafði verið kosinn til að gera tillögur um stjórn. Hafði meirihluti hennar lagt til að stjórn- in yrði óbreytt, en minnihlutinn, að Árni Magnússon yrði formaður, Birgir Guðmundsson ritari og Lúð- vík Kjartansson, meðstjórnandi, en fjármálaritari og gjaldkeri yrðu þeir sömu. Kosið var eftir listum, A-listi skipaður að tilíögum meirihluta uppstillingarnefndar fékk 83 at- kvæði. B-listi skipaður að tillögum minnihlutans fékk 38 atkvæði. Stjórnin var því endurkosin óbreytt. NYKOMIÐ : Herrafrakkar Dömukápur og dragtir Telpukápur og dragtir Dömukjólar og margt fleira. Allt nj’jasta tízka! KARLSBDÐ. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag og sunnudag klukkan 9: Liljur vallarins. Kvikmynd af skáldsögu Charles Nordhoffs og James Norman Halls. Aðalhlutverk: Charles Laughton Jon Hall Peggy Drake. Sunnudag kl. 5: Nú er það svart maður. Barnasýning. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■] Tilkynning Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á benzíni og olíum: Benzín......... kr. 0,70 pr. ltr. Hráolía ......... — 500,00 — tonn Ljósaolía......— 740,00 — — Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er mið- S að við afhendingu frá tank í Reykjavík, en ljós- g olíuverðið við afhendingu í tunnum í Reykjavík. £ Sé hráolía afhent í tunnum, má verðið vera kr. ■ 25,00 hærra pr. tonn en að ofan greinir. Á Akureyri og Eskifirði má verðið á benzíni ■ vera 7 aurum hærra en að ofan segir, en á öðrum ■ stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er flutt til g á sjó, má verðið vera 9 aurum hærra. Sé benzín jj flutt landleiðis frá Reykjavík, Akureyri eða Eski- ■ firði, má bæta einum eyri pr. ltr. við grunnverðið ■ á þessum stöðum fyrir hverja fulla 25 km. Verð- ■ lagsstjóri ákveður verðið á hverjum sölustað sam- kvæmt framansögðu. 1 Eafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykjavík. I verstöðvum við Faxaflóa ■ og Suðurnesjum má verðið vera 40,00 krónum ■ hærra pr. tonn, en annars staðar á landinu kr. ■ 50,00 hærra pr. tonn. í Hafnarfirði skal verðið á ljósaolíu vera hið ■ sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu jj má það vera 70,00 krónum hærra pr. tonn. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með ■ 3. febrúar 1945. Reykjavík, 2. fehrúar 1945. VERÐLAGSSTJÖRINN. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Auglýsing um fyrirkomulag flskflutninga o. 11. Ríkisstjórnin hefur ákveðið eftirfarandi reglur um fyrirkomulag á útflutningi fisks, hagnýtingu afla og verðjöf nunarsvæði: I. Verðjöfnunarsvæði skulu vera þessi: 1. Reykjanes og Faxaflói. 2. Snæfellsnes, Breiðafjörður og Vestfirðir að Bíldudal að honum meðtöldum. 3. Aðrir Vestfirðir og Strandir. 4. Norðurland frá Hrútafirði að Langanesi. 5. Austurland frá Langanesi að Hornafirði að honum meðtöldum. 6. Vestmannaeyjar og Suðurland. II. öll skip, sem flytja út ísaðan fisk á vegum sam- laga útvegsmanna eru undanþegin verðjöfnunar- gjaldi því, er um ræðir í auglýsingu samninga- nefndar utanríkisviðskipta, dags. 10. janúar 1945, enda sé eftirtöldum skilyrðum fullnægt: a. Samlögin séu opin öllum útvegsmönnum á sam- lagssvæðinu. b. Samlögin úthluti arði af rekstri skipanna í hlut- falli við heildarafla fiskeigenda (báts) án til- lits til þess hvort aflinn er fluttur út ísaður, lagður upp í salt, til herzlu, í hraðfrystihús, eða nýttur á annan hátt, enda geti samlags- stjórn ráðstafað afla félagsmanna (bátanna) á þann hátt er hún telur henta bezt í hvert skipti, til þess að heildarafli hagnýtist sem bezt. Þeir bátar einir sem eru í samlögum og hlýða reglum þeirra geta vænst þess að verða aðnjót- andi réttinda samkvæmt þessum reglum. c. Skip þau, er annast útflutninginn séu á leigu hjá samlögunum og rekin á þeirra ábyrgð, sam- kvæmt skilmálum, sem ríkisstjórnin samþykkir. d. Að samlögin fallist á að hlíta þeim skilyrðum, er ríkisstjórnin kann að setja, að öðru leyti, fyrir starfsemi þeirra. III. Verðjöfnunarsjóði hvers svæðis skal úthlutað til fiskeigenda á svæðinu eftir fiskmagni, eftir að frá hefur verið dregið það fiskmagn sem flutt er út á vegum samlaganna samkvæmt II. lið þessarar auglýsingar. Greiðslan skal vera ákveðin upphæð pr. kg. án tillits til þess hvort fiskurinn er fluttur út ísaður, lagður upp í hraðfrystihús, herzlu eða saít eða nýttur á annan hátt. Sjóður þess skal gerast upp mánaðarlega og fari útborgun fram eins fljótt og auðið er. IV. Reglur um úthlutun á arði sem verða kann af fiskútflutningi þeim, sem fram fer á vegum ríkis- stjórnarinnar verða settar síðar. Ákvæði þessi eru hér með sett samkvæmt lögum nr. 11, 12. febrúar 1940, til að öðlast gildi þegar í stað og gilda fyrst um sinn, þar til öðru vísi kynni að verða ákveðið. Atvinnumálaráðuneytið, 10. febrúar 1945. Áki Jakobsson. /Gunnl. E. Briem. \

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.