Baldur


Baldur - 24.02.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 24.02.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 24. febrúar 1945 5. tölublað. Dr. Friðgeir Ólason læknir og fjölskylda hans. Nokkur minningarorð. Það munu áreiðanlega vera í'áir Islendingar, sem ekki urðu harmi og hryllingu lostnir, er það fréttist, að eitt af skipum islenzka flotans, e/s Goðafoss, hefði verið skotinn í kaf af þýzkum kafbát 10. nóv. s. 1., og það rétt upp við strendur landsins — innan íslenzkrar landhelgi — þegar skammt var eftir til ákvörðunarstaðar. Meðal þeirra, er létu lífið við þennan hörmulega atburð, voru dr. Friðgeir Ölason, lækn- ir, kona hans, Sigrún Sigurðar- dóttir Briem, læknir, og börn þeirra þrjú: óli Hilmar, Sverr- ir og Sigrún. Dr. Friðgeir Ölason ólst upp hér á lsafirði frá því hann var innan fermingaraldurs og þar til hann hafði lokið námi hér á landi, og er því vonum seinna, að þessa ágæta drengs og fjölskyldu hans sé minnzt í ísfirzku blaði. Dr. • Friðgeir Ölason var fæddur í Skjaldar-Bjarnarvík í Strandasýslu 3. desember 1912, sonur hjónanna öla G. Halidórssonar, nú kaupmanns í Bvík, og Valgerðar Guðna- dóttur, sem þar bjuggu þá. Innan fermingaraldurs flutt- ist hann með foreldrum sinum hingað til Isafjarðar og ólst hér upp. Að loknu barna- og unglingaskólanámi hér fór hann i Menntaskólann á Akur- eyii og lauk stúdentsprófi 1932. Innritaðist hann þá í lækna- deild Háskóla Islands og lauk kandidatsprófi í læknisfræði 1938. Þann 17. október 1936 kvænt- ist dr. Friðgeir Sigrúnu Briem, er þá stundaði einnig læknis- fræðinám við háskólann. Frú Sigrún var fædd í Beykjavík 22. febrúar 1911, dóttir Sigurðar Briem fyrv. póstmálastjóra og konu hans Guðrúnar Isleifsdóttur, prests í Arnarbæli. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Beykja- vík og tók ung burtfararpróf þaðan. Nokkru siðar sigldi hún til Parisar og var þar einn vet- ur. Þegar heim kom vann hún um skeið á póstmálaskrifstof- unni í Beykjavík. Árið 1933 hóf hún náms- braut að nýju. Þá um vorið tók hún gagnfræðapróf við Menntaskólann í Beykjavík og stúdentspróf við sama skóla vorið eí'tir. Innritaðist síðan í læknadeild Háskóla Islands og tók kandidatspróf 1940. Að háskólaprófi loknu gegndi Friðgeir um tíma héraðslækn- issförfum í Beykdælahéraði í Suður-Þingeyj arsýslu. — Gat hann sér þar góðan orðstí sem atorkusamur og ágætur læknir, og þar fann hann upp meðal við lambablóðsótt, sem reynst hefur ágætlega og bægt þeim vágesti frá dyrum íslenzkra bænda. Frú Sigrún aðstoðaði mann sinn við læknisstörfin þar nyrðra, jafnhliða húsmóður- störfum og háskólanámi. Eftir dvölina i Þingeyjar- sýslu fluttu þau hjónin aftur til Beykjavíkur og gegndi Friðgeir kandidatsstörfum við sjúkrahús þar, unz þau, sum- arið 1940, sigldu til Ameríku til framhaldsnáms. Þau dvöldu fyrst i New York og Canada, en tvö síð- ustu árin vestra voru, þau i Bandarík j unum. Frú Sigrún vann sem kandi- dat og aðstoðarlæknir við ýms sjúkrahús vestra og kynnti sér jafnframt barnalækningar, en Friðgeir lagði stund á fjör- efnarannsóknir, og í september s.l. varði hann doktorsritgerð í fræðigrein sinni við Harward háskóla og hlaut. mikið lof fyrir. Þau Sigrún og Friðgeir eign- uðust 3 börn: öla Hilmar, 7 ára, Sverrir, 2V2 árs, og Sig- rúnu, 5 mánaða. Þetta fáorða yfirlit um ævi dr. Friðgeirs sál. ölafssonar sýnir, að hann átti að baki sér mik- inn og glæsilegan náms- og starfsferil. Hann lét sér ekki nægja þá fræðslu, sem hann fékk hér heima, hann vildi afla sér meiri og víðtækari þekkingar í fræðigrein sinni og gerði það með þeim glæsi- lega árangri, að hann ávann sér lof einnar frægustu menntastofnunar Bandaríkj- anna. Sérhvert þjóðfélag hlýtur að gera sér miklar og glæsilegar vonir um slíka menn og fagna því að fá notið starfskrafta þeirra. M rr^Si ^^^Br ' 'm^p %T 1 m *: |h ¦ %/ÆU 1\ J|J kbVjfl tm*' £^-- *" ^mm Dr. Friðgeir Ólason og fjölskylda hans. En sú villimennska, sem á undanförnum árum hefur of- . sótt og drepið niður alla mann- úð og menningu, þar sem hún hefur náð til, sem tortímir mannslífum í stað þess að bjarga mannslífum, greip hér inn í með miskunarlausri morðhendi. Fyrir tilverknað þeirrar villimennsku fékk islenzka þjóðin ekki notið starfskrafta þessara ungu og efnilegu lækn- ishjóna. Fámenn þjóð, eins og vér Islendingar, má ekki við slík- um missi. En það er ekki aðeins hinn glæsilegi náms- og starfsferill dr. Friðgeirs sál. ólasonar, sem veldur því, áð hann Framhald á 4. síðu. Dettifoss sökt. Fimmtán manns, þriggja farþega og 12 skip- verja, saknað. Á skipinu voru þrjátíu og einn skipverji og fjórtán farþegar. Sú hörmulega fregn barst hingað í gærkvöldr, að e/s Dettifoss hefði verið sökt nálægt Irlandi. Ekki hafa enn borist nákvæmar fregnir um tildrög þessa hörmulega atburðar, en búast má við, að hann hafi gerzt af hernaðarvöldum. Þeir, sem fórust, voru þessir: Farþegar: Vilborg Stefánsdóttir, hjúkrunarkona. Berta Zoéga, frú. Guðrún Jónsdóttir, skrifstofustúlka. Skipverjar: Davíð Gestsson, 1. styrimaður. Jón Boga- son, bryti. Jón Guðmundsson, bátsmaður. Guðmundur Eyjólfsson, háseti. Hlöðver Asbjörnsson, háseti. Bagnar G. Ágústsson, háseti. Jón Bjarnason, háseti. Stefán Hin- riksson, kyndari. Helgi Laxdal, kyndari. Bagnar Jakobs- son, kyndari. Þau fara nú að gerast ærið tíð og stór höggin, sem höggvin eru í íslenzka kaupskipaflotann af völdum þessa ófriðar. Og þeir eru orðnir hörmulega margir Is- lendingarnir, sem látið hafa lífið fyrir þeirri villi- mennsku, sem nú veður uppi í heiminum. öll íslenzka þjóðin er harmi lostin af þessum sorg- lega atburði.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.